Skjánotkun barna – hver er ábyrgð foreldra? Hildur Inga Magnadóttir skrifar 29. október 2022 09:01 Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega? Í uppeldi barna okkar reynum við að kenna þeim jákvæðar venjur og siði sem munu gagnast þeim út lífið. Við reynum eftir fremstu getu að fræða þau um mikilvægi þess að borða næringarríka fæðu og að mikilvægt sé fyrir heilsu þeirra að hreyfa sig. Við viljum að börnin okkar geti tileinkað sér góða siði gagnvart sjálfum sér og öðrum og það er okkar heitasta ósk að þeim líði vel. Við kennum þeim að sama skapi á umhverfið í kringum sig og hvað ber að varast. Frá þriggja ára aldri fá börn á Íslandi sendar bækur heim til sín þar sem byrjað er að kynna umferðarreglurnar fyrir þeim og það er frábært að þau byrji frá unga aldri að læra á hætturnar í umhverfi sínu. Nú stöndum við sem samfélag frammi fyrir nýjum áskorunum og þurfum í sameiningu að ákveða hvernig við tökumst á við þær. Tæknin er frábær, þróun er góð og tækin geta verið gagnleg. Samskipti við vini og ættingja víðsvegar um heiminn geta aukist, þau geta jafnvel haft jákvæð áhrif á tungumálakunnáttu barna og við höfum aðgengi að ótakmarkaðri þekkingu. Það sem við heyrum hinsvegar oftast í umræðunni í samfélaginu eru skuggahliðar þessara tækninýjunga. Rannsóknir sýna að óhófleg skjánotkun getur til dæmis haft áhrif á svefn, andlega líðan, nám og minni, dregið úr samskiptum við fjölskyldu og vini og aukið líkur á ofþyngd og offitu. Þar að auki hefur skapast vettvangur til eineltis í gegnum tækin. Hver er ábyrgð foreldra og afhverju er ,,tabú“ að ræða um það? Ef barnið okkar færi glæfralega yfir götu og það skapaðist hætta þá myndum við staldra við, ræða við barnið um umferðarreglurnar og minna á hvernig við högum okkur í umferðinni. Afhverju gildir ekki sama lögmál um reglur í tækjunum? Í Barnalögum nr. 76/2003 kemur fram að börn eigi rétt á að njóta verndar og það er hlutverk forráðamanna að tryggja öryggi þeirra. Yfirleitt eru foreldrar að reyna sitt besta við að stýra skjánotkun og fylgjast með en það er hægara sagt en gert. Tæknin þróast hratt og erfitt er að fylgjast með öllu því nýja sem kemur fram, börnin eru líka klók og finna leiðir fram hjá þeim hömlum sem foreldrar setja. Það virðist þó, því miður, vera í sumum tilfellum svo að foreldrar gleymi eftirliti með þessum þætti í lífi barnanna. Þar getum við sem samfélag bætt okkur með því að fræða og benda á grafalvarlegar hætturnar sem leynast í tækjunum eins og hefur verið gert í fjölmiðlum á síðustu vikum. Til þess að breyting eigi sér stað þurfum við að hafa hátt um þessi mál. Við þurfum líka að líta inn á við hvert og eitt okkar, skoða eigin hegðun og bæta hana ef við á. Hvað getum við gert akkúrat núna til þess að taka þátt í þessari breytingu í samfélaginu? Setjum mörk frá því að börnin sýna tækjunum áhuga – eftir því sem börnin verða eldri verður erfiðara (þó ekki ógerlegt) að breyta reglum. Því er gott að hafa í huga að byrja snemma að setja börnum mörk í umgengni við skjátæki. Börn vilja ramma og þau hafa ekki heilaþroska til þess að stjórna ákvörðunum í tengslum við skjánotkun sína. Eigum samtöl við börnin – eigum opin samtöl um skjánotkun, látum skjánotkun þeirra okkur varða, sýnum áhugamálum þeirra, t.d. tölvuleikjum eða myndbandagerð áhuga og tökum jafnvel þátt í þeim. Með því erum við að styrkja tengslin við börnin okkar. Sterk tengsl á milli foreldra og barna auka líkur á því að þau leyti til okkar ef upp koma vandræði eða vanlíðan í tengslum við skjátækin. Við þurfum að eiga endurtekin samtöl um skjánotkunina, ræða kosti og galla um forrit og leiki, eiga samtölin um samskipti við aðra í tækjum, hvernig við viljum birtast í netheimum og hvernig við getum stuðlað að jákvæðri notkun. Fáum börnin með okkur í lið við að búa til reglur – í lögum stendur að börn eigi rétt á að segja skoðanir sínar og að tekið sé tillit til skoðanna þeirra. Ef þau taka þátt í ákvarðanatöku getur það ýtt undir sjálfstæði þeirra og þeim finnst að þau hafi eitthvað um líf sitt að segja. Ef börnin taka þátt í að setja reglur aukast að sama skapi líkur á að þau verði sátt við þær. Reglur þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnanna og þær þurfa að vera í stöðugri skoðun. Í viðmiðum Embætti landlæknis o.fl. um skjánotkun fyrir ungmenni eru hugmyndir að umræðupunktum fyrir foreldra og ungmenni til að móta reglur um skjánotkun. Skipuleggjum gæðastundir – skipuleggjum stundir með fjölskyldunni og ákveðum í sameiningu hvaða stundir dagsins eiga að vera skjálausar. Hvetjum börnin til þess að taka virkan þátt í þessu skipulagi og fáum þau til þess að koma með hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hugum að eigin skjánotkun – við könnumst öll við orðatiltækið ,,börnin læra það sem fyrir þeim er haft“ og er umgengni við skjátækin þar engin undantekning. Vísbendingar eru um að ef börn sjá foreldra sína mikið í skjátækjum og eiga jafnvel erfitt með að ná athygli þeirra eru þau líklegri til þess að verja meiri tíma við skjá en börn foreldra sem eru síður með tækin á lofti í návist barnanna. Lítum inn á við og veltum því fyrir okkur hvernig fyrirmyndir við erum. Af hverju ættum við að banna börnunum okkar að gera eitthvað ef við gerum það svo sjálf fyrir framan þau? Eðlilega finnst börnum það ósanngjarnt og það myndi okkur finnast líka ef við værum í þeirra sporum. Veltum fyrir okkur hversu löngum tíma við verjum sjálf í tækjum í frítíma okkar og íhugum hvernig við tölum um náungann í raunheimum og í tækjunum. Börnin eru alltaf með ,,á upptöku“. Leitum aðstoðar – ef við upplifum að við séum ekki lengur við stjórnvölinn gerum þá eitthvað í því. Setjum okkur í samband við fagaðila, leitum ráða hjá skólanum, bæjarfélaginu, heilsugæslustöðvum eða foreldrasamtökum. Við erum ekki ein í þessum sporum, þessi nýja tækni er krefjandi fyrir okkur öll og það sýnir mikinn styrk að sækjast eftir viðeigandi stuðningi. Að fá aðstoð þýðir ekki að við séum slæmir foreldrar heldur þvert á móti – við erum góðir foreldrar sem viljum halda áfram að bæta okkur með hag barna okkar í brjósti. Skjánotkun er ekki tabú. Ef barnið okkar lendir í vandræðum í tengslum við skjánotkun hvort sem um er að ræða vegna vanlíðanar, svefntruflanna, er þolandi eða gerandi í eineltismáli eða af öðrum ástæðum, tölum þá saman og finnum lausnir alveg eins og við myndum gera ef börnin okkar gleyma umferðarreglunum. Með því að takast á við vandann eða vinna stöðugt að því að kenna barninu að umgangast tækin á jákvæðan hátt – þannig tökum við ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í Heilbrigðisvísindum og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Inga Magnadóttir Börn og uppeldi Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Umræðan um skjánotkun barna og ungmenna hefur verið hávær síðustu vikur. Í framhjá hlaupi er ábyrgð foreldra nefnd í þessu samhengi. Foreldrar sem fylgjast með umræðunni vita að jú, þeir hafa skyldum að gegna gagnvart skjánotkun barna sinna en hverjar eru þær eiginlega? Í uppeldi barna okkar reynum við að kenna þeim jákvæðar venjur og siði sem munu gagnast þeim út lífið. Við reynum eftir fremstu getu að fræða þau um mikilvægi þess að borða næringarríka fæðu og að mikilvægt sé fyrir heilsu þeirra að hreyfa sig. Við viljum að börnin okkar geti tileinkað sér góða siði gagnvart sjálfum sér og öðrum og það er okkar heitasta ósk að þeim líði vel. Við kennum þeim að sama skapi á umhverfið í kringum sig og hvað ber að varast. Frá þriggja ára aldri fá börn á Íslandi sendar bækur heim til sín þar sem byrjað er að kynna umferðarreglurnar fyrir þeim og það er frábært að þau byrji frá unga aldri að læra á hætturnar í umhverfi sínu. Nú stöndum við sem samfélag frammi fyrir nýjum áskorunum og þurfum í sameiningu að ákveða hvernig við tökumst á við þær. Tæknin er frábær, þróun er góð og tækin geta verið gagnleg. Samskipti við vini og ættingja víðsvegar um heiminn geta aukist, þau geta jafnvel haft jákvæð áhrif á tungumálakunnáttu barna og við höfum aðgengi að ótakmarkaðri þekkingu. Það sem við heyrum hinsvegar oftast í umræðunni í samfélaginu eru skuggahliðar þessara tækninýjunga. Rannsóknir sýna að óhófleg skjánotkun getur til dæmis haft áhrif á svefn, andlega líðan, nám og minni, dregið úr samskiptum við fjölskyldu og vini og aukið líkur á ofþyngd og offitu. Þar að auki hefur skapast vettvangur til eineltis í gegnum tækin. Hver er ábyrgð foreldra og afhverju er ,,tabú“ að ræða um það? Ef barnið okkar færi glæfralega yfir götu og það skapaðist hætta þá myndum við staldra við, ræða við barnið um umferðarreglurnar og minna á hvernig við högum okkur í umferðinni. Afhverju gildir ekki sama lögmál um reglur í tækjunum? Í Barnalögum nr. 76/2003 kemur fram að börn eigi rétt á að njóta verndar og það er hlutverk forráðamanna að tryggja öryggi þeirra. Yfirleitt eru foreldrar að reyna sitt besta við að stýra skjánotkun og fylgjast með en það er hægara sagt en gert. Tæknin þróast hratt og erfitt er að fylgjast með öllu því nýja sem kemur fram, börnin eru líka klók og finna leiðir fram hjá þeim hömlum sem foreldrar setja. Það virðist þó, því miður, vera í sumum tilfellum svo að foreldrar gleymi eftirliti með þessum þætti í lífi barnanna. Þar getum við sem samfélag bætt okkur með því að fræða og benda á grafalvarlegar hætturnar sem leynast í tækjunum eins og hefur verið gert í fjölmiðlum á síðustu vikum. Til þess að breyting eigi sér stað þurfum við að hafa hátt um þessi mál. Við þurfum líka að líta inn á við hvert og eitt okkar, skoða eigin hegðun og bæta hana ef við á. Hvað getum við gert akkúrat núna til þess að taka þátt í þessari breytingu í samfélaginu? Setjum mörk frá því að börnin sýna tækjunum áhuga – eftir því sem börnin verða eldri verður erfiðara (þó ekki ógerlegt) að breyta reglum. Því er gott að hafa í huga að byrja snemma að setja börnum mörk í umgengni við skjátæki. Börn vilja ramma og þau hafa ekki heilaþroska til þess að stjórna ákvörðunum í tengslum við skjánotkun sína. Eigum samtöl við börnin – eigum opin samtöl um skjánotkun, látum skjánotkun þeirra okkur varða, sýnum áhugamálum þeirra, t.d. tölvuleikjum eða myndbandagerð áhuga og tökum jafnvel þátt í þeim. Með því erum við að styrkja tengslin við börnin okkar. Sterk tengsl á milli foreldra og barna auka líkur á því að þau leyti til okkar ef upp koma vandræði eða vanlíðan í tengslum við skjátækin. Við þurfum að eiga endurtekin samtöl um skjánotkunina, ræða kosti og galla um forrit og leiki, eiga samtölin um samskipti við aðra í tækjum, hvernig við viljum birtast í netheimum og hvernig við getum stuðlað að jákvæðri notkun. Fáum börnin með okkur í lið við að búa til reglur – í lögum stendur að börn eigi rétt á að segja skoðanir sínar og að tekið sé tillit til skoðanna þeirra. Ef þau taka þátt í ákvarðanatöku getur það ýtt undir sjálfstæði þeirra og þeim finnst að þau hafi eitthvað um líf sitt að segja. Ef börnin taka þátt í að setja reglur aukast að sama skapi líkur á að þau verði sátt við þær. Reglur þurfa að vera í samræmi við aldur og þroska barnanna og þær þurfa að vera í stöðugri skoðun. Í viðmiðum Embætti landlæknis o.fl. um skjánotkun fyrir ungmenni eru hugmyndir að umræðupunktum fyrir foreldra og ungmenni til að móta reglur um skjánotkun. Skipuleggjum gæðastundir – skipuleggjum stundir með fjölskyldunni og ákveðum í sameiningu hvaða stundir dagsins eiga að vera skjálausar. Hvetjum börnin til þess að taka virkan þátt í þessu skipulagi og fáum þau til þess að koma með hugmyndir að skemmtilegri afþreyingu fyrir alla fjölskylduna. Hugum að eigin skjánotkun – við könnumst öll við orðatiltækið ,,börnin læra það sem fyrir þeim er haft“ og er umgengni við skjátækin þar engin undantekning. Vísbendingar eru um að ef börn sjá foreldra sína mikið í skjátækjum og eiga jafnvel erfitt með að ná athygli þeirra eru þau líklegri til þess að verja meiri tíma við skjá en börn foreldra sem eru síður með tækin á lofti í návist barnanna. Lítum inn á við og veltum því fyrir okkur hvernig fyrirmyndir við erum. Af hverju ættum við að banna börnunum okkar að gera eitthvað ef við gerum það svo sjálf fyrir framan þau? Eðlilega finnst börnum það ósanngjarnt og það myndi okkur finnast líka ef við værum í þeirra sporum. Veltum fyrir okkur hversu löngum tíma við verjum sjálf í tækjum í frítíma okkar og íhugum hvernig við tölum um náungann í raunheimum og í tækjunum. Börnin eru alltaf með ,,á upptöku“. Leitum aðstoðar – ef við upplifum að við séum ekki lengur við stjórnvölinn gerum þá eitthvað í því. Setjum okkur í samband við fagaðila, leitum ráða hjá skólanum, bæjarfélaginu, heilsugæslustöðvum eða foreldrasamtökum. Við erum ekki ein í þessum sporum, þessi nýja tækni er krefjandi fyrir okkur öll og það sýnir mikinn styrk að sækjast eftir viðeigandi stuðningi. Að fá aðstoð þýðir ekki að við séum slæmir foreldrar heldur þvert á móti – við erum góðir foreldrar sem viljum halda áfram að bæta okkur með hag barna okkar í brjósti. Skjánotkun er ekki tabú. Ef barnið okkar lendir í vandræðum í tengslum við skjánotkun hvort sem um er að ræða vegna vanlíðanar, svefntruflanna, er þolandi eða gerandi í eineltismáli eða af öðrum ástæðum, tölum þá saman og finnum lausnir alveg eins og við myndum gera ef börnin okkar gleyma umferðarreglunum. Með því að takast á við vandann eða vinna stöðugt að því að kenna barninu að umgangast tækin á jákvæðan hátt – þannig tökum við ábyrgð. Höfundur er doktorsnemi í Heilbrigðisvísindum og foreldra- og uppeldisráðgjafi hjá Heilsu- og sálfræðiþjónustunni.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun