Ronaldo var ónotaður varamaður og yfirgaf Old Trafford fyrir leikslok Atli Arason skrifar 19. október 2022 23:00 Ronaldo á varamannabekk Manchester United í kvöld. Getty Images Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, virtist vera ósáttur með stöðu mála og yfirgaf leikvöllinn áður en lokaflautið gall í sigri United gegn Tottenham í stórleik umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni. Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo. Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Ronaldo sat allan leikinn á varamannabekk United og rauk inn í búningsklefa liðsins án þess að fagna með liðsfélögum sínum eftir sigurinn á Tottenham. Leikmannagangurinn á Old Trafford er ólíkt öðrum völlum á Englandi í horni leikvangsins og því urðu allir viðstaddir varir við það þegar Ronaldo gékk með fram hliðarlínunni og inn í klefa í kringum 90. mínútu leiksins. Cristiano Ronaldo went to the tunnel before the game ended against Tottenham 😬(via @TelemundoSports)pic.twitter.com/nYwKlpKiSd— B/R Football (@brfootball) October 19, 2022 Með athæfi sínu er Ronaldo að ná flestum fyrirsögnum breska fjölmiðla eftir leikinn og dregur það athyglina frá sigri Manchester United gegn öflugu liði Tottenham en Manchester United er einungis einu stigi frá Meistaradeildarsæti eftir sigurinn, þrátt fyrir slæma byrjun liðsins á tímabilinu. Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, vildi eðlilega ekki ræða Ronaldo þegar blaðamenn spurðu hann út atvikið eftir leik. „Ég vil hafa fókusinn á liðið en þetta var mögnuð frammistaða hjá öllum gegn góðu liði Tottenham. Til að svara spurningunni um Ronaldo þá mun ég eiga við það mál á morgun, ekki núna,“ svaraði Ten Hag aðspurður út í Ronaldo. Er þetta ekki í fyrsta skipti sem Ronaldo yfirgefur leikvanginn áður en leikur liðsins er flautaður af en Ronaldo gerði slíkt hið sama á undirbúningstímabili liðsins og vakti það mikla athygli á sínum tíma. „Ég skil gremju hans að fá ekki að taka þátt í leiknum en ef þú horfir á stóru myndina þá var liðið hans að sýna mjög góða frammistöðu í kvöld,“ sagði markahrókurinn Alan Shearer, sparkspekingur hjá Amazon Prime, um athæfi Ronaldo.
Enski boltinn Deila Ronaldo og Manchester United Tengdar fréttir Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45 Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00 Mest lesið „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel Körfubolti Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Fótbolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Fótbolti Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti KA sótti sigur á Ísafjörð og Stjarnan þurfti framlengingu Handbolti Fleiri fréttir Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Sjá meira
Manchester United færist nær Meistaradeildarsæti eftir sigur á Tottenham Manchester United vann 2-0 sigur á Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Sigur United færir þá aðeins einu stigi frá efstu fjórum sætum deildarinnar eftir erfiða byrjun á tímabilinu. 19. október 2022 21:45
Ferdinand: Ronaldo verður bálreiður með bekkjarsetu Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segir að Cristiano Ronaldo sé og verði öskureiður með að sitja á varamannabekk liðsins. 30. ágúst 2022 07:00