7. umferð CS:GO: Þórsarar komnir á toppinn Snorri Rafn Hallsson skrifar 29. október 2022 13:01 Miklar sviptingar eftir 7. umferð Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO, ný lið á toppnum og botnliðin skilin eftir. Leikir vikunnar Dusty 6 – 16 NÚÍ fyrsta leik umferðarinnar töpuðu Íslandsmeistarar Dusty stórt fyrir NÚ í Mirage. NÚ náði snemma góðu forskoti með Bl1ck og Ravle í fararbroddi en þegar vörn Dusty fór að virka gat liðið minnkað muninn í 6-5 fyrir NÚ. Undir lok fyrri hálfleiks steig Bjarni upp og sýndi fyrrum liðsfélögum sínum hvernig á að gera þetta og var staðan því 9-6 fyrir NÚ í hálfleik. Ekki var síðari hálfleikur betri fyrir Dusty sem áttu í eintómum vandræðum með efnahaginn og unnu ekki eina einustu lotu. Niðurstaðan var því stórsigur NÚ sem hleypir miklu lífi í baráttunna á toppi deildarinnar. Breiðablik 16 – 11 SAGALeikur Breiðabliks og SAGA í Nuke kortinu var afar kaflaskiptur. Breiðablik vann fyrstu tvær loturnar en SAGA jafnaði um hæl. Þá tók Breiðablik 6 lotur í röð þar sem Viruz fór á kostum á vappanum. SAGA minnkaði muninn aftur niður í eitt sitg með góðum spretti þar sem WZRD hélt sprengjusvæðinu og nýtti sér mistök Breiðabliks til að skapa liðsfélögum sínum tækifæri. SAGA tók svo loks fram úr Blikunum í upphafi síðari hálfleiks en þegar hraðar aðgerðir þeirra hættu að virka gat liðið ekki dregið neitt nýtt upp úr hattinum og missti því leikinn frá sér á afar skömmum tíma. LAVA 14 – 16 ÁrmannÞað var jöfn og spennandi viðureign þegar LAVA tók á móti Ármanni í Nuke. LAVA hafði forystuna framan af þar sem allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum til að koma LAVA í 7-2. Síðustu 6 loturnar féllu þó með Ármanni þar sem Ofvirkur fór hamförum á vappanum og naut stuðnings Lambo og Vargs. Upp frá því var leikurinn jafn fram á lokametrana en tvær lotur í röð þar sem Ármanni tókst að sprengja sprengjurnar gerðu útslagið og nældi Ármann sér því í sinn fjórða sigur á tímabilinu til þessa. Þór 16 – 12 TEN5IONNýliðinn Moshii var áberandi í leik TEN5ION gegn Þór í Dust 2. Velgengni TEN5ION framan af byggði á snjöllum aðgerðum Moshii en þegar Minidegreez í Þór komst upp á lagið með að taka hann út snemma féll botninn úr sóknarleik TEN5ION og Þór vann fyrri hálfleikinn 9-6. Í síðari hálfleik juku Þórsarar enn á forskotið en þegar sigurinn var svo gott sem í höfn átti TEN5ION góðan sprett sem minnkaði muninn úr 6 stigum niður í 2. Þó þeir vinni ekki oft stórt búa Þórsarar þó yfir þeirri seiglu sem þarf til að vinna leiki, nokkuð sem vantað hefur upp á hjá TEN5ION. 16-12 sigur Þórs var þeirra sjötti á tímabilinu og sitja Þórsarar því kátir á toppi töflunnar eftir þessa umferð. Fylkir 4 – 16 ViðstöðuLokaleikur umferðarinnar var viðureign Fylkis og Viðstöðu í Mirage. Fylkismenn komust snemma yfir 4-3 en fleiri urðu ekki stigin þeirra í þessum leik. Alle og Blazter í Viðstöðu fóru hreinlega á kostum og héldu liðinu uppi í 8 lotu runu í fyrri hálfleik til að gjörsamlega brjóta Fylki á bak aftur. Eftirleikurinn var svo auðveldur þar sem Fylkismenn virtust bæði uppgefnir og kærulausir og nældi lið Viðstöðu sér þannig í sinn þriðja sigur á tímabilinu. Staðan Þó nokkrar breytingar hafa orðið á töflunni. Þór og NÚ unnu sína leiki og skutu sér þannig upp fyrir Dusty sem situr í 3. sæti, 2 stigum á eftir toppliði Þórs. Sigur Ármanns á LAVA skaut þeim upp í 4. sætið en LAVA og Breiðablik eru einnig með 8 stig. SAGA féll um tvö sæti en lið Viðstöðu laumaði sér upp fyrir þá og eru því Fylkir og TEN5ION ein eftir á botninum, 2 og 3 sigrum á eftir næstu liðum. Næstu leikir 8. umferðin fer fram dagana 1. og 3. nóvember og er dagskráin eins og hér segir: Ármann – TEN5ION, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 Viðstöðu – NÚ, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 SAGA – Dusty, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30 LAVA – Fylkir, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30 Þór – Breiðablik, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Þór Akureyri Ármann Dusty Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Tilþrifin: MiNidGreez! sýndi frábær tilþrif er Þórsarar lyftu sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það miNideGreez! í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 28. október 2022 10:45 Tilþrifin: Viruz tekur út þrjá í þriðja sigri nýliðana í röð Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það viruz í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 26. október 2022 10:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Leikir vikunnar Dusty 6 – 16 NÚÍ fyrsta leik umferðarinnar töpuðu Íslandsmeistarar Dusty stórt fyrir NÚ í Mirage. NÚ náði snemma góðu forskoti með Bl1ck og Ravle í fararbroddi en þegar vörn Dusty fór að virka gat liðið minnkað muninn í 6-5 fyrir NÚ. Undir lok fyrri hálfleiks steig Bjarni upp og sýndi fyrrum liðsfélögum sínum hvernig á að gera þetta og var staðan því 9-6 fyrir NÚ í hálfleik. Ekki var síðari hálfleikur betri fyrir Dusty sem áttu í eintómum vandræðum með efnahaginn og unnu ekki eina einustu lotu. Niðurstaðan var því stórsigur NÚ sem hleypir miklu lífi í baráttunna á toppi deildarinnar. Breiðablik 16 – 11 SAGALeikur Breiðabliks og SAGA í Nuke kortinu var afar kaflaskiptur. Breiðablik vann fyrstu tvær loturnar en SAGA jafnaði um hæl. Þá tók Breiðablik 6 lotur í röð þar sem Viruz fór á kostum á vappanum. SAGA minnkaði muninn aftur niður í eitt sitg með góðum spretti þar sem WZRD hélt sprengjusvæðinu og nýtti sér mistök Breiðabliks til að skapa liðsfélögum sínum tækifæri. SAGA tók svo loks fram úr Blikunum í upphafi síðari hálfleiks en þegar hraðar aðgerðir þeirra hættu að virka gat liðið ekki dregið neitt nýtt upp úr hattinum og missti því leikinn frá sér á afar skömmum tíma. LAVA 14 – 16 ÁrmannÞað var jöfn og spennandi viðureign þegar LAVA tók á móti Ármanni í Nuke. LAVA hafði forystuna framan af þar sem allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum til að koma LAVA í 7-2. Síðustu 6 loturnar féllu þó með Ármanni þar sem Ofvirkur fór hamförum á vappanum og naut stuðnings Lambo og Vargs. Upp frá því var leikurinn jafn fram á lokametrana en tvær lotur í röð þar sem Ármanni tókst að sprengja sprengjurnar gerðu útslagið og nældi Ármann sér því í sinn fjórða sigur á tímabilinu til þessa. Þór 16 – 12 TEN5IONNýliðinn Moshii var áberandi í leik TEN5ION gegn Þór í Dust 2. Velgengni TEN5ION framan af byggði á snjöllum aðgerðum Moshii en þegar Minidegreez í Þór komst upp á lagið með að taka hann út snemma féll botninn úr sóknarleik TEN5ION og Þór vann fyrri hálfleikinn 9-6. Í síðari hálfleik juku Þórsarar enn á forskotið en þegar sigurinn var svo gott sem í höfn átti TEN5ION góðan sprett sem minnkaði muninn úr 6 stigum niður í 2. Þó þeir vinni ekki oft stórt búa Þórsarar þó yfir þeirri seiglu sem þarf til að vinna leiki, nokkuð sem vantað hefur upp á hjá TEN5ION. 16-12 sigur Þórs var þeirra sjötti á tímabilinu og sitja Þórsarar því kátir á toppi töflunnar eftir þessa umferð. Fylkir 4 – 16 ViðstöðuLokaleikur umferðarinnar var viðureign Fylkis og Viðstöðu í Mirage. Fylkismenn komust snemma yfir 4-3 en fleiri urðu ekki stigin þeirra í þessum leik. Alle og Blazter í Viðstöðu fóru hreinlega á kostum og héldu liðinu uppi í 8 lotu runu í fyrri hálfleik til að gjörsamlega brjóta Fylki á bak aftur. Eftirleikurinn var svo auðveldur þar sem Fylkismenn virtust bæði uppgefnir og kærulausir og nældi lið Viðstöðu sér þannig í sinn þriðja sigur á tímabilinu. Staðan Þó nokkrar breytingar hafa orðið á töflunni. Þór og NÚ unnu sína leiki og skutu sér þannig upp fyrir Dusty sem situr í 3. sæti, 2 stigum á eftir toppliði Þórs. Sigur Ármanns á LAVA skaut þeim upp í 4. sætið en LAVA og Breiðablik eru einnig með 8 stig. SAGA féll um tvö sæti en lið Viðstöðu laumaði sér upp fyrir þá og eru því Fylkir og TEN5ION ein eftir á botninum, 2 og 3 sigrum á eftir næstu liðum. Næstu leikir 8. umferðin fer fram dagana 1. og 3. nóvember og er dagskráin eins og hér segir: Ármann – TEN5ION, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 Viðstöðu – NÚ, þriðjudaginn 1. nóvember kl. 20:30 SAGA – Dusty, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 19:30 LAVA – Fylkir, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 20:30 Þór – Breiðablik, fimmtudaginn 3. nóvember kl. 21:30 Sýnt verður frá leikjunum í beinni á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Ljósleiðaradeildin Rafíþróttir Þór Akureyri Ármann Dusty Fylkir Breiðablik Tengdar fréttir Tilþrifin: MiNidGreez! sýndi frábær tilþrif er Þórsarar lyftu sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það miNideGreez! í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 28. október 2022 10:45 Tilþrifin: Viruz tekur út þrjá í þriðja sigri nýliðana í röð Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það viruz í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 26. október 2022 10:31 Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Steig á tána á Mike Tyson Sport Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Elliði segir HM ekki í hættu Handbolti Fleiri fréttir Dusty enn á toppnum eftir sigur á Hetti Höfuðandstæðingarnir tveir skiptu sjöttu umferð á milli sín Dvergarnir voru of stór biti fyrir Coup de Brains að kyngja Selir enn á hælum Þórs í Overwatch Þrjú efstu örugg áfram í Valorant Þríframlengt í „gjörsamlega svakalegum“ leik Keflvíkingar spyrntu sér af botninum Dusty sigraði fjandvinaslaginn við Ármann Kristófer komst upp fyrir Denas í Fortnite Bráðabani í æsispennandi netskákeinvígi Tæknin varð Breiðnefjum fjötur um fót í Dota2 Þór sigraðist á Selum í toppbaráttunni Topplið Venus hélt Grýlum á botninum Fyrsti sigur Rafík innsiglaður með „jarðsetningu“ á Sögu Grænlensku börnin spiluðu tölvuleiki með stjörnur í augunum Hnífjafnt á toppnum í Rocket League Míludeildin er stærsta Valorant-mótið frá upphafi Venus skellti Skagamönnum á botninn Denas og Kristófer stinga af í ELKO-Deildinni TÍK horfir fram á veginn frá Bessastöðum Félagslegi þátturinn vegur þungt á rafíþróttaæfingum Fjölnis Sjá meira
Tilþrifin: MiNidGreez! sýndi frábær tilþrif er Þórsarar lyftu sér á toppinn Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það miNideGreez! í liði Þórs sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 28. október 2022 10:45
Tilþrifin: Viruz tekur út þrjá í þriðja sigri nýliðana í röð Vísir birtir Elko tilþrif kvöldsins úr Ljósleiðaradeildinni í CS:GO eftir hvern keppnisdag í allan vetur. Í þetta sinn er það viruz í liði Breiðabliks sem á heiðurinn af tilþrifum kvöldsins. 26. október 2022 10:31