Tekur sér frí vegna fornæmis fyrir Alzheimer Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 19. nóvember 2022 17:45 Hér má sjá Chris Hemsworth ásamt leikstjóranum og framleiðandanum Darren Aronofsky á Limitless forsýningu í New York. Getty/Theo Wargo Ástralski leikarinn Chris Hemsworth hefur ákveðið að taka sér frí frá sviðsljósinu vegna nýuppgötvaðs fornæmis fyrir Alzheimer sjúkdómnum. Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð. Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Hemsworth, sem er einna þekktastur fyrir hlutverk sitt sem þrumuguðinn Þór í hinum ýmsu Marvel kvikmyndum komst að fornæminu við tökur á nýjum sjónvarpsþáttum. Þættirnir heita „Limitless“ og snúa að því hvernig megi eldast hægar. Þessu greinir Vulture frá. Á meðan tökum á þáttunum stóð fór Hemsworth í genapróf til þess að hann mætti komast að því hvar hans veikleikar lágu og hvernig mætti bæta úr þeim. Niðurstöðurnar hafi þó leitt aðeins alvarlegri stöðu í ljós. Leikarinn reyndist vera með tvo erfðabreytileika sem auka líkurnar á að þróa með sér Alzheimer sjúkdóminn áttfalt til tífalt. Hemsworth segist þó átta sig á því að ekki sé um greiningu að ræða heldur vitneskju um eitthvað sem vert er að hafa áhyggjur af og fylgjast með. Uppgötvunin hafi þó ýtt hugsunum um eigið líf og dauðleika af stað. Í kjölfarið hafi hann ákveðið að fara í frí. „Ég ætla að fara heim, taka mér góðan tíma í frí og einfalda hlutina. Vera með börnunum og eiginkonu minni,“ sagði Hemsworth. Senan þar sem hann fær upplýsingar um þessi gen og rætt er við hann hvað sé hægt að gera verður sýnd í „Limitless“ þáttunum. Það sé gert til þess að aðrir geti lært af hans reynslu og fengið að vita hvað sé hægt að gera í svipaðri stöðu. Horfa má á þættina á streymisveitunni Disney+ og má sjá stiklu úr þáttunum hér að ofan. Greinin hefur verið uppfærð.
Bandaríkin Hollywood Ástralía Heilsa Mest lesið Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Lífið „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ Tónlist „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Skellti sér á djammið Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Fleiri fréttir Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira