Stjórn Prestafélagsins fundar í dag í skugga afsagnar formanns Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. október 2022 14:34 Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Vísir/Vilhelm t.v. Kirkjan.is t.h. Stjórn Prestafélags Íslands fundar í dag um næstu skref nú í kjölfar þess að formaður félagsins hefur sagt af sér eftir vantraustsyfirlýsingu prestvígðra kvenna. Varaformaður félagsins segir forgangsmál að lægja öldurnar. Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“ Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Arnaldur Bárðarson tilkynnti um afsögn sína sem formaður Prestafélagsins í fyrradag eftir að Félag prestvígðra kvenna steig fram og lýsti yfir vantrausti vegna umdeildra ummæla sem hann lét falla um viðkvæm mál í viðtali hjá Útvarpi Sögu. Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Séra Eva Björk Valdimarsdóttir, varaformaður Prestafélags Íslands, segir að stjórnin muni hittast á fundi í dag til að ræða um næstu skref. „Við þurfum að lægja öldurnar og græða sár og svo getum við farið að einbeita okkur að því hver næstu skref eru; hvernig við viljum hafa félagið okkar í framtíðinni og hvaða menningu við viljum hafa þar.“ Eva var spurð hvort hún hefði íhugað að gefa formlega kost á sér í formannsembættið. „Félag Prestvígðra kvenna lýsti vantrausti á formanninn ekki á stjórnina þannig að ég held að stjórnin sitji bara traust og næstu skref eru bara að ákveða hvenær er góður tími til að halda auka aðalfund til þess að kjósa nýjan formann. Ég hef ekki sóst eftir því að vera formaður en ég vil heldur ekki skorast undan því á meðan staðan er svona í félaginu. Við þurfum að meta stöðuna hvernig hún er í félaginu og hvað er best fyrir okkar félagsfólk núna.“ Arnaldur sagði að það kynni ekki góðri lukku að stýra að félagið væri hvort tveggja í senn, fagfélag og stéttarfélag og hvatti félagsmenn til að elta sig yfir í Fræðagarð. „Mér finnst þetta mjög leiðinlegt að hann sé að hvetja fólk til að segja sig úr félaginu við þessar aðstæður. Það má alveg taka þá umræðu hvort okkur sé betur borgið sem stéttarfélag innan Fræðagarðs og að semja við okkar vinnuveitendur þar en það er eitthvað sem við ætlum ekki að gera þegar staðan er svona í félaginu. Við þurfum bara að fyrst að lægja öldurnar, skoða málin vel og skoða hvaða kostir eru í stöðunni og svo þurfum við bara að leggja það fyrir fund félagsmanna og það er best að félagið taki þessa ákvörðun í sameiningu.“
Trúmál Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35 Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11 Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Formaðurinn segir af sér og er hættur í Prestafélaginu Arnaldur Bárðarson hefur tilkynnt afsögn sína sem formaður Prestafélags Íslands. Þá hefur hann sagt sig úr félaginu og gengið til liðs við Fræðagarð. Hann hvetur alla presta til að gera slíkt hið sama. 13. október 2022 10:35
Vantraustsyfirlýsing kvenpresta byggð á „hreinum rangfærslum og lygi“ Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segir vantraustsyfirlýsingu Félags prestvígðra kvenna gagnvart honum byggða á lygum. Hún sé ómarktæk. Hann gengst þó við mistökum í viðtali við Útvarp sögu, sem vantraustsyfirlýsingin snýr meðal annars að. 16. september 2022 12:11
Krefjast afsagnar formanns Prestafélagsins vegna viðtals við Útvarp sögu Félag prestvígðra kvenna krefst þess að Arnaldur Bárðarson formaður Prestafélags Íslands segi af sér vegna ummæla hans í viðtali við Útvarp sögu á dögunum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu félags Prestvígðra kvenna sem gefin er út eftir fund félagsins í Langholtskirkju í gær. 16. september 2022 11:15