„Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:46 Þorleifur segir stjórnvöld þurfa að taka stöðuna og setja nauðsynleg verkefni af stað með tilliti til almannahagsmuna. Fjarskiptastofa getur ekki afhent fjölmiðlum gögn er varða áhættumat vegna sæstrengjanna sem liggja til Íslands, þar sem gögnin eru bundin trúnaði vegna þjóðaröryggishagsmuna. Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur. Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Þetta kemur fram í skriflegum svörum Þorleifs Jónassonar, sviðsstjóra fjarskiptainnviða, við fyrirspurn fréttastofu. „Þessi nýja ógn er mjög sértæk og setur okkur í alveg nýja stöðu.“ Guðmundur Arnar Sigmundsson, sviðsstjóri hjá Fjarskiptastofu og forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, greindi frá því í viðtali við RÚV á dögunum að unnið hefði verið að áhættumatinu frá því á vormánuðum. Í því er meðal annars skoðaður sá möguleiki að báðir sæstrengirnir sem liggja til Íslands rofnuðu á sama tíma. Þriðji strengurinn, IRIS, verður tekinn í notkun á næsta ári. Tilefni umfjöllunarinnar er aukin spenna á Norðurslóðum í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu en greint hefur verið frá aukinni kafbátaumferð norðan við Ísland. Þá liggur fyrir að skemmdir voru unnar á Nord Stream 1 og 2, gasleiðslunum sem liggja í Eystrasalti, í september síðastliðnum. Netsamband Íslands við umheimin fer um sæstrengina FARICE-1 og DANICE, sem voru teknir í notkun árin 2004 og 2009. Að sögn Guðmundar nær annar strengurinn að anna allri netumferð en menn hafa velt því fyrir sér hvað gerðist ef báðir rofnuðu á sama tíma, hvort sem er vegna óviljaverks eða skemmdarverka. Fréttastofa innti Þorleif eftir svörum við því hvort viðbragðsáætlun væri til staðar ef báðir sæstrengirnir rofnuðu. Hann sagði að fram til þessa og í eðlilegu árferði hefðu menn ekki talið líklegt að báðir strengir gætu fallið út á sama tíma og í lengri tíma. Þorleifur vísaði til orða Víðis Reynissonar, yfirlögregluþjóns hjá almannavörnum, sem sagði við Kveik á dögunum að menn vissu ekki fullkomlega hvaða keðjuverkandi áhrif atvik af þessu tagi myndi hafa. Greiningu á því væri ekki að fullu lokið. „Í þessari nýju stöðu og með þessa nýju ógn þá er eðlilegt að stjórnvöld taki stöðuna og setji nauðsynleg verkefni í ferli m.t.t. almannavarnahagsmuna,“ sagði Þorleifur.
Netöryggi Innrás Rússa í Úkraínu Hernaður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira