Seyðfirðingar áhyggjufullir vegna mikilla rigninga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. nóvember 2022 20:06 Björt Sigfinnsdóttir, íbúi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Íbúar á Seyðisfirði hafa áhyggjur, sem eðlilegt er af mikilli rigningu og hættu á aurskriðum í bæjarfélaginu en þar hefur rignt meira og minna síðustu viku og ekkert lát virðist vera á rigningu þar á næstunni. Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Aurskriðurnar í desember 2020 eru í fersku minni hjá íbúum Seyðisfjarðar en þá urðu fordæmalausar hamfarir í kjölfar úrhellisrigningar á svæðinu í hartnær eina viku. Mikið hefur ringt á svæðinu síðustu vikur og spáin gerir ráð fyrir áframhaldandi rigningu. En hvað segja íbúar á Seyðisfirði, hvernig líður þeim með þetta? „Ég finn alveg og hef fundið fyrir því alveg undanfarna daga að það er ákveðin ólga í maganum og ákveðin kvíði, sem gerir vart við sig en ég veit jafnframt að það er verið fylgjast vel með öllu hér upp í fjöllum og hér er mikið af mælitækjum og ég treysti okkar besta fólki fyrir því,“ segir Björt Sigfinnsdóttir. „Ég held að það sé alveg stress í fólki, þetta er náttúrulega alltaf óþægilegt og við urðum öll frekar veðurhrædd eftir að skriðurnar skullu á á sínum tíma,“ segir Sesselja Hlín Jónasardóttir. Sesselja Hlín Jónasardóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skriðan 2020 féll alveg við húsið hennar Aðalheiðar og eigin manns hennar og tvö hús við hliðina á þeim fóru alveg í skriðunni „Og maðurinn minn og tveir synir voru inn í húsinu á meðan það gerðist og ég og dóttir mín stóðum álengdar og horfðum á, sem var alveg skelfilegt erfitt, ég var svolítið lengi að jafna mig á því,“ segir Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir. En hvað finnst Aðalheiði með ástandið eins og það er í dag? „Þetta er ónotanlegt því síðustu dagar hafa minnt svolítið á desember 2020, óneitanlega óþægilegt skulum við segja en mér finnst ég vera örugg því það er fylgst vel með,“ segir Aðalheiður og bætir við. „Það er búið að setja hér upp varnargarða og það er fylgst vel með. Hérna eru speglar í öllum hlíðum og borholur þar sem er fylgst með hvernig vatnið hleðst niður og það er að drena sig ágætlega fjallið eins og er en það er búin að vera undanfarið. Já, við teljum okkur bara þokkalega örugg.“ Aðalheiður Lóa Borgþórsdóttir, íbúi.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Aurskriður á Seyðisfirði Múlaþing Veður Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira