Taka í notkun húsnæði fyrir allt að hundrað karlmenn á flótta Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. október 2022 14:39 Gylfi Þór Þorsteinsson leiðir teymi sem heldur utan um komu flóttafólks. Vísir/Vilhelm Vonir standa til að í þessari viku verði húsnæði tekið í notkun sem gæti hýst allt að hundrað karlmenn sem koma til landsins einir á ferð í leit að vernd. Þetta segir aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks. Mikið kapp sé lagt á að leysa fjöldahjálparstöð af hólmi og til skoðunar er að taka fleiri hús á leigu. Hann segir að allt sé hægt „hið ómögulega taki bara aðeins lengri tíma.“ Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Eitt af stóru viðfangsefnum stjórnvalda vegna komu flóttafólks er að leysa húsnæðisvanda þess. Gylfi Þór Þorsteinsson, aðgerðastjóri yfir móttöku flóttafólks, hefur áður sagt að fjöldahjálparstöð sé ekki góð lausn til lengri tíma og því séu ýmsir möguleikar í skoðun. „Við erum vonandi að taka í notkun í þessari viku húsnæði þar sem við getum hýst allt að hundrað karlmenn sem eru einir á ferð en þar að auki erum við að skoða húsnæði sem húseigendur hafa veri að benda okkur á. Þetta er allt saman húsnæði sem rúmar fimmtíu manns eða fleiri. Við erum eingöngu að skoða þá húsnæði sem Vinnumálastofnun mun nýta til skamms tíma eða í þessar átta vikur sem fólk er hýst í þeim úrræðum og þetta erum við að gera til að leysa fjöldahjálparstöðina af hólmi, vonandi fyrr en síðar en hvenær það verður er svolítið erfitt að segja vegna þess að þetta er allt á skoðunarstigi hjá okkur“ Sumt af því húsnæði sem verið er að skoða að taka á leigu kemst mögulega aldrei í notkun ef samningar nást við fleiri sveitarfélög um að taka á móti flóttafólki. „Vegna þess að það er nú töluverður hópur fólks sem færi þangað yfir. Einhverjir munu síðan vera á eigin vegum og útvega sér húsnæði sjálft á hinum almenna leigumarkaði.“ Staðan heilt yfir sé þó ágæt. „Við erum ekkert að horfa fram af bjargbrúninni eða neitt slíkt. Þetta er náttúrulega töluverður fjöldi sem komið hefur. Við erum komin yfir 3.300 umsækjendur um alþjóðlega verndvernd á árinu og þar af eru 1.942 frá Úkraínu. Þetta er náttúrulega miklu miklu meira en áður hefur verið en við höfum náð að sinna þessu ágætlega hingað til og við ætlum að halda því áfram. Það er ekkert launugamál að það er aðeins þyngra. En eins og ég hef sagt oft áður það er allt hægt; hið ómögulega tekur bara aðeins lengri tíma.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54 Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00 Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Á níunda tug flóttamanna hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni Á níunda tug hafa gist í fjöldahjálparstöðinni í Borgartúni frá því að hún var opnuð fyrir viku síðan. Stöðin er tímabundið úrræði á vegum Rauða krossins fyrir flóttafólk sem kemur hingað til lands á meðan langtímaúrræði á vegum ríkis og sveitarfélaga er fundið. 11. október 2022 06:54
Stressuð að byrja í íslenskum skóla Hin fimmtán ára Yeva frá Úkraínu kveðst stressuð fyrir því að byrja í íslenskum skóla. Hún byrjar á mánudaginn og bindur vonir við að skólagangan verði góð. Úkraínumenn á Íslandi blésu í dag til hátíðar í Kolaportinu í Reykjavík í þakkarskyni fyrir góðar móttökur og stuðning Íslendinga. 8. október 2022 23:00
Fleiri sveitarfélög þurfa að veita flóttafólki skjól Sveitarfélög þurfa að skjóta skjólshúsi yfir flóttafólk í auknum mæli til þess að ekki þurfi að starfrækja lengi sérstaka fjöldahjálpastöð fyrir það, að sögn fulltrúa Rauða krossins á Íslandi. Unnið er að opnun fyrstu stöðvar þessarar tegundar hér á landi. 4. október 2022 22:32