Ísland alltaf kallað hana aftur heim Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. október 2022 10:31 Listakonan Temma Bell er dóttir Louisu Matthíasdóttur en samsýning á verkum þeirra mæðgna opnar í Listheimum í dag. Myndin er tekin af dóttur Temmu, ljósmyndarann Völu Kjarval. Vala Kjarval Listakonan Temma Bell er stödd á Íslandi um þessar mundir en í dag opnar mæðgnasýningin „HEIM“ þar sem sýnd verða verk eftir hana og móður hennar, Louisu Matthíasdóttur, í nýju sýningarrými í Listheimum. Blaðamaður hitti Temmu í kaffi og fékk að heyra nánar frá listinni, lífinu og órjúfanlegum tengslum hennar við Ísland. View this post on Instagram A post shared by Vala Kjarval (@valakjarval) Á sýningunni, sem er til húsa í Súðarvogi 48, má meðal annars finna listaverk eftir Louisu Matthíasdóttur sem hafa ekki sést áður á Íslandi. Temma hefur séð um safneign foreldra sinna, Louisu og listamannsins Leland Bell, og sett upp ýmsar sýningar með verkum þeirra. Sýningin HEIM er fjórða listasýning Temmu hérlendis en hún hefur málað í yfir hálfa öld og verið búsett í Bandaríkjunum að mestu leyti yfir ævina. View this post on Instagram A post shared by Listheimar (@listheimar) Listræn arfleifð „Ég hef ekki málað eins mikið og vant er á þessu ári því ég hef verið að standa í sýningum úti,“ segir Temma, sem nú síðast vann að sýningu með verkum föður síns, Leland Bell, í New York. „Fyrst var mamma með tvær sýningar í New York, svo var samsýning á landslagsverkum, ég var með einkasýningu í maí og júní og eftir það byrjaði ég á sýningunni hans pabba og sú sýning stendur enn. Að auki er ég í þessari sýningu hér heima svo ég er bara búin að vera stanslaust umkringd myndum og að reyna að gera mér grein fyrir hvað á að fara hvert og allt svona. Svoleiðis að ég hef eitthvað málað en ekki eins mikið og vant er.“ Hún bætir við að það sé dálítil vinna að halda utan um öll verkin. Sýning föður hennar er staðsett í New York Studio School á áttundu götu í New York, þar sem hann kenndi fyrir löngu. „Pabbi hefði orðið 100 ára í ár og því var mikilvægt að hafa þessa sýningu. Við vorum með sýninguna hennar mömmu árið 2017 á Kjarvalsstöðum, ég var að vinna að henni og svo vildi ég gera það sama fyrir pabba.“ Búskapur í Bandaríkjunum Temma er búsett í New York fylki. „Maðurinn minn er bóndi núna. Þegar ég kynntist honum hér í Reykjavík árið 1976 þá var hann keramiker og hann starfaði við það fyrst þegar við vorum úti. Við bjuggum í Warwick sem var nær borginni en núna búum við í Delhi sem er um þriggja tíma keyrsla frá New York borg.“ Málað heim eftir Temmu Bell.Aðsend Sterk tenging við Ísland Temma segist alltaf hafa fundið sterkar rætur hér á Íslandi og mikil tengsl. „Ég kom hingað fyrst þegar ég var eins árs með flugvél sem lenti á sjónum,“ rifjar Temma upp. Það var í kringum 1946 en Temma er sjálf fædd árið 1945. „Við vorum þá hjá afa og ömmu á Sólvallagötu,“ segir Temma en það var í eina skipti sem hún hitti afa sinn því hann lést áður en Temma náði að koma aftur. Hún segir Íslands dvölina alltaf hafa verið ánægjulega. „Ég hef alltaf komið og það hefur haft mjög sterk áhrif á mig að koma hingað. Því fjölskyldan mín er hérna og fjölskyldan mín úti er ekki svo stór. Í Bandaríkjunum býr fólk meira á víð og dreif, maður fær ekki eins mikil tengsl við þau þar eins og hér. Ég er svo mikil fjölskyldumanneskja, mér finnst svo skemmtilegt að hitta fjölskylduna mína hér.