Tæplega tvö hundruð látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2022 19:44 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. arnar halldórsson Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Sóttvarnalæknir segir að sjúkdómurinn valdi mun meiri usla en aðrir smitsjúkdóma á borð við inflúensu. Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira