Segir réttinda Hussein ekki gætt við handtöku Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 3. nóvember 2022 07:18 Frá aðgerðum lögreglunnar þegar Hussein var fluttur á brott í fyrrinótt. Sema Erla Freyja Haraldsdóttir, réttindagæslumaður fatlaðs fólks á höfuðborgarsvæðinu, segir áhyggjuefni að Hussein Hussein, fötluðum flóttamanni frá Írak, hafi ekki verið gefinn beinn aðgangur að réttindagæslu- og lögmanni eftir handtöku. Lögmaður Husseins undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins. RÚV segir frá því í morgun að leiguflugvél hafi tekið á loft frá Keflavíkurflugvelli í nótt og verið á leið til Aþenu í Grikklandi. Nokkur viðbúnaður lögreglu hafi verið við vélina á vellinum þar sem tvær rútur hafi beðið. Lögreglumaður staðfestir að einhvers konar aðgerð hafi verið í gangi en vildi ekki upplýsa um eðli hennar. Hussein Hussein er einn úr fimm manna fjölskyldu frá Írak sem stóð til að vísa úr landi til Grikklands í nótt. Sagt hefur verið frá því að hælisleitendur hafi verið hendteknir á síðustu dögum og hafi nokkrir þeirra verið í gæsluvarðhaldi. Hussein og fjölskylda hans hefur búið hér á landi í að verða tvö ár og hefur Hussein getað sótt mikilvæga læknisþjónustu hérlendis. Í gær var öll fjölskylda Husseins ásamt honum sjálfum handtekin og færð á Hótel Velli í Hafnarfirði en Hussein var síðar fjarlægður af hótelinu og færður í bíl af fjölda lögregluþjóna. Freyja segir alla hafa rétt á því að hafa samband við lögmann í málum sem þessum en Hussein sem fatlaður einstaklingur hafi rétt á því að hljóta aðstoð réttindagæslumanns. Hann sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem fatlaður maður á flótta. „Hann á rétt á að hafa réttindagæslumann sér til stuðnings, til þess bæði að upplýsa hann um hvað er í gangi og hvernig næstu skref eru. Tryggja það að hann skilji allt sem er að fara fram, tryggja það að hann gæti talað máli sínu og tryggja að það sé verið að standa að viðeigandi aðlögun þannig hann verði ekki fyrir skaða eða ómálefnalegri málsmeðferð í þessum aðstæðum,“ segir Freyja. Hún segir engan hafa haft samband við sig að fyrra bragði vegna réttar Hussein til þess að hafa réttindagæslumann hjá sér, lögregla ætti að hafa frumkvæði á því að kalla slíka aðila til. Freyja hefur verið réttindagæslumaður Hussein um tíma og því þykir henni slæmt að hún sé ekki kölluð til þegar veruleg þörf er á. Hussein Hussein.Vísir/Bjarni „Misnota hans líkamlegu stöðu og beita hann harðræði eða ofbeldi“ Freyja kveðst hugsi yfir þeirri meðferð sem Hussein virtist beittur við handtökuna og flutning frá hótelinu en hún hafi séð myndbönd af aðgerðunum. „Það sést mjög vel hvernig hann er tekinn í fangið á lögreglu og þá má alveg segja að hans hreyfihömlun sé í raun notuð gegn honum, fólk er almennt ekki tekið upp af lögreglu með þessum hætti. Hann er fjarlægður úr hjólastólnum sem hann þarf að nota, sem er hans verkfæri til þess að komast um og hans réttindi að hafa til þess að geta hreyft sig úr stað. Hann er settur inn í bíl, ekki í sínum hjólastól eins og hann er vanur að vera. Þarna er bæði verið að misnota hans líkamlegu stöðu og beita hann harðræði eða ofbeldi,“ segir Freyja. Hún segir jafnframt verið að ógna umferðaröryggi Hussein með því að setja hann inn í bíl án stólsins sem hann sé vanur að sitja í bifreiðum í. Stóllinn sé sér smíðaður fyrir hann. „Það þarf að varpa ljósi á þekkingarleysi lögreglunnar og skort á meðvitund um fatlað fólk, fatlaða líkama og réttindi fatlaðs fólks. Þetta er bara það sem við höfum séð en svo er allt hitt sem við vitum náttúrulega ekkert um vegna þess að ég hef ekki aðgengi að því að tala við hann,“ segir Freyja. Freyja Haraldsdóttir.Vísir/Sigurjón Undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu Hún bendir einnig á það að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgildur hér á landi. Í honum sé meðal annars fjallað um réttindi fatlaðs fólks við handtöku og réttindi fatlaðs flóttafólks. Hún segir þekkingarleysi Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda hvað varðar fatlað fólk áhyggjuefni. „Þar er sérstaklega kveðið á um að það verði að vernda þennan hóp vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem hann er í. Samningurinn var undirritaður árið 2006 og fullgildur fyrir nokkrum árum síðan, þetta eru ekki nýjar fréttir, öll stjórnsýsla á að vita nákvæmlega hvað stendur í þessum samningi og á að geta verið farið að fylgja honum núna,“ segir Freyja. Claudia Wilson lögmaður Hussein og fjölskyldu hans segir framgang stjórnvalda í málinu koma sér verulega á óvart. Hún sé nú að undirbúa kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins sem snúi að því að fá bráðabirgðaákvörðun frá dómstólunum. Claudia segir alltaf hafi legið fyrir að milliliðalaus skýrslutaka þurfi að eiga sér stað í málinu en það þýðir að nauðsynlegt sé fyrir fjölskylduna að gera grein fyrir máli sínu í dómssal. Því komi spánskt fyrir sjónir að brottvísun fjölskyldunnar liggi fyrir því þá sé verið að gera leið þeirra að milliliðalausri skýrslutöku í dómssal erfiðari. „Það er ljóst að það er verið að fara gegn því sem talið er nauðsynlegt í þessu máli,“ segir Claudia. Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi.Aðsend Engin leið til að ná í Útlendingastofnun því skrifstofunni er lokað Freyja segir Hussein upphaflega ekki hafa hlotið vernd vegna þess að hann hafi verið með vernd í Grikklandi. Hann hafi þá fengið verndarmeðferð þar sem réttarstaða hans skuli vera skoðuð út frá stöðu fólks í Grikklandi en það hafi ekki verið gert. „Þegar staða fatlaðs flóttafólks í Grikklandi er skoðuð er hún bara afar slæm. Hún er slæm almennt fyrir flóttafólk en sérstaklega slæm fyrir fatlað fólk. Auðvitað verðum við að horfa á þetta heildrænt, það sem er að gerast í kvöld er bara brota brot af öllu málinu, og verður að fjalla um, rannsaka og skoða til hlítar á alla vegu,“ segir Freyja. Freyja segir einnig skjóta skökku við að þessi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun sé tilkynnt eftir að skrifstofum hafi verið lokað. Í þeirri stöðu sé engin leið fyrir hana eða lögmann til þess að hafa samband við stofnunina vegna málsins. Hún segist hafa sett sig í samband við stoðdeild ríkislögreglustjóra sem sjái um brottvísunina og seint í gærkvöldi og þá verið boðið að tala við Hussein í gegnum síma með túlk. Þegar hún tjáði þeim að það væri óaðgengilegt og engin leið fyrir hana að tryggja að Hussein skilji það sem eigi sér stað segir hún lögreglu hafa sagt það eina valkostinn í stöðunni. Hælisleitendur Lögreglumál Mannréttindadómstóll Evrópu Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. 29. maí 2022 21:31 Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2. nóvember 2022 15:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
RÚV segir frá því í morgun að leiguflugvél hafi tekið á loft frá Keflavíkurflugvelli í nótt og verið á leið til Aþenu í Grikklandi. Nokkur viðbúnaður lögreglu hafi verið við vélina á vellinum þar sem tvær rútur hafi beðið. Lögreglumaður staðfestir að einhvers konar aðgerð hafi verið í gangi en vildi ekki upplýsa um eðli hennar. Hussein Hussein er einn úr fimm manna fjölskyldu frá Írak sem stóð til að vísa úr landi til Grikklands í nótt. Sagt hefur verið frá því að hælisleitendur hafi verið hendteknir á síðustu dögum og hafi nokkrir þeirra verið í gæsluvarðhaldi. Hussein og fjölskylda hans hefur búið hér á landi í að verða tvö ár og hefur Hussein getað sótt mikilvæga læknisþjónustu hérlendis. Í gær var öll fjölskylda Husseins ásamt honum sjálfum handtekin og færð á Hótel Velli í Hafnarfirði en Hussein var síðar fjarlægður af hótelinu og færður í bíl af fjölda lögregluþjóna. Freyja segir alla hafa rétt á því að hafa samband við lögmann í málum sem þessum en Hussein sem fatlaður einstaklingur hafi rétt á því að hljóta aðstoð réttindagæslumanns. Hann sé í sérstaklega viðkvæmri stöðu sem fatlaður maður á flótta. „Hann á rétt á að hafa réttindagæslumann sér til stuðnings, til þess bæði að upplýsa hann um hvað er í gangi og hvernig næstu skref eru. Tryggja það að hann skilji allt sem er að fara fram, tryggja það að hann gæti talað máli sínu og tryggja að það sé verið að standa að viðeigandi aðlögun þannig hann verði ekki fyrir skaða eða ómálefnalegri málsmeðferð í þessum aðstæðum,“ segir Freyja. Hún segir engan hafa haft samband við sig að fyrra bragði vegna réttar Hussein til þess að hafa réttindagæslumann hjá sér, lögregla ætti að hafa frumkvæði á því að kalla slíka aðila til. Freyja hefur verið réttindagæslumaður Hussein um tíma og því þykir henni slæmt að hún sé ekki kölluð til þegar veruleg þörf er á. Hussein Hussein.Vísir/Bjarni „Misnota hans líkamlegu stöðu og beita hann harðræði eða ofbeldi“ Freyja kveðst hugsi yfir þeirri meðferð sem Hussein virtist beittur við handtökuna og flutning frá hótelinu en hún hafi séð myndbönd af aðgerðunum. „Það sést mjög vel hvernig hann er tekinn í fangið á lögreglu og þá má alveg segja að hans hreyfihömlun sé í raun notuð gegn honum, fólk er almennt ekki tekið upp af lögreglu með þessum hætti. Hann er fjarlægður úr hjólastólnum sem hann þarf að nota, sem er hans verkfæri til þess að komast um og hans réttindi að hafa til þess að geta hreyft sig úr stað. Hann er settur inn í bíl, ekki í sínum hjólastól eins og hann er vanur að vera. Þarna er bæði verið að misnota hans líkamlegu stöðu og beita hann harðræði eða ofbeldi,“ segir Freyja. Hún segir jafnframt verið að ógna umferðaröryggi Hussein með því að setja hann inn í bíl án stólsins sem hann sé vanur að sitja í bifreiðum í. Stóllinn sé sér smíðaður fyrir hann. „Það þarf að varpa ljósi á þekkingarleysi lögreglunnar og skort á meðvitund um fatlað fólk, fatlaða líkama og réttindi fatlaðs fólks. Þetta er bara það sem við höfum séð en svo er allt hitt sem við vitum náttúrulega ekkert um vegna þess að ég hef ekki aðgengi að því að tala við hann,“ segir Freyja. Freyja Haraldsdóttir.Vísir/Sigurjón Undirbýr nú kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu Hún bendir einnig á það að samningur Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hafi verið fullgildur hér á landi. Í honum sé meðal annars fjallað um réttindi fatlaðs fólks við handtöku og réttindi fatlaðs flóttafólks. Hún segir þekkingarleysi Útlendingastofnunar og lögregluyfirvalda hvað varðar fatlað fólk áhyggjuefni. „Þar er sérstaklega kveðið á um að það verði að vernda þennan hóp vegna þeirrar viðkvæmu stöðu sem hann er í. Samningurinn var undirritaður árið 2006 og fullgildur fyrir nokkrum árum síðan, þetta eru ekki nýjar fréttir, öll stjórnsýsla á að vita nákvæmlega hvað stendur í þessum samningi og á að geta verið farið að fylgja honum núna,“ segir Freyja. Claudia Wilson lögmaður Hussein og fjölskyldu hans segir framgang stjórnvalda í málinu koma sér verulega á óvart. Hún sé nú að undirbúa kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu vegna málsins sem snúi að því að fá bráðabirgðaákvörðun frá dómstólunum. Claudia segir alltaf hafi legið fyrir að milliliðalaus skýrslutaka þurfi að eiga sér stað í málinu en það þýðir að nauðsynlegt sé fyrir fjölskylduna að gera grein fyrir máli sínu í dómssal. Því komi spánskt fyrir sjónir að brottvísun fjölskyldunnar liggi fyrir því þá sé verið að gera leið þeirra að milliliðalausri skýrslutöku í dómssal erfiðari. „Það er ljóst að það er verið að fara gegn því sem talið er nauðsynlegt í þessu máli,“ segir Claudia. Frá aðgerðum lögreglu í gærkvöldi.Aðsend Engin leið til að ná í Útlendingastofnun því skrifstofunni er lokað Freyja segir Hussein upphaflega ekki hafa hlotið vernd vegna þess að hann hafi verið með vernd í Grikklandi. Hann hafi þá fengið verndarmeðferð þar sem réttarstaða hans skuli vera skoðuð út frá stöðu fólks í Grikklandi en það hafi ekki verið gert. „Þegar staða fatlaðs flóttafólks í Grikklandi er skoðuð er hún bara afar slæm. Hún er slæm almennt fyrir flóttafólk en sérstaklega slæm fyrir fatlað fólk. Auðvitað verðum við að horfa á þetta heildrænt, það sem er að gerast í kvöld er bara brota brot af öllu málinu, og verður að fjalla um, rannsaka og skoða til hlítar á alla vegu,“ segir Freyja. Freyja segir einnig skjóta skökku við að þessi ákvörðun Útlendingastofnunar um brottvísun sé tilkynnt eftir að skrifstofum hafi verið lokað. Í þeirri stöðu sé engin leið fyrir hana eða lögmann til þess að hafa samband við stofnunina vegna málsins. Hún segist hafa sett sig í samband við stoðdeild ríkislögreglustjóra sem sjái um brottvísunina og seint í gærkvöldi og þá verið boðið að tala við Hussein í gegnum síma með túlk. Þegar hún tjáði þeim að það væri óaðgengilegt og engin leið fyrir hana að tryggja að Hussein skilji það sem eigi sér stað segir hún lögreglu hafa sagt það eina valkostinn í stöðunni.
Hælisleitendur Lögreglumál Mannréttindadómstóll Evrópu Málefni fatlaðs fólks Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58 Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. 29. maí 2022 21:31 Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2. nóvember 2022 15:41 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Fleiri fréttir Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Sjá meira
Handtekin og vísað úr landi án nokkurs fyrirvara þrátt fyrir veikindi Hópur lögreglumanna vaktaði heimili fimm manna fjölskyldu frá Írak sem búsett er hér á landi en til stendur að vísa þeim úr landi. Claudia Wilson, lögmaður fjölskyldunnar lýsir yfir áhyggjum sínum vegna brottvísunarinnar, þá sérstaklega vegna hrakandi heilsu Hussein sem er fatlaður og notar hjólastól. 2. nóvember 2022 20:58
Segir stjórnvöld senda fatlaðan bróður sinn út í opinn dauðann Fjölskylda fatlaðs manns frá Írak sem vísa á úr landi segir stjórnvöld senda hann út í opinn dauðann fari hann til Grikklands. Nauðsynleg læknisþjónusta sem hann hefur notið hér standi honum ekki til boða þar í landi. 29. maí 2022 21:31
Segir umbjóðendur sína leitaða uppi og hneppta í gæsluvarðhald Lögmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir að hneppa skjólstæðinga sína í gæsluvarðhald, þegar niðurstaða um endurupptökubeiðni í málum þeirra sé handan við hornið. Skjólstæðingarnir eru hluti af stórum hóp hælisleitenda sem nýfallinn dómur gæti bjargað, að sögn lögmannsins. 2. nóvember 2022 15:41