“ View this post on Instagram A post shared by Vala Kjarval (@valakjarval) Keramik og ást Temma eyddi sumri hér þegar hún var átján ára gömul og starfaði við Gullfoss. Hún játar því að listsköpun hennar endurspegli ræturnar við Ísland. „Ég kom ekki í nokkur ár og mér fannst það erfitt. Svo loksins kom ég aftur og ég er búin að vera hér reglulega síðan. Ég kynntist svo manninum mínum á Íslandi og við bjuggum hér í nokkur ár. Hann var að gera keramik og ég fékk að vinna við leir þá en ég var farin að vinna dálítið í keramik úti.“ Amma Temmu lést árið 1964 og segir hún það hafa mikil áhrif á móður sína. „Mamma kom alltaf heim til mömmu sinnar og svo fannst henni erfiðara að koma heim. Hún gat ekki komið eins mikið heim því mamma hennar var farin.“ Heimili á Íslandi Temma hefur gjarnan heillast að íslensku náttúrunni í listsköpun sinni og ákvað að festa rætur hér að einhverju leyti. „Ég ákvað að það væri sniðugt að fá íbúð sem fjölskyldan gæti komið í og við fengum íbúð á Kleppsveginum. Þar var hægt að mála Esjuna en það voru ekki svona margar byggingar í kring þá. Við Ingimundur giftumst og fluttum svo í hús á Ránargötu en við bjuggum þar í fimm ár. Á Ránargötu fór ég út að mála og horfði út um þakgluggann. Ég hef alltaf haft mjög sterkar tilfinningar gagnvart Íslandi, ég er líka íslenskur ríkisborgari.“ Esjan máluð af Temmu Bell en litla verkið fyrir neðan er eftir móður hennar, Louisu Matthíasdóttur. Báðar í einkaeigu.Aðsend Temma rifjar upp að móðir hennar hafi þurft að berjast fyrir því að halda íslenskum ríkisborgararétti þegar hún giftist Bandaríkjamanni. „Í þá daga var hugsað að konur myndu bara fylgja manninum og verða þá í hennar tilfelli amerískur ríkisborgari, svo afi fór á þing og sagði þetta gengur ekki. Hún varð aldrei Ameríkani, hún var alltaf íslenskur ríkisborgari.“ Það má því segja að íslenska arfleifðin hafi alltaf verið sterk í fjölskyldu Temmu. Hestur í Ólafsvík eftir Louisu Matthíasdóttur.Aðsend Fjórða sýningin hérlendis Temma er nú að halda sína fjórðu sýningu á Íslandi. „Það var nú Viktor Pétur, eigandi Listheima, sem stakk upp á því. Honum datt í hug að það væri gaman að gera svona mæðgna sýningu. Ég var ekkert að hugsa út í svoleiðis á þessum tíma því ég er búin að vera að halda utan um svo margar sýningar núna undanfarið, en ég ákvað að slá til. Hann spurði og ég sagði bara já.“ Aðspurð hvaðan hún sæki innblástur í listsköpun sína segir Temma: „Fjölskyldu, dýr og landslag. Ég er þó ekki svona týpa eins og plein air fólk sem fer bara út og málar, ég þarf alltaf að eyða tíma á staðnum og finna þetta. Ég þarf að horfa á þetta mikið og lengi og þekkja vel, ég er ekki eins mikið fyrir að mála bara þá og þegar. Ekki að ég sé alltaf hugsandi svoleiðis, en mér þarf að finnast ég þekkja viðfangsefnið. Þess vegna finnst mér gaman að gera fjölskyldu og dýr og svona, það sem er í kringum mig.“ Listin óumflýjanleg Temma segist ekki alltaf hafa ætlað sér að verða listakona. Hún stundaði nám bæði í Bandaríkjunum og í Frakklandi þar sem hún lærði meðal annars um list en sérhæfði sig á einum tímapunkti í frönskum bókmenntum. „Ég ætlaði mér bara að vera í því, ég hafði mikinn áhuga á að lesa frönsku og franskar bókmenntir.“ Temma Bell fann sinn farveg í listinni.Vala Kjarval Þó fór lífið í aðra átt og eftir að hafa eytt tíma í Yale Summer School með föður sínum þar sem hann var að kenna ákvað hún að kýla á að verða listamaður. „Ég fór þangað og var eitthvað að mála og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. Ég komst í listaskóla í Philadelphiu, fór svo til Frakklands með vinkonu minni þar sem við vorum að mála og heimsækja söfn og fer svo aftur til Bandaríkjanna og klára námið.“ Temma segir framhaldsnámið aldrei hafa kallað á sig. „Ég var bara byrjuð að mála og komst inn í svokallað samverka gallerí sem heitir Bowery Gallery en ég hef verið þar nú í 51 ár. Það er svolítið skrýtið að hugsa um þetta núna. Því foreldrar manns voru bæði að mála og mér fannst að ég ætti ekki að vera að gera það, af því þau voru að gera þetta. Ég hugsaði að þetta væri kannski bara eitthvað asnalegt hjá mér. En af því þetta var eitthvað sem ég gat gert þá fannst mér ég verða að gera þetta.“ Opnun á Listheimum Sýningin opnar klukkan sem áður segir í Listheimum í dag og er opið frá 14:00-17:00. Viktor Pétur Hannesson, myndlistarmaður og listfræðingur, er eigandi Listheima en hann stofnaði rýmið með þúsundþjalasmiðnum Lukasz Bogdan Stencel árið 2020 undir nafninu Heimar. Þá voru Heimar fyrst og fremst innrömmunarverkstæði. View this post on Instagram A post shared by Listheimar (@listheimar) „Listheimar verða með reglubundnar myndlistarsýningar á komandi tímum ásamt því að sinna sölumiðlun á listaverkum, ýmist beint frá listamönnum eða í endursölu. Við bjóðum einnig upp á víðtæka þjónustu í tengslum við sýningagerð og sölu listaverka. Eins má nálgast Listheima varðandi sýningarstjórn, textaskrif og fleira og hér er jafnframt starfrækt innrömmunarverkstæði,“ segir Viktor Pétur. Myndlist Menning Tengdar fréttir Byggt fyrir útsýnið úr íbúðinni „Ég gat málað Esjuna úr íbúðinni en nú er búið að byggja fyrir,“ segir listakonan Temma Bell, sem í gær stóð vaktina við Skúlagötu og málaði Esjuna. 28. ágúst 2012 08:00 Afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu á hundrað ára fæðingarafmælinu Borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. 20. febrúar 2017 13:53 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
View this post on Instagram A post shared by Vala Kjarval (@valakjarval) Á sýningunni, sem er til húsa í Súðarvogi 48, má meðal annars finna listaverk eftir Louisu Matthíasdóttur sem hafa ekki sést áður á Íslandi. Temma hefur séð um safneign foreldra sinna, Louisu og listamannsins Leland Bell, og sett upp ýmsar sýningar með verkum þeirra. Sýningin HEIM er fjórða listasýning Temmu hérlendis en hún hefur málað í yfir hálfa öld og verið búsett í Bandaríkjunum að mestu leyti yfir ævina. View this post on Instagram A post shared by Listheimar (@listheimar) Listræn arfleifð „Ég hef ekki málað eins mikið og vant er á þessu ári því ég hef verið að standa í sýningum úti,“ segir Temma, sem nú síðast vann að sýningu með verkum föður síns, Leland Bell, í New York. „Fyrst var mamma með tvær sýningar í New York, svo var samsýning á landslagsverkum, ég var með einkasýningu í maí og júní og eftir það byrjaði ég á sýningunni hans pabba og sú sýning stendur enn. Að auki er ég í þessari sýningu hér heima svo ég er bara búin að vera stanslaust umkringd myndum og að reyna að gera mér grein fyrir hvað á að fara hvert og allt svona. Svoleiðis að ég hef eitthvað málað en ekki eins mikið og vant er.“ Hún bætir við að það sé dálítil vinna að halda utan um öll verkin. Sýning föður hennar er staðsett í New York Studio School á áttundu götu í New York, þar sem hann kenndi fyrir löngu. „Pabbi hefði orðið 100 ára í ár og því var mikilvægt að hafa þessa sýningu. Við vorum með sýninguna hennar mömmu árið 2017 á Kjarvalsstöðum, ég var að vinna að henni og svo vildi ég gera það sama fyrir pabba.“ Búskapur í Bandaríkjunum Temma er búsett í New York fylki. „Maðurinn minn er bóndi núna. Þegar ég kynntist honum hér í Reykjavík árið 1976 þá var hann keramiker og hann starfaði við það fyrst þegar við vorum úti. Við bjuggum í Warwick sem var nær borginni en núna búum við í Delhi sem er um þriggja tíma keyrsla frá New York borg.“ Málað heim eftir Temmu Bell.Aðsend Sterk tenging við Ísland Temma segist alltaf hafa fundið sterkar rætur hér á Íslandi og mikil tengsl. „Ég kom hingað fyrst þegar ég var eins árs með flugvél sem lenti á sjónum,“ rifjar Temma upp. Það var í kringum 1946 en Temma er sjálf fædd árið 1945. „Við vorum þá hjá afa og ömmu á Sólvallagötu,“ segir Temma en það var í eina skipti sem hún hitti afa sinn því hann lést áður en Temma náði að koma aftur. Hún segir Íslands dvölina alltaf hafa verið ánægjulega. „Ég hef alltaf komið og það hefur haft mjög sterk áhrif á mig að koma hingað. Því fjölskyldan mín er hérna og fjölskyldan mín úti er ekki svo stór. Í Bandaríkjunum býr fólk meira á víð og dreif, maður fær ekki eins mikil tengsl við þau þar eins og hér. Ég er svo mikil fjölskyldumanneskja, mér finnst svo skemmtilegt að hitta fjölskylduna mína hér.“ View this post on Instagram A post shared by Vala Kjarval (@valakjarval) Keramik og ást Temma eyddi sumri hér þegar hún var átján ára gömul og starfaði við Gullfoss. Hún játar því að listsköpun hennar endurspegli ræturnar við Ísland. „Ég kom ekki í nokkur ár og mér fannst það erfitt. Svo loksins kom ég aftur og ég er búin að vera hér reglulega síðan. Ég kynntist svo manninum mínum á Íslandi og við bjuggum hér í nokkur ár. Hann var að gera keramik og ég fékk að vinna við leir þá en ég var farin að vinna dálítið í keramik úti.“ Amma Temmu lést árið 1964 og segir hún það hafa mikil áhrif á móður sína. „Mamma kom alltaf heim til mömmu sinnar og svo fannst henni erfiðara að koma heim. Hún gat ekki komið eins mikið heim því mamma hennar var farin.“ Heimili á Íslandi Temma hefur gjarnan heillast að íslensku náttúrunni í listsköpun sinni og ákvað að festa rætur hér að einhverju leyti. „Ég ákvað að það væri sniðugt að fá íbúð sem fjölskyldan gæti komið í og við fengum íbúð á Kleppsveginum. Þar var hægt að mála Esjuna en það voru ekki svona margar byggingar í kring þá. Við Ingimundur giftumst og fluttum svo í hús á Ránargötu en við bjuggum þar í fimm ár. Á Ránargötu fór ég út að mála og horfði út um þakgluggann. Ég hef alltaf haft mjög sterkar tilfinningar gagnvart Íslandi, ég er líka íslenskur ríkisborgari.“ Esjan máluð af Temmu Bell en litla verkið fyrir neðan er eftir móður hennar, Louisu Matthíasdóttur. Báðar í einkaeigu.Aðsend Temma rifjar upp að móðir hennar hafi þurft að berjast fyrir því að halda íslenskum ríkisborgararétti þegar hún giftist Bandaríkjamanni. „Í þá daga var hugsað að konur myndu bara fylgja manninum og verða þá í hennar tilfelli amerískur ríkisborgari, svo afi fór á þing og sagði þetta gengur ekki. Hún varð aldrei Ameríkani, hún var alltaf íslenskur ríkisborgari.“ Það má því segja að íslenska arfleifðin hafi alltaf verið sterk í fjölskyldu Temmu. Hestur í Ólafsvík eftir Louisu Matthíasdóttur.Aðsend Fjórða sýningin hérlendis Temma er nú að halda sína fjórðu sýningu á Íslandi. „Það var nú Viktor Pétur, eigandi Listheima, sem stakk upp á því. Honum datt í hug að það væri gaman að gera svona mæðgna sýningu. Ég var ekkert að hugsa út í svoleiðis á þessum tíma því ég er búin að vera að halda utan um svo margar sýningar núna undanfarið, en ég ákvað að slá til. Hann spurði og ég sagði bara já.“ Aðspurð hvaðan hún sæki innblástur í listsköpun sína segir Temma: „Fjölskyldu, dýr og landslag. Ég er þó ekki svona týpa eins og plein air fólk sem fer bara út og málar, ég þarf alltaf að eyða tíma á staðnum og finna þetta. Ég þarf að horfa á þetta mikið og lengi og þekkja vel, ég er ekki eins mikið fyrir að mála bara þá og þegar. Ekki að ég sé alltaf hugsandi svoleiðis, en mér þarf að finnast ég þekkja viðfangsefnið. Þess vegna finnst mér gaman að gera fjölskyldu og dýr og svona, það sem er í kringum mig.“ Listin óumflýjanleg Temma segist ekki alltaf hafa ætlað sér að verða listakona. Hún stundaði nám bæði í Bandaríkjunum og í Frakklandi þar sem hún lærði meðal annars um list en sérhæfði sig á einum tímapunkti í frönskum bókmenntum. „Ég ætlaði mér bara að vera í því, ég hafði mikinn áhuga á að lesa frönsku og franskar bókmenntir.“ Temma Bell fann sinn farveg í listinni.Vala Kjarval Þó fór lífið í aðra átt og eftir að hafa eytt tíma í Yale Summer School með föður sínum þar sem hann var að kenna ákvað hún að kýla á að verða listamaður. „Ég fór þangað og var eitthvað að mála og þá ákvað ég að þetta væri það sem ég ætlaði að gera. Ég komst í listaskóla í Philadelphiu, fór svo til Frakklands með vinkonu minni þar sem við vorum að mála og heimsækja söfn og fer svo aftur til Bandaríkjanna og klára námið.“ Temma segir framhaldsnámið aldrei hafa kallað á sig. „Ég var bara byrjuð að mála og komst inn í svokallað samverka gallerí sem heitir Bowery Gallery en ég hef verið þar nú í 51 ár. Það er svolítið skrýtið að hugsa um þetta núna. Því foreldrar manns voru bæði að mála og mér fannst að ég ætti ekki að vera að gera það, af því þau voru að gera þetta. Ég hugsaði að þetta væri kannski bara eitthvað asnalegt hjá mér. En af því þetta var eitthvað sem ég gat gert þá fannst mér ég verða að gera þetta.“ Opnun á Listheimum Sýningin opnar klukkan sem áður segir í Listheimum í dag og er opið frá 14:00-17:00. Viktor Pétur Hannesson, myndlistarmaður og listfræðingur, er eigandi Listheima en hann stofnaði rýmið með þúsundþjalasmiðnum Lukasz Bogdan Stencel árið 2020 undir nafninu Heimar. Þá voru Heimar fyrst og fremst innrömmunarverkstæði. View this post on Instagram A post shared by Listheimar (@listheimar) „Listheimar verða með reglubundnar myndlistarsýningar á komandi tímum ásamt því að sinna sölumiðlun á listaverkum, ýmist beint frá listamönnum eða í endursölu. Við bjóðum einnig upp á víðtæka þjónustu í tengslum við sýningagerð og sölu listaverka. Eins má nálgast Listheima varðandi sýningarstjórn, textaskrif og fleira og hér er jafnframt starfrækt innrömmunarverkstæði,“ segir Viktor Pétur.
Myndlist Menning Tengdar fréttir Byggt fyrir útsýnið úr íbúðinni „Ég gat málað Esjuna úr íbúðinni en nú er búið að byggja fyrir,“ segir listakonan Temma Bell, sem í gær stóð vaktina við Skúlagötu og málaði Esjuna. 28. ágúst 2012 08:00 Afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu á hundrað ára fæðingarafmælinu Borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. 20. febrúar 2017 13:53 Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Segir fjölskylduna flutta Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Fleiri fréttir Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Byggt fyrir útsýnið úr íbúðinni „Ég gat málað Esjuna úr íbúðinni en nú er búið að byggja fyrir,“ segir listakonan Temma Bell, sem í gær stóð vaktina við Skúlagötu og málaði Esjuna. 28. ágúst 2012 08:00
Afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu á hundrað ára fæðingarafmælinu Borgarstjóri afhjúpaði menningarmerki til heiðurs Louisu Matthíasdóttur myndlistarkonu við Höfða fyrr í dag. 20. febrúar 2017 13:53