Brunavarnir Árnessýslu óska eftir nýjum slökkviliðsmönnum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 30. október 2022 15:04 Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna þriðjudagskvöldið 1. nóvember klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Magnús Hlynur Hreiðarsson Brunavarnir Árnessýslu leita nú af nýjum slökkviliðsmönnum en í dag eru um 130 slökkviliðsmenn, sem dreifast á 7 slökkviliðsstöðvar starfandi hjá brunavörnum. Ráða þarf tíu til fimmtán nýja slökkviliðsmenn, ekki síst í slökkviliðin í Uppsveitum Árnessýslu. Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Slökkvilið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Brunavarnir Árnessýslu er eitt af öflugu slökkviliðunum á landsbyggðinni með höfuðstöðvar sínar í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. Nokkrir fastir starfsmenn starfa hjá brunavörnum og svo eru það slökkviliðsmennirnir 130, sem eru í hlutastarfi. Alltaf er töluverð starfsmannavelta í svona hópi og því þarf reglulega að ráða nýja slökkviliðsmenn og þjálfa þá upp. Þriðjudagskvöldið 1. nóvember hafa Brunavarnir Árnessýslu boðað til kynningarfundar fyrir áhugasama um starf í slökkviliðinu. Lárus Kristinn Guðmundsson, settur varaslökkviliðsstjóri heldur utan um kynninguna. „Við gerum þetta annað hvert ár, auglýsa eftir slökkviliðsmönnum. Við erum að leita af slökkviliðsmönnum á allar okkar stöðvar,“ segir Lárus. Lárus Kristinn segir að það sé ekki alveg ljóst hvað margir nýir slökkviliðsmenn verði ráðnir en ekki sé ólíklegt að þeir verði á milli 10 til 15. Og hvað ætlið þið að reyna að gera til að lokka fólk til að koma í slökkviliðið? „Við ætlum bara að sýna því hvað það er frábært fólk, sem vinnur hjá slökkviliðinu. Þetta getur verið líkamlega og andlega erfitt en þetta getur líka verið skemmtilegt og skemmtilegur hópur, sem fólk vinnur með.“ En hvað þarf viðkomandi að hafa til bruns að bera til að geta ráðið sig í slökkvilið? „Viðkomandi þarf að hafa hreint sakavottorð og vera orðin tvítugur að lágmarki. Hann þarf að standast þrekpróf og ýmis inntökupróf, sem þeir, sem koma til greina fara í gegnum,“ segir Lárus. Lárus Kristinn hvetur alla áhugasama til að mæta á kynningarfundinn næsta þriðjudagskvöld klukkan 20:00 í Björgunarmiðstöðinni á Selfossi. „Við erum bara að leita af fólki af öllum aldri og öllum kynjum,“ segir Lárus enn fremur. Starf slökkviliðsmanna er fjölbreytt og skemmtilegt.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Slökkvilið Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira