Köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar Natan Kolbeinsson skrifar 18. október 2022 11:01 Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu. Fjölskyldan er ekki endilega mamma, pabbi og börn sem búa saman, jafnvel með afa og ömmu, líkt og tíðkaðist á tímum afa okkar og ömmu. Fjölskylduheildin er orðin mun fjölbreyttari. Vinir okkar og skyldmenni eru ekki endilega að festa sig við einn maka heldur hafa fundið hamingjuna með mörgum einstaklingum. Fleiri og fleiri eru að opna sambönd sín fyrir því að eiga rekkjunauta utan sambandsins. Allt eru þetta hlutir sem voru mikið tabú fyrir ekki alltof mörgum árum. Á tímum þar sem einstaklingar kjósa að haga lífi sínu og hvernig þau skilgreina fjölskyldu sína og sitt nánasta fólk á fjölbreyttari hátt en áður er kannski kominn tími til þess að ríkið endurskoði hvernig aðkoma þess er að lífi fólks og fjölskyldum, jafnvel hvort ríkið eigi yfirhöfuð að skipta sér að því hvernig við ákveðum að haga hjúskap okkar og ást. Í öllu sem ríkisvaldið gerir, hvort sem það er að skilgreina erfðarétt, veita húsnæðisbætur, aðgengi að úrræðum til að auðvelda fólki að eignast fasteign eða ákveða umgengni við börn, miðast allt út frá því að einstaklingar séu í vel skilgreindu hjónabandi við aðeins einn annan einstakling. Er ekki kominn tími á það að ríkið fari að ganga á sama hraða og samfélagið sem það á að sjá um og viðurkenna að við erum ekki öll vísitölufjölskylda, heldur kemur líf okkar í alls konar gerðum. Er kannski kominn tími á að við köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar og byrjum að taka á móti fólki eins og það það er í allri sinni dýrð? Höfundur er ritari Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Natan Kolbeinsson Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Við lifum á fordæmalausum tímum er setning sem við höfum heyrt oft á síðustu árum. Þetta á ekki bara við um alla þá fordæmalausu atburði og tækniframfarir sem við höfum upplifað undanfarin ár heldur hafa einnig orðið verulegar breytingar í okkar nánasta umhverfi; hvernig við skilgreinum og hugsum um fjölskylduna okkar og hver tilheyrir þeirri einingu. Fjölskyldan er ekki endilega mamma, pabbi og börn sem búa saman, jafnvel með afa og ömmu, líkt og tíðkaðist á tímum afa okkar og ömmu. Fjölskylduheildin er orðin mun fjölbreyttari. Vinir okkar og skyldmenni eru ekki endilega að festa sig við einn maka heldur hafa fundið hamingjuna með mörgum einstaklingum. Fleiri og fleiri eru að opna sambönd sín fyrir því að eiga rekkjunauta utan sambandsins. Allt eru þetta hlutir sem voru mikið tabú fyrir ekki alltof mörgum árum. Á tímum þar sem einstaklingar kjósa að haga lífi sínu og hvernig þau skilgreina fjölskyldu sína og sitt nánasta fólk á fjölbreyttari hátt en áður er kannski kominn tími til þess að ríkið endurskoði hvernig aðkoma þess er að lífi fólks og fjölskyldum, jafnvel hvort ríkið eigi yfirhöfuð að skipta sér að því hvernig við ákveðum að haga hjúskap okkar og ást. Í öllu sem ríkisvaldið gerir, hvort sem það er að skilgreina erfðarétt, veita húsnæðisbætur, aðgengi að úrræðum til að auðvelda fólki að eignast fasteign eða ákveða umgengni við börn, miðast allt út frá því að einstaklingar séu í vel skilgreindu hjónabandi við aðeins einn annan einstakling. Er ekki kominn tími á það að ríkið fari að ganga á sama hraða og samfélagið sem það á að sjá um og viðurkenna að við erum ekki öll vísitölufjölskylda, heldur kemur líf okkar í alls konar gerðum. Er kannski kominn tími á að við köstum hjónabandinu á öskuhauga sögunnar og byrjum að taka á móti fólki eins og það það er í allri sinni dýrð? Höfundur er ritari Uppreisnar - ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Skoðun Heilbrigðiskerfið okkar á rætur að rekja til tíma þar sem þjónustan var að mestu mótuð af körlum Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar