Kennarar leigja íbúð fyrir fjölskylduna og halda námi systranna gangandi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 11. nóvember 2022 14:41 Fjölskyldan sem um ræðir. Frá vinstri: Hussein Hussein, Sajjad Hussein, Yasameen Hussein, Maysoon Al Saedi, Zahraa Hussein. Vísir/Bjarni Hópur kennara við Fjölbrautarskólann við Ármúla hefur tekið á leigu Airbnb íbúð í Aþenu fyrir Hussein fjölskylduna sem var vísað til Grikklands í síðustu viku. Kennararnir vona að systur í fjölskyldunni sem stunduðu nám við skólann mæti aftur á vorönn og leita því leiða til þess að aðstoða þær við að klára önnina í fjarnámi. Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“ Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hussein Hussein, fatlaður maður frá Írak, og fjölskylda hans voru á meðal þeirra fimmtán hælisleitenda sem var vísað úr landi í afar umdeildri fjöldabrottvísun í síðustu viku. Þrátt fyrir að vera með vernd í Grikklandi eru dvalarleyfi þeirra útrunnin eftir veruna á Íslandi. Flókið er því að nálgast alla þjónustu og snúið að finna dvalarstað þar til úr því hefur verið greitt. Söfnun innan skólans Yasameen og Zahra Hussein höfðu stundað nám við Fjölbrautarskólann við Ármúla undanfarið eitt og hálft ár og segir Agnes Valdimarsdóttir kennari við skólann ljóst að ekkert sé fyrir þær að hafa í Grikklandi. Hópur um sextíu kennara og annarra starfsmanna skólans tók sig því saman og ákváð að leigja íbúð á Airbnb fyrir fjölskylduna. „Okkur þykir vænt um nemendur skólans og það er vont að vita að þær hafi verið hrifsaðar frá sínu öryggisneti. Annar kennari var í símasambandi við þær og þær létu hana vita þegar þær voru á leið í flugvél og þegar þær voru lentar. Þær höfðu bara ekkert og eru ekki lengur með dvalarleyfi. Okkur fannst það hræðileg tilhugsun að þær væru á götunni svo við fundum íbúð fyrir þau til að vera í næsta mánuðinn og vorum með söfnun innan skólans þar sem allir lögðu til eitthvað smá,“ segir Agnes. Hún bendir þó á að þetta sé einungis bráðabirgðalausn. „Eins mikið og við myndum vilja styðja þær getum við ekki borgað fyrir þau húsnæði í marga mánuði.“ Taka próf munnlega í gegnum síma Magnús Ingvarsson skólameistari við FÁ, sagði á dögunum við fréttastofu að systurnar hafi verið fyrirmyndarnemendur og náð þokkalegum tökum á íslensku. Agnes segir vonir standa til þess að systurnar snúi aftur á vorönn og því er unnið að því að leyfa þeim að klára önnina í fjarnámi. Slíkt er þó nokkuð flókið en allt er reynt. Síðast í dag tóku þær eitt próf munnlega í gegnum síma. Agnes segir ljóst að þetta sé mikil breyting á námsmati en að reynt verði að láta það ganga upp. „Við erum að halda í vonina um að þær komi aftur á vorönn. Þær eru búnar að mynda sambönd hér.“
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Framhaldsskólar Hælisleitendur Skóla - og menntamál Mál Hussein Hussein Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira