Koma snjalltæki í veg fyrir samverustundir á þínu heimili? Unnur Arna Jónsdóttir, Hrafnhildur Sigurðardóttir og Ingrid Kuhlman skrifa 27. október 2022 08:31 Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfélagsmiðlar Börn og uppeldi Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Snjalltæki eru orðin órjúfanlegur hluti af lífi barna og ungmenna, hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Börn nú til dags alast upp í stafrænum heimi. Í rannsókn Steingerðar Ólafsdóttur frá árinu 2017 á börnum 0-8 ára kom fram að um 56% barna hafa aðgengi að spjaldtölvu strax við eins árs aldur. Skjánotkun barna eykst síðan með hækkandi aldri og í aldurshópunum 2-4 ára notar 71% þeirra spjaldtölvu einhvern tímann en deilir snjalltækjum með öðrum á heimilinu. Við fimm ára aldur aukast líkur á að börn eignist sín eigin snjalltæki. Samkvæmt nýlegum niðurstöðum Rannsókna og greiningar verja 48% stelpna í áttunda bekk, 54% í níunda og 58% í tíunda þremur klukkustundum eða meira á dag á samfélagsmiðlum. Hjá strákum eru hlutföllin 24% í áttunda bekk, 30% í níunda bekk og 29% í tíunda bekk. Þá eru eftir tölvuleikir, myndbönd, þættir og myndir. Það er því ljóst að börnin okkar eyða gríðarlegum tíma í snjalltækjum. Jákvæð áhrif en líka skuggahliðar Þó að áhrif snjalltækja séu að mörgu leyti jákvæð og bjóði upp á ýmis tækifæri fyrir börn og ungmenni til samskipta og lærdóms, hafa þau einnig sínar skuggahliðar. Óhófleg notkun getur leitt til þess að samverustundum fjölskyldunnar fækkar og nándin á heimilinu minnkar, börn og ungmenni fá ekki nægan svefn og mæta því úrvinda í skólann. Talið er að ungt fólk þurfi að minnsta kosti 9 tíma svefn en samkvæmt niðurstöðum Rannsókna og greiningar sofa alltof mörg börn á unglingastigi um 7 klukkustundir eða minna, sem þýðir að þau vantar um tveggja tíma svefn á hverri nóttu. Kvíði og vanlíðan eykst í kjölfarið og getur orðið að vítahring sem erfitt er að vinda ofan af. Frumkvæði, drifkraftur og félagsleg virkni verður minni fyrir vikið og mörg finna þau fyrir neikvæðum samanburði, einangrun og einmanaleika. Hlutverk foreldra Margir foreldrar upplifa óöryggi við að setja snjalltækjanotkun barna sinna heilbrigð mörk þannig að hún bitni ekki á heilsu þeirra, svefni, samskiptum og líðan. Því fylgir nefnilega ábyrgð að gefa barni snjalltæki. Að banna skjánotkun er ekki lausnin því það getur leitt til þess að börn einangrist félagslega eða verði fyrir einelti. Miklu fremur snýst þetta um að kenna þeim að umgangast tækin og ræða hvað sé hæfilegt og hvað ekki. Hlutverk foreldra er að stuðla að því að börn læri að stjórna eigin skjánotkun og þekki eigin mörk. Auk þess er líka mikilvægt að foreldrar skapi tíma fyrir uppbyggilegar samverustundir án snjalltækja og aðstoði börnin við að finna ánægju fjarri skjánum. Sköpum snjalltækjalausar samverustundir.Istock Foreldrar eru mikilvægasta fyrirmynd barna sinna og snjalltækjanotkun þeirra hefur því bein áhrif á hversu miklum tíma börn þeirra eyða í snjalltækjum. Ef foreldrar eiga sjálfir erfitt með að slíta sig frá snjalltækjum sínum er auðvelt að ímynda sér hversu erfitt það hlýtur að vera fyrir barn að gera slíkt hið sama. Skjálausar stundir Til að skapa ánægjulegar og snjalltækjalausar samverustundir er lykilatriði að auka núvitund á hverjum degi, til dæmis með því að takmarka snjalltækjanotkun í matartímum, salernisferðum, kósýkvöldum, útiveru og samveru. Gott er að æfa sig í að vera án þess að gera nokkuð annað á meðan, á hverjum degi. Við mælum með því að taka snjalltækjalausan dag í hverri viku og jafnvel snjalltækjalausa helgi og eiga í staðinn nærandi samverustundir. Tilvalið er að nota tækifærið við matarborðið og hvetja alla fjölskyldumeðlimi til að deila einhverju jákvæðu, fyndnu, hrósi eða lærdómsmola. Einnig er gott að hvetja börn til að gefa sér tíma daglega til að leggja rækt við styrkleika sína. Ef þau eiga erfitt með að finna lausa stund getur verið gott að nota styrkleikaæfingar sem mótvægi við snjalltækjanotkun. Þá fá þau afmarkaðan tíma, til dæmis 30-60 mínútur, í tölvu eða snjalltæki og nota síðan sömu tímalengd til að fjárfesta í sjálfum sér með því að velja einn af styrkleikum sínum og þjálfa sig betur í honum. Símalaus sunnudagur Sunnudaginn 30. október standa félagasamtökin Barnaheill fyrir símalausum sunnudegi til að vekja foreldra og aðra til umhugsunar um snjalltækjanotkun innan heimilisins og þau áhrif sem tækin geta haft á samverustundir fjölskyldunnar. Við hvetjum landsmenn til að taka þátt. Frekari upplýsingar er að finna á www.simalaus.is Unnur Arna Jónsdóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir eru eigendur Hugarfrelsis og Ingrid Kuhlman er leiðbeinandi og ráðgjafi hjá Þekkingarmiðlun. Saman eru þær höfundar bókarinnar Vellíðan barna: Handbók fyrir foreldra.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun