Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir, Ólafur Björn Sverrisson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. október 2022 08:25 Gífurleg snjókoma hefur verið á Norðulandi í dag og rafmagnstruflanir gert vart við sig víða fyrir norðan. vísir/tryggvi páll Aftakaveður er á Norður- og Austurlandi og búast má við vondu veðri á öllu landinu í dag. Gríðarmikilli úrkomu er spáð og talin aukin hætta á snjóflóðum- og skriðuföllum vegna hennar á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi. Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið [email protected].
Rafmagnstruflanir hafa gert vart við sig á Norðurlandi þar sem rignt hefur líkt og hellt sé úr fötu frá því um klukkan fjögur í nótt. Rauðar viðvaranir tóku gildi á Norðausturlandi og Austurlandi að Glettingi um hádegisbil í dag en appelsínugular viðvarnir verða í gildi á Norðvesturlandi, Miðhálendinu, Austfjörðum og Suðausturlandi. Á Suðvesturlandi, Faxaflóa, Breiðafirði og höfuðborgarsvæðinu eru í gildi gular viðvaranir. Varað hefur verið við því að ekkert ferðaveður sé í dag og fólk verið beðið að setja dýr sín í hús. Lögreglan á Norðurlandi eystra varaði sérstaklega við því í gær að fólk færi á ferðalög í dag og skrifaði á Facebook að það væri raunar glórulaust að ferðast í dag. „Nú er veðurspáin afleit svo ekki sé dýpra í árinni tekið. Í nótt og sérstaklega í fyrramálið versnar veður hratt og hvergi á landinu verður ferðaveður og sérstaklega slæmt hér norðanlands. Í raun alveg glórulaust fram á annað kvöld/aðra nótt. Við viljum biðla til ykkar að leggja alls ekki í ferðir, hlusta og horfa á veðurspá og vera bara heima,“ segir í færslu lögreglunnar. Vísir mun að sjálfsögðu fylgjast grannt með veðrinu í vaktinni í dag. Hafi lesendur ábendingar má senda þær á netfangið [email protected].
Veður Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Viðvaranirnar sumar orðnar appelsínugular Allhvöss suðvestanátt og hlýtt en illviðri á morgun Suðvestan hvassviðri norðan- og austantil Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Suðvestan stormur, rigning og gular viðvaranir Rosalegur hiti á Akureyri seint um kvöld í nóvember Gular viðvaranir vegna hvassviðris eða storms Allt að tuttugu stiga hiti Næsta lægð væntanleg á morgun Víðast hvar rólegt en viðvörun á Vesturlandi Bætir smám saman í vind Á enn eftir að hvessa meira á Norðausturlandi Ofsaveður í kortunum norðvestantil og viðvaranir í gildi Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Lægir en næsta lægð nálgast úr suðri Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Víða hvasst og gul viðvörun vegna vinds á Snæfellsnesi Spá stormi á Snæfellsnesi á morgun Dregur smám saman úr vindi og úrkomu Rigning eða súld um mest allt land Búist við austlægri átt Fimmtán stiga frost á Grímsstöðum á Fjöllum í nótt Élja- og snjókomubakkar sækja að úr vestri og norðri Vestan- og suðvestanátt með skúrum eða éljum Lægð nálgast úr suðvestri Stormur og talsvert vatnsveður á vestanverðu landinu Styttir upp með kvöldinu og frystir um mest allt land Rigning sunnantil og víða snjókoma norðanlands Tvískipt veður á landinu Skúrir um allt land Sjá meira