Leggja fram frumvarp um sorgarleyfi eftir andlát maka Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2022 11:40 Þorbjörg Sigríður, þingmaður Viðreisnar. Vísir/Vilhelm Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar hefur lagt fram frumvarp á Alþingi um sorgarleyfi. Í frumvarpinu felst að einstaklingar sem misst hafa maka og eru foreldrar barna yngri en 18 ára fái heimild til að taka allt að sex mánaða leyfi frá störfum og greiðslur frá Vinnumálastofnun á meðan. Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér. Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Í tilkynningu frá Viðreisn segir að mikilvægt sé að eftirlifandi foreldri fái svigrúm til sorgarúrvinnslu og svigrúm til að vera til staðar fyrir barn eða börn sín eftir andlát maka. Þær réttarbætur sem lagðar til eru til í frumvarpinu séu ekki síst hugsaðar með hagsmuni barna að leiðarljósi sem misst hafa móður eða föður. Hundrað börn á ári missa foreldri sitt Ár hvert verða um hundrað börn á Íslandi fyrir því mikla áfalli að missa foreldri. Samkvæmt tölum Hagstofunnar misstu 1.007 börn foreldri árunum 2009-2018. Feður voru 448 en mæður 201. Um 40 prósent foreldranna létust úr krabbameini. Mikilvægur samfélagslegur stuðningur „Öllum má vera ljóst hversu þung og viðkvæm staða fjölskyldna er þegar foreldri barns fellur frá. Ekki þarf að fjölyrða um hversu sár missir það er fyrir barn að missa foreldri sitt. Né þarf að fjölyrða um hversu þungbært það er fyrir það foreldri sem eftir stendur eða að því fylgir álag fyrir fjölskylduna í heild sinni“, segir í tilkynningunni frá Viðreisn. Einnig er tekið fram að oft fylgi tekjumissir heimilis og í mörgum tilvikum fjárhagsáhyggjur. Mikilvægt sé því að veita fjölskyldum mikilvægan stuðning sem felst í nýsamþykktum lögum um sorgarleyfi í þágu foreldra sem misst hafa barn. Þegar lög um sorgarleyfi voru samþykkt bentu m.a. Sorgarmiðstöð og Krabbameinsfélag Íslands í umsögnum sínum afdráttarlaust á mikilvægi þess að lögin næðu einnig til fleiri fjölskyldna. Ísland yrði fyrst Norðurlanda Í tilkynningunni segir að ef þessi lagasetning næði fram að ganga yrði Ísland fyrst Norðurlanda til að styðja við fjölskyldur með þessum hætti þegar sorgin knýr dyra. Miklu skipti að styðja við einstaklinga sem missa maka frá ungum börnum. Þá segir að lög í þessa veru séu til marks um viðurkenningu löggjafans á því að samfélagið vilji hlúa að þessum fjölskyldum með þessum stuðningi. Frumvarpið í heild sinni má lesa hér.
Viðreisn Alþingi Fjölskyldumál Sorg Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira