Fagbréf atvinnulífsins – sýnileiki og vottun Eyrún Björk Valsdóttir skrifar 28. október 2022 17:01 Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Fræðslumiðstöð atvinnulífsins heldur afmælisfund sinn þriðjudaginn 1. nóvember. Tilefnið er 20 ára afmæli Fræðslumiðstöðvarinnar og er yfirskrift fundarins Fagbréf atvinnulífsins – Verkfæri til framtíðar. Fagbréf atvinnulífsins eru afrakstur samstarfs Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA), sem Fræðslumiðstöð atvinnulífsins (FA) stýrði. Árið 2018 hófst tilraunaverkefni um raunfærnimat á móti viðmiðum atvinnulífsins þar sem sérstaklega var horft til starfa sem ekki krefjast formlegrar menntunar og eru líkleg til að taka miklum breytingum í náinni framtíð. Um var að ræða störf í framleiðslu, verslun og þjónustu, ferðaþjónustu og opinberri þjónustu. Í nánu samstarfi við fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar og atvinnulífið, var svo unnið að gerð hæfniviðmiða, framkvæmd raunfærnimats, starfsþjálfun út frá niðurstöðum og í fimm störfum. Þeir sem tóku þátt í verkefninu fengu staðfestingu á færni sinni með útgáfu Fagbréfs. Sú endurgjöf gerði að verkum að þeir upplifðu sig öruggari í daglegum verkefnum sínum. Þá fengu fyrirtæki betri yfirsýn yfir færni starfsfólks og uppbygging hennar varð markvissari, starfsþróunarmöguleikar sýnilegri og starfsmannasamtöl árangursríkari. Verkefnið er í samræmi við stefnu Alþjóðavinnumálastofnunarinnar (ILO) sem hefur lagt fram tilmæli um að innan símenntunarkerfa verði aukin áhersla lögð á öflug ferli til að staðfesta og viðurkenna færni sem aflað er eftir fjölbreyttum leiðum; formlegum, óformlegum og formlausum. ILO leggur jafnframt áherslu á að slík færni sé vottuð út frá hæfniviðmiðum. Þá geta Fagbréf atvinnulífsins verið leið til að jafna stöðu fólks sem kemur frá öðrum löndum og eflt stöðu þess á vinnumarkaði. Að auka hæfni á vinnumarkaði og gera hana sýnilegri er mikilvægt ásamt því að tryggja að hæfnin sé í samræmi við þarfir atvinnulífsins og vænta þróun í efnahagslífinu á komandi árum. Breytingar eru að verða á atvinnulífi og vinnumarkaði sem færa okkur í senn nýjar áskoranir og tækifæri, bæði fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Tækniþróun, aukinn fjöldi innflytjenda á vinnumarkaði, breytt aldurssamsetning þjóðarinnar og menntunarstaða eru meðal þeirra þátta sem horfa þarf til. Fagbréf atvinnulífsins byggja á samstarfi starfsfólks og fyrirtækis eða stofnunar. Megin forsenda er að til staðar sé starfsreynsla hjá þátttakendum og starfsþjálfun í boði ef þörf er á. Hæfniviðmið fyrir störf eru unnin þvert á störf til að ýta undir notagildi og traust á niðurstöðum. Mikil tækifæri eru fólgin í Fagbréfum atvinnulífsins og mikilvægt að allir hlutaðeigandi haldi áfram á þeirri braut sem þegar hefur verið vörðuð með þessu verkefni. Höfundur er formaður stjórnar Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar