Opinberar stofnanir þurfi að hætta að fela og hlífa starfsfólki Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. október 2022 12:16 Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. Stjórnsýslufræðingur segir nýjan úrskurð úrskurðarnefndar um upplýsingamál skilaboð til stjórnvalda um að hætta að fela starfsfólk. Stofnanir hafi á undanförnum árum orðið andlitslausar, sem sé þróun sem þurfi að stöðva. Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“ Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Fréttablaðið greindi frá því í morgun að Úrskurðanefnd um upplýsingamál hafi ákvarðað að Reykjavíkurborg sé ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni. Nefndin hefur þá skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn um lóðastækkanir í Vesturbæ, án útstrikana. Stjórnsýslufræðingur segir úrskurðinn staðfesta að opinbert vald geti ekki verið andlitslaust. „Þú þarft alltaf að geta greint ábyrgðarkeðjuna og ábyrgð á almannavaldinu er alltaf frá almenningi. Þú þarft að geta greint frá starfsmanninum, yfirmanni hans, alveg upp í borgarritara og borgarstjóra, hvernig ábyrgðarkeðjan er gagnvart almenningi,“ segir Haukur Arnþórsson stjórnsýslufræðingur. „Í stjórnsýslu er ákveðin upplýsinga- og samráðsskylda milli yfirmanns og undirmanns og það eru líka reglur um það á hvaða stigi í stigveldinu ákvarðanir eru teknar og ef þú ferð eftir þessu þá lendir ábyrgðin á réttum stað og lendir endanlega á æðsta stjórnanda.“ Opinberar stofnanir hafi á undanförnum árum falið starfsfólk sitt í auknum mæli, til dæmis með því að upplýsa hvorki um símanúmer né tölvupóstföng þess. „Fyrir svona tuttugu árum, þegar upplýsingatæknin var að byrja þá var starfsfólk gjarnan með símanúmer á vefnum. Það tengdist því að þá borguðu opinberar stofnanir heima- eða farsímann fyrir starfsmanninn. Svo hefur síminn á flestum stöðum verið tekinn út og ég sé að flestar opinberar stofnanir eru búnar að taka út netfangið líka,“ sgir Haukur. „Þannig að almenningur getur ekki átt samskipti við stofnanir nema þær séu algjörlega andlitslausar. Þetta er þróun sem þarf að stoppa.“ Úrskurðurinn hafi ekki aðeins áhrif á sveitarfélög. „Ég geri ráð fyrir því að þetta hafi einhver áhrif á ríkið, það er að segja að þetta verði til þess að starfsfólk verði sýnilegra og það verði auðveldara að rekja ábyrgðakeðjuna,“ segir Haukur. „Það skiptir mjög miklu máli en þýðir ekki endilega að sá starfsmaður sem skrifar undir sé ábyrgur. Ef hann hefur sinnt sinni upplýsinga- og samráðsskyldu við næsta yfirmann flyst ábyrgðin upp og hún gerir það almennt ef rétt hefur að máli staðið og ákvörðun hefur verið tekin á réttum stað.“
Stjórnsýsla Reykjavík Upplýsingatækni Tengdar fréttir Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06 Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03 „Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Borgaryfirvöld mega ekki útmá nöfn þeirra sem taka ákvarðanir Úrskurðarnefnd um upplýsingamál segir Reykjavíkurborg ekki heimilt að hylja nöfn þeirra sem taka ákvarðanir hjá borginni og hefur skikkað borgaryfirvöld til að afhenda Fréttablaðinu gögn án útstrikana. 7. október 2022 07:06
Vandalismi vestur í bæ vegna ágreinings um lóðamörk Deilan um Sundlaugartúnið hefur harðnað en um helgina voru þrír bílar sem standa við hús að Einimel 22 til 26 í Vesturbæ Reykjavík rispaðir. 29. mars 2022 11:03
„Salómonsdómur“ borgarinnar er að stækka einkalóðir í Vesturbæ Mikil gremja er meðal margra Vesturbæinga vegna fyrirhugaðrar „lausnar“ á lóðadeilu í Vesturbænum, nánar tiltekið lóða sem standa við bakgarð einbýlishúsa við Einimel og svo Vesturbæjarlaugina. Skipulags- og samgönguráð Reykjavíkur vilja leysa áralanga deilu með því einfaldlega að stækka einkalóðirnar. 25. febrúar 2022 15:39