„Óboðleg staða“ í Vestmannaeyjum Bjarki Sigurðsson skrifar 14. október 2022 11:07 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar. Vísir/Bjarni Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar segir að samgöngur milli eyja og lands séu óboðlegar þessa stundina. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af á meðan sá síðarnefndi er í slipp. Herjólfur III er tvisvar búinn að bila í þessari viku. Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris. Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Herjólfur III leysir nú af Herjólf IV á meðan hann er í slipp og hefur gert það síðan á mánudaginn. Á þeim tíma hefur skipið tvisvar bilað en í dag mun hann ekki sigla til Landeyjahafnar heldur til Þorlákshafnar. Einungis ein ferð verður á milli í staðinn fyrir fimm eins og venjan er. „Eins og þú getur ímyndað þér, þá erum við ekki ánægð. Herjólfur III er að leysa Herjólf IV af. Hann hentar illa til siglinga í höfnina sem er ekki búið að dýpka nógu mikið fyrir hann. Svo er ekkert áætlunarflug þannig við erum með óboðlegar samgöngur í augnablikinu,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, í samtali við fréttastofu. Gamli Herjólfur mun sigla í dag á meðan áhafnir nýja Herjólfs eru í verkfalli.Vísir/Vilhelm Um þessar mundir er skólafrí í grunnskólanum í Vestmannaeyjum og margir sem sækja ýmsa þjónustu til Reykjavíkur, til dæmis læknisþjónustu. Íris segir ástandið hafa gríðarleg áhrif á samfélagið. „Þessi staða sem er uppi núna hefur verið í gangi þessa viku. Herjólfur byrjar að sigla Herjólfi þriðja á mánudaginn og það er búið að vera bras á samgöngum síðan þá. Tvær bilanir í skipinu. Við höfum óskað eftir því að það verði brugðist við með því að setja upp flug á meðan staðan er svona. Við erum að bíða viðbragða við því. Við erum löngu búin að biðja um það, það eru margar vikur síðan við bentum á að það þyrfti að tryggja dýpkun fyrir Herjólf III,“ segir Íris. Herjólfur siglir í dag eina ferð til Þorlákshafnar og enga til Landeyjahafnar.Vísir/Vilhelm Flug milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur er ekki styrkt af ríkinu og sjá einkaaðilar sér ekki hag í því að gera það af markaðsforsendum. Aðeins er búið að ákveða að Herjólfur III sigli eina ferð í dag og siglir hann til Þorlákshafnar í staðinn fyrir Landeyjahöfn. „Þú getur ímyndað þér hvernig það er þegar margir vilja ferðast. Það er ekki í lagi að bjóða okkur upp á þetta. Þessar samgöngur til Vestmannaeyja eru á ábyrgð ríkisins og Vegagerðarinnar. Þau þurfa bara að gera betur,“ segir Íris.
Vestmannaeyjar Samgöngur Vegagerð Herjólfur Hafnarmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira