Vanfjármagnað geðheilbrigðiskerfi og afleiðingar þess Grímur Atlason skrifar 13. október 2022 07:01 Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8% (Héðinn Unnsteinsson. Geðheilsa á Íslandi – Staða og þróun til framtíðar. Geðvernd – Rit Geðverndarfélags Íslands 2011; 6-14.) Það bera að hafa í huga að aðferðarfræðin var ekki sú sama við útreikningana en þetta er þó vísbending um að framlög til málaflokksins hafa dregist umtalsvert saman þessum árum. Fjárframlög til málaflokksins, af heildarframlögum til heilbrigðismála, hafa þannig dregist saman um tæp 40% á þeim rúma áratug sem liðinn er. Geðheilbrigðiskerfið hefur verið vanfjármagnað í áratugi og það er áhyggjuefni hve lítinn gaum stjórnvöld hafa gefið málaflokknum. Það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðismál er að langstærstum hluta sett í meðferð og endurhæfingu þ.e.a.s. afleiðingaendann. Geðhjálp hefur ítrekað bent á hve nauðsynlegt er að gera stórátak í heilsueflingu og forvörnum þ.e.a.s. orsakaendanum. Það væri gagnlegt að kanna hversu miklum fjármunum er farið í afleiðingaendann (meðferð og endurhæfingu) af heildinni. Stjórn Geðhjálpar álítur af reynslu og tölum sem ræddar voru fyrir allnokkru að hlutfall heilsueflingar og forvarna sé á bilinu 1-2% á meðan meðferð og endurhæfing fær um 98% af fjárveitingum. Orsök og afleiðingar Aðgerðaáætlun í tengslum við geðheilbrigðisáætlun til ársins 2030 Geðheilbrigðisáætlun til 2030, sem heilbrigðisráðherra hefur unnið að sl. mánuði í samráði við ýmsa hagaðila, er tilraun til þess að forgangsraða í málaflokknum og ná fram breytingum. Áætlunin fyrir árin 2016 til 2020 var það einnig. Báðar áætlanirnar innihalda aðgerðaáætlanir sem er í raun það eina sem skiptir máli þegar kemur að árangri stefnunnar. Aðgerðaáætlun stefnunnar 2016 til 2020 var metin á um 4-5 milljarða. Tekin var ákvörðun um að setja 600 milljónir í aðgerðaráætlunina eða 12 til 15% af því sem lagt var til. Nú er ekki búið að kostnaðargreina að fullu aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára, þá sem nú er í vinnslu, en samkvæmt heimildum Geðhjálpar má ætla að hún kosti ekki undir átta milljörðum næstu fjögur árin. Í fjárlögum næsta árs og fjármálaáætlun er hvergi að finna heimild fyrir þessum kostnaði sem ætti að vera um tveir milljarðar á ári til ársins 2026 fyrir utan 100 m.kr. sem eru merktar heilsugæslunni vegna stefnu í geðheilbrigðismálum. Það er heldur ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun næstu ára. Aðgerðir og spurningar Hvernig búum við sem samfélag að verðandi foreldrum? Fá þau stuðning og fræðslu um t.d. mikilvægi heilbrigðra samskipta verðandi foreldra á meðgöngu? Hvernig er búið að börnum og foreldrum fyrstu tvö æviár barna? Hvers vegna skilja 50% þeirra sem eignast sitt fyrsta barn á fyrstu tveimur æviárum barnsins? Hvers vegna er áhersla samfélagsins á að koma börnum sem fyrst á leikskóla/dagvist á fyrstu tveimur æviárunum? Af hverju eru foreldrar ekki studdir í því að vera sem mest með börnum sínum á þessum mikilvæga mótunartíma í lífi þeirra? Hvernig eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar og annað starfsfólk undirbúið fyrir verkefni sín sem eru að verja meiri tíma með börnum í 10 til 14 ár af lífi þeirra en foreldrarnir? Hvers vegna greinast alltaf fleiri og fleiri börn með frávik á Íslandi? Hvernig er framhaldsskólinn? Hvers vegna er brottfall úr framhaldsskólum 100% meira hér en á hinum Norðurlöndunum og meðaltal í Evrópusambandinu? Hvaða áherslur eru á vinnumarkaðnum? Hvers vegna hefur geðlyfjanotkun barna tvöfaldast á 10 árum? Hvers vegna líður börnum verr í dag en fyrir 10 árum? Hvernig er almannatryggingakerfinu háttað á Íslandi? Hvers vegna hefur öryrkjum vegna geðrænna áskorana fjölgað um 250% sl. 30 ár? Hvað erum við að gera til að virkja fólk? Hvernig búum við að eldri borgurum þessa lands? Svona mætti lengi áfram telja. Þegar horft er til þeirra áætlana sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa sett fram kemur í ljós að ekki fara alltaf saman hljóð og mynd. Dæmi um þetta má finna í geðheilbrigðisstefnu stjórnvalda fyrir árin 2016 til 2020. Þar má sjá að fjármunir hafi ekki fylgt verkefnum sem ætlað var að vinna þeim markmiðum sem sett voru fram í áætluninni. Dæmi um þetta eru mörg. Árið 2014 mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Markmið geðheilsustefnu stjórnvalda var að 90% barna myndi meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2020. Þróunin síðan þá og staðan í dag getur ekki talist annað en vonbrigði þar sem aðeins 57% barna árið 2021 mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Þróunin hefur verið niður á við allan þennan tíma. 57%. Fyrirtækið Rannsóknir & greining hefur gert kannanir á líðan barna um langt árabil og eru þessar tölur fengnar þaðan. Mynd 3 - Líðan barna. Hvaða fjármunir voru settir í þetta verkefni og hvernig var staðið að því? Það er ekki nóg að setja sér markmið ef ekki fylgir aðgerðaáætlun og fjármagn sem farið er eftir. Fjárlaganefnd ætti að hafa þetta í huga enda er skv. fjárlagafrumvarpinu 100 m.kr. sérstaklega merktar aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Afleiðingar Aðgerðaáætlun var setta fram árið 2018 með 58 aðgerðum til þess að draga úr sjálfsvígum ungmenna. Í þessi áætlun var sett fram með skýrummarkmiðum sem margir bundu vonir við. Það eru talsverð vonbrigði og eiginlega óásættanlegt að nú fjórum árum síðar hafi einungis fimm af þessum aðgerðum komið til framkvæmda. Þetta er einn eitt dæmi þess hve erfiðlega hefur reynst að fylgja eftir þeim ákvörðunum og góðu fyrirætlunum sem settar hafa verið fram af stjórnvöldum. Aðgerða er þörf eins og meðfylgjandi gögn frá Landlæknisembættinu sýna. Mynd 6 - Hlutdeild sjálfsvíga í andlátum – yngri en 18 ára. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi. Þetta er alvarleg þróun sem við sem samfélag höfum ekki náð að snúa við. Það tóku 46 manns líf sitt á aldrinum 18 til 29 ára á þessu fimm ára tímabili eða 9,2 á ári. Að auki deyr fólk úr ofskömmtunum lyfja í þessum hópi en það dóu 9 manns úr ofskömmtun árið 2021. Þegar tekið er meðaltal sl. fimm ára þá deyja um 26 einstaklingar í þessum aldurshópi á ári vegna sjálfsvíga eða of stórs skammts. Það þýðir að andlát vegna ofskömmtunar og sjálfsvíga eru í kringum 70% af dánarorsökum í þessum aldurshópi á ári. Þegar horft er til yngsta aldurshópsins, 0-17 ára, þá er fjölgun sjálfsvíga sl. 20 ár verulegt áhyggjumál. Á mynd 6 má sjá þróunina frá árinu 2000 en þarna má hlutfall sjálfsvíga á hverju fimm ára tímabili í öllum andlátum í þessum aldurshópi. Mynd 6 - Hlutdeild sjálfsvíga í andlátum – yngri en 18 ára. Hafa verður í huga að sjálfsvíg barna yngri en 10 ára eru algjört einsdæmi og því segir hlutfallið ekki alla söguna. Það dóu samtals 77 börn á aldrinum 0 til 17 ára á árunum 2016 til 2020. Þar af voru 57 yngri en 10 ára og 41 yngri en 1 árs. Af þeim 20 börnum sem dóu og voru eldri en 10 ára þá tóku sjö líf sitt eða 35%. Þegar við horfum á þessi gögn þá getum við ekki annað en sagt: Hingað og ekki lengra! Við verðum að gera betur og hætta að plástra kerfið í von um að þetta muni reddast. Við missum í kringum 10 einstaklinga á aldrinum 10 til 29 ára á hverju ári vegna sjálfsvíga. Að auki deyja í kringum níu einstaklingar yngri en 29 ára vegna of stórs skammts. Það er með öllu óásættanlegt. Það er líka óásættanlegt hve skakkt verðmætamatið í samfélaginu virðist vera. Stjórnvöld settu um 40 m.kr. í aðgerðaáætlun til þess að draga úr sjálfsvígum ungmenna á fjögurra ára tímabili. Það er 75 sinnum minna en þótti eðlilegt að greiða ráðgjöfum við sölu Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur með einu pennastriki aukið greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda á mánuði af því að íslensku krónunni leið illa. Hvernig væri að setja jafn mikla orku og kraft í það að bæta geðheilsu þjóðarinnar – barna og ungmenna alveg sérstaklega? Eftirlitshlutverk, hugmyndafræði og aðbúnaður Önnur birtingarmynd vanfjármögnunar geðheilbrigðiskerfisins birtist okkur í þeim mannréttindabrotum sem því miður eiga sér stað daglega á deildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir og fatlanir dvelur. Skortur á fagfólki, fólki með notendareynslu, vondur húsakostur og síðast en ekki síst úrelt hugmyndafræði ýtir undir þessa óheillaþróun. Einstaklingar fá ekki að fara út svo dögum og jafnvel vikum skiptir, fá ekki að fara út af herbergi, mega ekki reykja nema á ákveðnum tímum, fá ekki að nota síma eða tölvur, eru þvingaðir til að taka inn lyf og nauðungarsprautaðir. Það er ekkert í fjárlagafrumvarpi 2023 eða fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir nýjum húsakosti eða eflingu starfs á geðdeildum og/eða samfélagsgeðteyma. Það eru vonbrigði Eftirlitshlutverk ríkis og sveitarfélega með þjónustueiningum geðþjónustu er ríkt en það er ljóst að það þarf að bæta verulega í er kemur að framkvæmd. Embætti landlæknis, heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og velferðarsvið sveitarfélaganna virðast alls ekki ná nægilega vel utan um verkefnið eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðismál frá því í vor: „Mátti Ríkisendurskoðun bíða mánuðum saman eftir svörum við tilteknum spurningum, þrátt fyrir ítrekanir, en einnig gekk erfiðlega að finna fundatíma. Ríkisendurskoðun telur jafnframt sum svör ráðuneytisins hafa verið óskýr og illa rökstudd þegar þau loks bárust.“ (Geðheilbrigðisþjónusta, stefna – skipulag – kostnaður – árangur. Stjórnsýsluúttekt. Ríkisendurskoðun. Bls. 7.) Vanfjármagnað eftirlit er vond blanda við undirmönnun og mikla starfsmannaveltu í geðheilbrigðiskerfinu. Geðhjálp hefur of oft komið að málum þar sem notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, sem telja að meðferð hafi verið ábótavant og jafnvel að brotið hafi verið á þeim, kvarta til eftirlitsaðila á vegum heilbrigðisráðuneytisins en þurfa að bíða meira en ár eftir fyrstu viðbrögðum. Þessi veruleiki opinberast með einkar skýrum hætti í úttekt Ríkisendurskoðunar og Geðhjálp hefur ítrekað lagt fram þá tillögu að á Íslandi taki til starfa „Geðráð“ sem haldi utan um mælaborð geðheilbrigðismála og leggi til aðgerðir til skamms og langs tíma. Verkefnin eru á víð og dreif í kerfinu og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Niðurlag Það er okkar sem samfélags að bregðast við þeirri óheillaþróun sem tíunduð hefur verið hér á undan. Afleiðingar vanfjármögnunar geðheilbrigðiskerfsins birtast okkur m.a. með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Þetta er hins vegar ekki tæmandi útlistun á afleiðingum þessa og má þar m.a. nefna geðheilbrigði eldri borgara og fjölgun öryrkja vegna geðrænna áskoranna svo eitthvað sé nefnt. Geðheilbrigði barna og það að styðja við foreldra er hins vegar mikilvægasta verkefnið. Það að beina sjónum að orsökum í stað afleiðinga er leiðin sem kemur til með að gagnast okkur best. Eftirfarandi eru níu aðgerðir sem ráðast þarf í til þess að setja geðheilbrigði í forgang (sjá nánar á www.39.is): Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Hefja niðurgreiðslu viðtalsmeðferða Gera geðrækt hluta af aðalnámskrá grunnskóla Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH, og á Akureyri, og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Grímur Atlason Stjórnsýsla Heilbrigðismál Mest lesið Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Landssamtökin Geðhjálp hafa um langt árabil bent á þá staðreynd að geðheilbrigðiskerfið er vanfjármagnað. Samkvæmt skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðiskerfið, sem kom út í vor, þá eru fjárframlög til málaflokksins tæplega 5% af heildarfjárframlögum til heilbrigðismála. Á sama tíma er áætlað umfang geðheilbrigðismála af heildinni í kringum 25%. Í samantekt frá árunum 2007 til 2009 var framlag til geðheilbrigðismála áætlað í kringum 8% (Héðinn Unnsteinsson. Geðheilsa á Íslandi – Staða og þróun til framtíðar. Geðvernd – Rit Geðverndarfélags Íslands 2011; 6-14.) Það bera að hafa í huga að aðferðarfræðin var ekki sú sama við útreikningana en þetta er þó vísbending um að framlög til málaflokksins hafa dregist umtalsvert saman þessum árum. Fjárframlög til málaflokksins, af heildarframlögum til heilbrigðismála, hafa þannig dregist saman um tæp 40% á þeim rúma áratug sem liðinn er. Geðheilbrigðiskerfið hefur verið vanfjármagnað í áratugi og það er áhyggjuefni hve lítinn gaum stjórnvöld hafa gefið málaflokknum. Það fjármagn sem sett er í geðheilbrigðismál er að langstærstum hluta sett í meðferð og endurhæfingu þ.e.a.s. afleiðingaendann. Geðhjálp hefur ítrekað bent á hve nauðsynlegt er að gera stórátak í heilsueflingu og forvörnum þ.e.a.s. orsakaendanum. Það væri gagnlegt að kanna hversu miklum fjármunum er farið í afleiðingaendann (meðferð og endurhæfingu) af heildinni. Stjórn Geðhjálpar álítur af reynslu og tölum sem ræddar voru fyrir allnokkru að hlutfall heilsueflingar og forvarna sé á bilinu 1-2% á meðan meðferð og endurhæfing fær um 98% af fjárveitingum. Orsök og afleiðingar Aðgerðaáætlun í tengslum við geðheilbrigðisáætlun til ársins 2030 Geðheilbrigðisáætlun til 2030, sem heilbrigðisráðherra hefur unnið að sl. mánuði í samráði við ýmsa hagaðila, er tilraun til þess að forgangsraða í málaflokknum og ná fram breytingum. Áætlunin fyrir árin 2016 til 2020 var það einnig. Báðar áætlanirnar innihalda aðgerðaáætlanir sem er í raun það eina sem skiptir máli þegar kemur að árangri stefnunnar. Aðgerðaáætlun stefnunnar 2016 til 2020 var metin á um 4-5 milljarða. Tekin var ákvörðun um að setja 600 milljónir í aðgerðaráætlunina eða 12 til 15% af því sem lagt var til. Nú er ekki búið að kostnaðargreina að fullu aðgerðaáætlun til næstu fjögurra ára, þá sem nú er í vinnslu, en samkvæmt heimildum Geðhjálpar má ætla að hún kosti ekki undir átta milljörðum næstu fjögur árin. Í fjárlögum næsta árs og fjármálaáætlun er hvergi að finna heimild fyrir þessum kostnaði sem ætti að vera um tveir milljarðar á ári til ársins 2026 fyrir utan 100 m.kr. sem eru merktar heilsugæslunni vegna stefnu í geðheilbrigðismálum. Það er heldur ekki gert ráð fyrir þessum kostnaði í fjármálaáætlun næstu ára. Aðgerðir og spurningar Hvernig búum við sem samfélag að verðandi foreldrum? Fá þau stuðning og fræðslu um t.d. mikilvægi heilbrigðra samskipta verðandi foreldra á meðgöngu? Hvernig er búið að börnum og foreldrum fyrstu tvö æviár barna? Hvers vegna skilja 50% þeirra sem eignast sitt fyrsta barn á fyrstu tveimur æviárum barnsins? Hvers vegna er áhersla samfélagsins á að koma börnum sem fyrst á leikskóla/dagvist á fyrstu tveimur æviárunum? Af hverju eru foreldrar ekki studdir í því að vera sem mest með börnum sínum á þessum mikilvæga mótunartíma í lífi þeirra? Hvernig eru leikskólakennarar, grunnskólakennarar og annað starfsfólk undirbúið fyrir verkefni sín sem eru að verja meiri tíma með börnum í 10 til 14 ár af lífi þeirra en foreldrarnir? Hvers vegna greinast alltaf fleiri og fleiri börn með frávik á Íslandi? Hvernig er framhaldsskólinn? Hvers vegna er brottfall úr framhaldsskólum 100% meira hér en á hinum Norðurlöndunum og meðaltal í Evrópusambandinu? Hvaða áherslur eru á vinnumarkaðnum? Hvers vegna hefur geðlyfjanotkun barna tvöfaldast á 10 árum? Hvers vegna líður börnum verr í dag en fyrir 10 árum? Hvernig er almannatryggingakerfinu háttað á Íslandi? Hvers vegna hefur öryrkjum vegna geðrænna áskorana fjölgað um 250% sl. 30 ár? Hvað erum við að gera til að virkja fólk? Hvernig búum við að eldri borgurum þessa lands? Svona mætti lengi áfram telja. Þegar horft er til þeirra áætlana sem stjórnvöld á hverjum tíma hafa sett fram kemur í ljós að ekki fara alltaf saman hljóð og mynd. Dæmi um þetta má finna í geðheilbrigðisstefnu stjórnvalda fyrir árin 2016 til 2020. Þar má sjá að fjármunir hafi ekki fylgt verkefnum sem ætlað var að vinna þeim markmiðum sem sett voru fram í áætluninni. Dæmi um þetta eru mörg. Árið 2014 mátu 81% barna í efstu bekkjum grunnskóla andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Markmið geðheilsustefnu stjórnvalda var að 90% barna myndi meta andlega heilsu sína góða eða mjög góða árið 2020. Þróunin síðan þá og staðan í dag getur ekki talist annað en vonbrigði þar sem aðeins 57% barna árið 2021 mátu andlega heilsu sína góða eða mjög góða. Þróunin hefur verið niður á við allan þennan tíma. 57%. Fyrirtækið Rannsóknir & greining hefur gert kannanir á líðan barna um langt árabil og eru þessar tölur fengnar þaðan. Mynd 3 - Líðan barna. Hvaða fjármunir voru settir í þetta verkefni og hvernig var staðið að því? Það er ekki nóg að setja sér markmið ef ekki fylgir aðgerðaáætlun og fjármagn sem farið er eftir. Fjárlaganefnd ætti að hafa þetta í huga enda er skv. fjárlagafrumvarpinu 100 m.kr. sérstaklega merktar aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum. Afleiðingar Aðgerðaáætlun var setta fram árið 2018 með 58 aðgerðum til þess að draga úr sjálfsvígum ungmenna. Í þessi áætlun var sett fram með skýrummarkmiðum sem margir bundu vonir við. Það eru talsverð vonbrigði og eiginlega óásættanlegt að nú fjórum árum síðar hafi einungis fimm af þessum aðgerðum komið til framkvæmda. Þetta er einn eitt dæmi þess hve erfiðlega hefur reynst að fylgja eftir þeim ákvörðunum og góðu fyrirætlunum sem settar hafa verið fram af stjórnvöldum. Aðgerða er þörf eins og meðfylgjandi gögn frá Landlæknisembættinu sýna. Mynd 6 - Hlutdeild sjálfsvíga í andlátum – yngri en 18 ára. Sjálfsvíg eru algengasta dánarorsök ungs fólks á Íslandi. Þetta er alvarleg þróun sem við sem samfélag höfum ekki náð að snúa við. Það tóku 46 manns líf sitt á aldrinum 18 til 29 ára á þessu fimm ára tímabili eða 9,2 á ári. Að auki deyr fólk úr ofskömmtunum lyfja í þessum hópi en það dóu 9 manns úr ofskömmtun árið 2021. Þegar tekið er meðaltal sl. fimm ára þá deyja um 26 einstaklingar í þessum aldurshópi á ári vegna sjálfsvíga eða of stórs skammts. Það þýðir að andlát vegna ofskömmtunar og sjálfsvíga eru í kringum 70% af dánarorsökum í þessum aldurshópi á ári. Þegar horft er til yngsta aldurshópsins, 0-17 ára, þá er fjölgun sjálfsvíga sl. 20 ár verulegt áhyggjumál. Á mynd 6 má sjá þróunina frá árinu 2000 en þarna má hlutfall sjálfsvíga á hverju fimm ára tímabili í öllum andlátum í þessum aldurshópi. Mynd 6 - Hlutdeild sjálfsvíga í andlátum – yngri en 18 ára. Hafa verður í huga að sjálfsvíg barna yngri en 10 ára eru algjört einsdæmi og því segir hlutfallið ekki alla söguna. Það dóu samtals 77 börn á aldrinum 0 til 17 ára á árunum 2016 til 2020. Þar af voru 57 yngri en 10 ára og 41 yngri en 1 árs. Af þeim 20 börnum sem dóu og voru eldri en 10 ára þá tóku sjö líf sitt eða 35%. Þegar við horfum á þessi gögn þá getum við ekki annað en sagt: Hingað og ekki lengra! Við verðum að gera betur og hætta að plástra kerfið í von um að þetta muni reddast. Við missum í kringum 10 einstaklinga á aldrinum 10 til 29 ára á hverju ári vegna sjálfsvíga. Að auki deyja í kringum níu einstaklingar yngri en 29 ára vegna of stórs skammts. Það er með öllu óásættanlegt. Það er líka óásættanlegt hve skakkt verðmætamatið í samfélaginu virðist vera. Stjórnvöld settu um 40 m.kr. í aðgerðaáætlun til þess að draga úr sjálfsvígum ungmenna á fjögurra ára tímabili. Það er 75 sinnum minna en þótti eðlilegt að greiða ráðgjöfum við sölu Íslandsbanka. Seðlabankastjóri hefur með einu pennastriki aukið greiðslubyrði heimila um tugi þúsunda á mánuði af því að íslensku krónunni leið illa. Hvernig væri að setja jafn mikla orku og kraft í það að bæta geðheilsu þjóðarinnar – barna og ungmenna alveg sérstaklega? Eftirlitshlutverk, hugmyndafræði og aðbúnaður Önnur birtingarmynd vanfjármögnunar geðheilbrigðiskerfisins birtist okkur í þeim mannréttindabrotum sem því miður eiga sér stað daglega á deildum og stofnunum þar sem fólk með geðrænar áskoranir og fatlanir dvelur. Skortur á fagfólki, fólki með notendareynslu, vondur húsakostur og síðast en ekki síst úrelt hugmyndafræði ýtir undir þessa óheillaþróun. Einstaklingar fá ekki að fara út svo dögum og jafnvel vikum skiptir, fá ekki að fara út af herbergi, mega ekki reykja nema á ákveðnum tímum, fá ekki að nota síma eða tölvur, eru þvingaðir til að taka inn lyf og nauðungarsprautaðir. Það er ekkert í fjárlagafrumvarpi 2023 eða fjármálaáætlun sem gerir ráð fyrir nýjum húsakosti eða eflingu starfs á geðdeildum og/eða samfélagsgeðteyma. Það eru vonbrigði Eftirlitshlutverk ríkis og sveitarfélega með þjónustueiningum geðþjónustu er ríkt en það er ljóst að það þarf að bæta verulega í er kemur að framkvæmd. Embætti landlæknis, heilbrigðisráðuneytið, félagsmálaráðuneytið og velferðarsvið sveitarfélaganna virðast alls ekki ná nægilega vel utan um verkefnið eins og fram kom í skýrslu Ríkisendurskoðunar um geðheilbrigðismál frá því í vor: „Mátti Ríkisendurskoðun bíða mánuðum saman eftir svörum við tilteknum spurningum, þrátt fyrir ítrekanir, en einnig gekk erfiðlega að finna fundatíma. Ríkisendurskoðun telur jafnframt sum svör ráðuneytisins hafa verið óskýr og illa rökstudd þegar þau loks bárust.“ (Geðheilbrigðisþjónusta, stefna – skipulag – kostnaður – árangur. Stjórnsýsluúttekt. Ríkisendurskoðun. Bls. 7.) Vanfjármagnað eftirlit er vond blanda við undirmönnun og mikla starfsmannaveltu í geðheilbrigðiskerfinu. Geðhjálp hefur of oft komið að málum þar sem notendur geðheilbrigðisþjónustunnar, sem telja að meðferð hafi verið ábótavant og jafnvel að brotið hafi verið á þeim, kvarta til eftirlitsaðila á vegum heilbrigðisráðuneytisins en þurfa að bíða meira en ár eftir fyrstu viðbrögðum. Þessi veruleiki opinberast með einkar skýrum hætti í úttekt Ríkisendurskoðunar og Geðhjálp hefur ítrekað lagt fram þá tillögu að á Íslandi taki til starfa „Geðráð“ sem haldi utan um mælaborð geðheilbrigðismála og leggi til aðgerðir til skamms og langs tíma. Verkefnin eru á víð og dreif í kerfinu og yfirsýn skortir tilfinnanlega. Niðurlag Það er okkar sem samfélags að bregðast við þeirri óheillaþróun sem tíunduð hefur verið hér á undan. Afleiðingar vanfjármögnunar geðheilbrigðiskerfsins birtast okkur m.a. með þeim hætti sem hér hefur verið lýst. Þetta er hins vegar ekki tæmandi útlistun á afleiðingum þessa og má þar m.a. nefna geðheilbrigði eldri borgara og fjölgun öryrkja vegna geðrænna áskoranna svo eitthvað sé nefnt. Geðheilbrigði barna og það að styðja við foreldra er hins vegar mikilvægasta verkefnið. Það að beina sjónum að orsökum í stað afleiðinga er leiðin sem kemur til með að gagnast okkur best. Eftirfarandi eru níu aðgerðir sem ráðast þarf í til þess að setja geðheilbrigði í forgang (sjá nánar á www.39.is): Gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi Efla heilsugæsluna sem fyrsta viðkomustað og gera þjónustuna þverfaglegri Stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra Hefja niðurgreiðslu viðtalsmeðferða Gera geðrækt hluta af aðalnámskrá grunnskóla Fjölga atvinnutækifærum fyrir ungmenni og fólk með geðrænar áskoranir Byggja nýtt húsnæði geðsviðs LSH, og á Akureyri, og endurskoða hugmyndafræði og innihald meðferðar Útiloka nauðung og þvingun við meðferð Koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál Höfundur er framkvæmdastjóri landssamtakanna Geðhjálpar. Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.
Ef þú upplifir vanlíðan eða sjálfsvíghugsanir eða hefur áhyggjur af einhverjum í kringum þig þá getur þú leitað til Hjálparsíma Rauða krossins 1717 (opið allan sólarhringinn), Píeta samtakanna í síma 552 2218 eða bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans í síma 543 4050.
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun