Darwin-Verðlaun Atvinnulífsins Valur Grettisson skrifar 6. október 2022 15:01 Ósvífnustu og sennilega þekktustu verðlaun heimsins, fyrir utan Nóbelinn og Óskarsverðlaunin, eru líklega hin heimsþekktu Darwin-verðlaun. Markmið verðlaunanna var að vekja athygli á heimskulegasta framferði einstaklinga það árið. Verðlaunin eru auðvitað fullkomlega smekklaus enda reglurnar einfaldar; verðlaunin skulu einungis vera veitt þeim sem hafa fjarlægt sig sjálfa úr erfðamengi mannkynsins með heimskulegum uppátækjum sem leiddi til þeirra eigin dauða. Þarna er vísað til heldur kaldlyndrar kenninga náttúrufræðingsins Charles Darwins um að sá hæfasti lifir af, að náttúruan grisji út þá sem vita ekki betur og þannig styrkist náttúran öll. Fábjánarnir útiloka sig sjálfa frá náttúruvalinu með því að leika sér með koparflugdreka í þrumuveðri eða slá handsprengjur með sleggjum. Athugið að þetta eru raunveruleg dæmi. En það sem kannski færri vita er að Ísland hefur raunar upp á samskonar verðlaun að bjóða. Þau heita að sjálfsögðu ekki Darwin verðlaunin og sigurvegararnir eru svo heppnir að vera á lífi; þó það megi fullyrða með nokkuð sannfærandi hætti að þeir grafi markvisst undan eigin tilvist með hverjum deginum sem líður. Þau hafa verið veitt um árabil með það markmiði að verðlauna fyrirtæki fyrir framlag sitt til umhverfismála. Og þau eru veitt undir kurteisislegu klappi og glamri í kampavínsglösum forstjóra Íslands. Hvað eiga skussar eiginlega að gera? Nú þarf varla að tíunda mikilvægi þess að atvinnulífið leggi sitt af mörkum þegar kemur að losun gróðurhúsategunda og má segja að iðnaðurinn víðast hvar í heiminum hafi dregið lappirnar hvað það varðar. Þær breytingar sem hafa orðið hjá iðnaðinum hafa komið til vegna þrýstings frá almenningi, neytendum, sem skilja vel hversu alvarlegur loftslagsvandinn er, og að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði næstu kynslóða með skelfilegum hætti ef ekkert verður að gert. Neytendur skilja líka að ábyrgð fyrirtækja er mikil. Til þess að svara þessu kalli hafa flest fyrirtæki gert minniháttar breytingar þegar kemur að eigin rekstri. Mörg hver varla nokkuð sem mark er á takandi og skipta líklega ekki miklu máli þegar kemur að heildarhagsmunum mannkyns. Neytendur sjá þetta auðvitað ansi vel og spyrna við með buddunni þegar fyrirtæki láta umhverfismálin í léttu rúmi liggja. Það þarf því meira að koma til ef fyrirtæki ætla ekki að líta út eins og skussar á tímum náttúruverndar þar sem ímyndunarvandi getur reynst dýrkeyptur. Og hvað eiga skussar að gera? Lausnin er oftar en ekki að koma á einhverskonar grænþvottakerfi, hvaða nafni sem það kallast, svo fyrirtækin geta skreytt sig með snyrtilega hönnuðum viðurkenningarskjölum til sönnunar um að þau séu sannarlega að leggja eitthvað af viti til umhverfismála. Og þar koma einmitt hin íslensku Darwin-verðlaun til sögunnar, sem kallast auðvitað Umhverfisverðlaun Atvinnulífsins og eru veitt af Samtökum atvinnulífsins til fyrirtækja á hverju ári. Framtíðin eru framrúðuplástrar! Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins á sviði umhverfismála. Í ár var framtak ársins á sviði umhverfismála tryggingafyrirtækið Sjóvá. Hið mikla framtak var tvíþætt. Annarsvegar InnSýn sem gerir tjónamatsmönnum Sjóvá kleift að skoða tjón í gegnum myndefni viðskiptavinar, og sparar þannig umtalsverðan akstur. Því er haldið fram að ef miðað er við meðaltal sparnaðar síðustu mánuði má áætla að sparast hafi yfir hundrað þúsund kílómetrar í akstri frá því lausnin var tekin í notkun í ársbyrjun 2021. Þannig hafi verið komið í veg fyrir losun yfir 15 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið að sögn Sjóvár. Svo hinsvegar framrúðuplástra-verkefni félagsins sem snýr að því að hvetja viðskiptavini og verkstæði til að láta gera við framrúður í stað þess að skipta þeim út, sé þess kostur. Við þetta verður samdráttur í áætlaðri losun sem nemur um 15 tonnum kolefnisígilda á árunum 2020 og 2021. Með því einu að plástra framrúðuna. Þetta hljómar auðvitað frábærlega. Við spörum 15 tonn af CO2 á um árs tímabili með rúðuplástrum. 15 tonn af kolefnisígildum fyrir að láta viðskiptavini taka myndir af brotnu rúðunum sínum og senda skrifstofumönnum Sjóvár. Það gera 30 tonn í heildina! Er ekki hægt að veita þeim Stórriddarakrossinn í leiðinni og atvinnulífinu öllu fyrir hugtakssemi fyrst að það var enginn annar en forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti tárvotum stjórnendum Sjóvár verðlaunin? Barnlaus hjón næstum því kolefnisjöfnuð Skoðum samt aðeins hvað 15 tonn af CO2 þýðir. Til þess að kolefnisjafna 15 tonn af koltvísýring á einu ári þyrfti að gróðursetja 690 tré. Það er óneitanlega slatti. Votlendissjóður Einars Bárðarsonar þyrfti að fræsa einn hektara. Slíkt er kannski dagsverk. Og ef lesandi telur sig geta gert betur en framtaksverkefni Sjóvár, þá er það raunar á færi flestra Íslendinga með millitekjur. Þú þarft aðeins að kolefnisjafna þig um 65 þúsund krónur til þess að jafna 30 tonn af koltvísýringi sem Sjóvá sparar okkur á hverju ári, eða um 5400 krónur á mánuði í eitt ár. Ef þú ert blankur, gætir þú auðvitað gróðursett 1400 tré. Það er því erfitt að færa rök fyrir því að hér sé um sérstaklega metnaðarfullt verkefni að ræða sem styðji við hringrásarhagkerfið sem nokkru nemur. Meðalheimili í Bandaríkjunum losar um 7.5 tonn af koltvísýringi á ári. Sjóvá var semsagt verðlaunað sérstaklega fyrir að spara Íslandi losun koltvísýrings á við fjögur bandarísk heimili yfir allt árið. Árið 2016 losaði einn íslenskur einstaklingur 16.9 tonn CO2 á einu ári, en við trónum efst á lista ESB og EFTA þegar kemur að losun einstaklinga af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Verkefnin tvö ná því ekki samanlagt að kolefnisjafna barnlaus íslensk hjón, en næstum því. Sjóvá til varnar, þá er fyrirtækið meðvitað um hringrásarkerfið og mikilvægi þess og hafa tekið skref í áttina. Látum liggja á milli hluta stórkostlegan ávinning af því fyrir Sjóvá að plástra framrúður í stað þess að skipta um þær. Gróðinn þar nemur líklega eitthvað meira en 65 þúsund krónum á ári. Umhverfisverðlaun með snefil af sjálfsvirðingu Sem ber okkur að sigurvegurum ársins. En þið verðið að lofa að hlæja ekki líkt og þegar við hlæjum lágt við lestur á kvikindislegum lýsingum Darwin verðlaunanna á furðulegum uppátækjum utan úr heimi. Handhafi Darwin-verð…*afsakið*.. Umhverfisverðlauna Atvinnulífsins fyrir árið 2022 er… Norðurál! Kannski eru svona fá græn fyrirtæki á landinu til þess að verðlauna, kannski er úrvalið ekki betra en þetta hjá íslensku atvinnulífi, ekki að það útskýri yfir höfuð að nokkur umhverfisverðlaun með snefil af sjálfsvirðingu skuli yfir höfuð verðlauna einn stærsta mengunarvald landsins. Eru þetta í alvörunni valkostir atvinnulífsins þegar kemur að umhverfisvænum fyrirtækjum? Koltvísýringslosun Norðuráls samkvæmt mælingum sem birtar voru í fyrirspurn Alþingis árið 2011 var 411 þúsund tonn samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Tæplega 30% losunar á gróðurhúsalofttegundum á Íslandi öllu kom frá áliðnaði árið 2018 og hefur líklega ekkert breyst, frekar að hlutdeild fyrirtækjanna hafi aukist. Hvernig dettur atvinnulífinu þá í hug að verðlauna Norðurál ef ekki út frá Darwíniskri heimsku? Því er haldið fram að kolefnisspor áls frá Norðuráli sé með því lægsta sem gerist í heiminum í áliðnaðinum - það er varla úr háum söðli að detta og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að ná fullu kolefnishlutleysi í tiltölulega nálægri framtíð. Þá skiptir engu að í einstaklega fegruðu grænu bókhaldi fyrirtækisins er tekið fram að losun á einu tonni af koltvísýringi út í andrúmsloftið er 1,61 tonn á eitt tonn af áli. Þetta lítur svo sem ekki illa út í bókhaldinu. Einu sinni var þessi tala 1,65 tonn. En sé þetta margfaldað með magni áls sem Norðurál framleiðir á hverju ári, kemur í ljós að Norðurál framleiðir 315.182 tonn af áli á ári, sem þýðir að losun koltvísýrings hefur aukist umtalsvert og stendur núna í um 507 þúsund tonnum á ári. Með réttu myndi það kosta Norðurál rúmlega 200 milljónir á ári að kolefnisjafna sig ef miðað er við alþjóðleg viðmið um að CO2 kosti um 3 dollara á tonnið, sem er ansi varlega áætlað. Til gamans má geta að það tæki Sjóvá um 34 þúsund ár að kolefnisjafna árslosun Norðuráls með öllum sínum 30 tonnum. Það eru ansi margir rúðuplástrar og enn fleiri klunnalegar myndir af brotnum framrúðum. Svo ég tali nú ekki um dýrmætasta gjaldmiðilinn sem við eigum ekki lengur, tíma. Ekki slá handsprengju með sleggju! Svo við skiljum þetta rétt, þá er Norðurál að fá verðlaun úr höndum forsetans fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum þrátt fyrir að hafa aukið koltvísýringslosun fyrirtækisins um rétt tæplega hundrað þúsund tonn á um einum áratug. Það er farið úr 411 þúsund tonnum á ári upp í 507 þúsund tonn. Skýringin er auðvitað sú að fyrirtækið framleiðir meira nú en fyrir áratug. Og losar þar af leiðandi meira út í andrúmsloftið. Semsagt, eitt fyrirtæki fær hvatningarverðlaun fyrir að kolefnisjafna næstum því barnlaus íslensk hjón, annað fyrirtæki fær heiðursverðlaun fyrir að vera umhverfisvænna en flest sambærileg álver í heiminum (sem er að mestu að þakka hreinni orku Íslendinga) en hefur samt aukið losun Íslendinga um tæp 100 þúsund tonn á ári af koltvísýringi á um einum áratug, eða um 23 prósent. Jafnvel náttúrufræðingurinn Charles Darwin hefði ekki haft hugarflugið til þess að ímynda sér að fyrirtæki framtíðarinnar myndu verðlauna hvort annað fyrir kjánaskap og að darwinískt náttúruval myndi að lokum ekki velta á hinum náttúrulega sterku, heldur almannatengslabrellum með forseta Íslands í forgrunni. Það er löngu kominn tími til þess að skera upp herör gegn yfirgengilegum blekkingum fyrirtækja sem skreyta sig allskonar furðulegum fjöðrum, stolnum og heimatilbúnum, til þess að fegra kolefnisfótsporið sitt. Sá blekkingarleikur endar með skelfingu. Þá skiptir engu hversu fínar grænþvottanir má finna á heimasíðum fyrirtækja sem þráskallast við að taka ábyrgð á eigin gjörðum í skjóli athafnaleysis stjórnmála - sem eru í lok dagsins auðvitað stærsti og alvarlegasti vandinn. Mörg fyrirtæki eru að gera vel og fjölmargir vilja gera betur líkt og Sjóvá. Það má að sjálfsögðu styðja og styrkja slíkt sem um nemur. En að verðlauna eitt mest mengandi fyrirtæki landsins fyrir framtakssemi í náttúruverndarmálum er hreinlega meinfyndið eins og Darwin-verðlaunin sjálf og vitsmunalega á pari við fólk sem slær handsprengjur með sleggjum. Það sýnir ennfremur hversu brengluð viðhorf atvinnulífið hefur til þessa stóra vandamáls sem losun gróðurhúsalofttegunda er fyrir samfélagið og heiminn allan. Kannski væri réttast að kalla þetta firringu, enda afhjúpa verðlaunin þá döpru staðreynd að atvinnulífið tekur vandann ekki mjög alvarlega. Ég hvet forseta Íslands til þess að hætta að taka þátt í þessu skaðlega leikriti atvinnulífsins. Því framtíðin mun minnast þessa verðlauna með sama hætti og við hugsum nú til Darwin-verðlaunanna ósmekklegu eða andrúmslofts hrunáranna þegar fyrrverandi forseti talaði upp óábyrgt viðskiptalíf Íslendinga fyrir hrunið. Nú eru það verðlaun til handa fyrirtækja eins og Norðuráls sem auka á loftslagsvandann á kostnað framtíðar Íslendinga með óheyrilegum skaða fyrir umhverfi og loftslag. Og til þess að gæta að öryggi allra - því það virðist vera fullt tilefni til - er rétt að benda atvinnulífinu á að það er hættulegt að leika sér með koparflugdreka í þrumuveðri og það er stórhættulegt að slá handsprengjur með sleggjum. Höfundur er ritstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Ósvífnustu og sennilega þekktustu verðlaun heimsins, fyrir utan Nóbelinn og Óskarsverðlaunin, eru líklega hin heimsþekktu Darwin-verðlaun. Markmið verðlaunanna var að vekja athygli á heimskulegasta framferði einstaklinga það árið. Verðlaunin eru auðvitað fullkomlega smekklaus enda reglurnar einfaldar; verðlaunin skulu einungis vera veitt þeim sem hafa fjarlægt sig sjálfa úr erfðamengi mannkynsins með heimskulegum uppátækjum sem leiddi til þeirra eigin dauða. Þarna er vísað til heldur kaldlyndrar kenninga náttúrufræðingsins Charles Darwins um að sá hæfasti lifir af, að náttúruan grisji út þá sem vita ekki betur og þannig styrkist náttúran öll. Fábjánarnir útiloka sig sjálfa frá náttúruvalinu með því að leika sér með koparflugdreka í þrumuveðri eða slá handsprengjur með sleggjum. Athugið að þetta eru raunveruleg dæmi. En það sem kannski færri vita er að Ísland hefur raunar upp á samskonar verðlaun að bjóða. Þau heita að sjálfsögðu ekki Darwin verðlaunin og sigurvegararnir eru svo heppnir að vera á lífi; þó það megi fullyrða með nokkuð sannfærandi hætti að þeir grafi markvisst undan eigin tilvist með hverjum deginum sem líður. Þau hafa verið veitt um árabil með það markmiði að verðlauna fyrirtæki fyrir framlag sitt til umhverfismála. Og þau eru veitt undir kurteisislegu klappi og glamri í kampavínsglösum forstjóra Íslands. Hvað eiga skussar eiginlega að gera? Nú þarf varla að tíunda mikilvægi þess að atvinnulífið leggi sitt af mörkum þegar kemur að losun gróðurhúsategunda og má segja að iðnaðurinn víðast hvar í heiminum hafi dregið lappirnar hvað það varðar. Þær breytingar sem hafa orðið hjá iðnaðinum hafa komið til vegna þrýstings frá almenningi, neytendum, sem skilja vel hversu alvarlegur loftslagsvandinn er, og að afleiðingarnar munu skerða lífsgæði næstu kynslóða með skelfilegum hætti ef ekkert verður að gert. Neytendur skilja líka að ábyrgð fyrirtækja er mikil. Til þess að svara þessu kalli hafa flest fyrirtæki gert minniháttar breytingar þegar kemur að eigin rekstri. Mörg hver varla nokkuð sem mark er á takandi og skipta líklega ekki miklu máli þegar kemur að heildarhagsmunum mannkyns. Neytendur sjá þetta auðvitað ansi vel og spyrna við með buddunni þegar fyrirtæki láta umhverfismálin í léttu rúmi liggja. Það þarf því meira að koma til ef fyrirtæki ætla ekki að líta út eins og skussar á tímum náttúruverndar þar sem ímyndunarvandi getur reynst dýrkeyptur. Og hvað eiga skussar að gera? Lausnin er oftar en ekki að koma á einhverskonar grænþvottakerfi, hvaða nafni sem það kallast, svo fyrirtækin geta skreytt sig með snyrtilega hönnuðum viðurkenningarskjölum til sönnunar um að þau séu sannarlega að leggja eitthvað af viti til umhverfismála. Og þar koma einmitt hin íslensku Darwin-verðlaun til sögunnar, sem kallast auðvitað Umhverfisverðlaun Atvinnulífsins og eru veitt af Samtökum atvinnulífsins til fyrirtækja á hverju ári. Framtíðin eru framrúðuplástrar! Verðlaunin eru veitt í tveimur flokkum; umhverfisfyrirtæki ársins og framtak ársins á sviði umhverfismála. Í ár var framtak ársins á sviði umhverfismála tryggingafyrirtækið Sjóvá. Hið mikla framtak var tvíþætt. Annarsvegar InnSýn sem gerir tjónamatsmönnum Sjóvá kleift að skoða tjón í gegnum myndefni viðskiptavinar, og sparar þannig umtalsverðan akstur. Því er haldið fram að ef miðað er við meðaltal sparnaðar síðustu mánuði má áætla að sparast hafi yfir hundrað þúsund kílómetrar í akstri frá því lausnin var tekin í notkun í ársbyrjun 2021. Þannig hafi verið komið í veg fyrir losun yfir 15 tonn af koltvísýringi út í andrúmsloftið að sögn Sjóvár. Svo hinsvegar framrúðuplástra-verkefni félagsins sem snýr að því að hvetja viðskiptavini og verkstæði til að láta gera við framrúður í stað þess að skipta þeim út, sé þess kostur. Við þetta verður samdráttur í áætlaðri losun sem nemur um 15 tonnum kolefnisígilda á árunum 2020 og 2021. Með því einu að plástra framrúðuna. Þetta hljómar auðvitað frábærlega. Við spörum 15 tonn af CO2 á um árs tímabili með rúðuplástrum. 15 tonn af kolefnisígildum fyrir að láta viðskiptavini taka myndir af brotnu rúðunum sínum og senda skrifstofumönnum Sjóvár. Það gera 30 tonn í heildina! Er ekki hægt að veita þeim Stórriddarakrossinn í leiðinni og atvinnulífinu öllu fyrir hugtakssemi fyrst að það var enginn annar en forseti lýðveldisins, Guðni Th. Jóhannesson, sem afhenti tárvotum stjórnendum Sjóvár verðlaunin? Barnlaus hjón næstum því kolefnisjöfnuð Skoðum samt aðeins hvað 15 tonn af CO2 þýðir. Til þess að kolefnisjafna 15 tonn af koltvísýring á einu ári þyrfti að gróðursetja 690 tré. Það er óneitanlega slatti. Votlendissjóður Einars Bárðarsonar þyrfti að fræsa einn hektara. Slíkt er kannski dagsverk. Og ef lesandi telur sig geta gert betur en framtaksverkefni Sjóvár, þá er það raunar á færi flestra Íslendinga með millitekjur. Þú þarft aðeins að kolefnisjafna þig um 65 þúsund krónur til þess að jafna 30 tonn af koltvísýringi sem Sjóvá sparar okkur á hverju ári, eða um 5400 krónur á mánuði í eitt ár. Ef þú ert blankur, gætir þú auðvitað gróðursett 1400 tré. Það er því erfitt að færa rök fyrir því að hér sé um sérstaklega metnaðarfullt verkefni að ræða sem styðji við hringrásarhagkerfið sem nokkru nemur. Meðalheimili í Bandaríkjunum losar um 7.5 tonn af koltvísýringi á ári. Sjóvá var semsagt verðlaunað sérstaklega fyrir að spara Íslandi losun koltvísýrings á við fjögur bandarísk heimili yfir allt árið. Árið 2016 losaði einn íslenskur einstaklingur 16.9 tonn CO2 á einu ári, en við trónum efst á lista ESB og EFTA þegar kemur að losun einstaklinga af koltvísýringi út í andrúmsloftið. Verkefnin tvö ná því ekki samanlagt að kolefnisjafna barnlaus íslensk hjón, en næstum því. Sjóvá til varnar, þá er fyrirtækið meðvitað um hringrásarkerfið og mikilvægi þess og hafa tekið skref í áttina. Látum liggja á milli hluta stórkostlegan ávinning af því fyrir Sjóvá að plástra framrúður í stað þess að skipta um þær. Gróðinn þar nemur líklega eitthvað meira en 65 þúsund krónum á ári. Umhverfisverðlaun með snefil af sjálfsvirðingu Sem ber okkur að sigurvegurum ársins. En þið verðið að lofa að hlæja ekki líkt og þegar við hlæjum lágt við lestur á kvikindislegum lýsingum Darwin verðlaunanna á furðulegum uppátækjum utan úr heimi. Handhafi Darwin-verð…*afsakið*.. Umhverfisverðlauna Atvinnulífsins fyrir árið 2022 er… Norðurál! Kannski eru svona fá græn fyrirtæki á landinu til þess að verðlauna, kannski er úrvalið ekki betra en þetta hjá íslensku atvinnulífi, ekki að það útskýri yfir höfuð að nokkur umhverfisverðlaun með snefil af sjálfsvirðingu skuli yfir höfuð verðlauna einn stærsta mengunarvald landsins. Eru þetta í alvörunni valkostir atvinnulífsins þegar kemur að umhverfisvænum fyrirtækjum? Koltvísýringslosun Norðuráls samkvæmt mælingum sem birtar voru í fyrirspurn Alþingis árið 2011 var 411 þúsund tonn samkvæmt mælingum Umhverfisstofnunar. Tæplega 30% losunar á gróðurhúsalofttegundum á Íslandi öllu kom frá áliðnaði árið 2018 og hefur líklega ekkert breyst, frekar að hlutdeild fyrirtækjanna hafi aukist. Hvernig dettur atvinnulífinu þá í hug að verðlauna Norðurál ef ekki út frá Darwíniskri heimsku? Því er haldið fram að kolefnisspor áls frá Norðuráli sé með því lægsta sem gerist í heiminum í áliðnaðinum - það er varla úr háum söðli að detta og hefur fyrirtækið sett sér það markmið að ná fullu kolefnishlutleysi í tiltölulega nálægri framtíð. Þá skiptir engu að í einstaklega fegruðu grænu bókhaldi fyrirtækisins er tekið fram að losun á einu tonni af koltvísýringi út í andrúmsloftið er 1,61 tonn á eitt tonn af áli. Þetta lítur svo sem ekki illa út í bókhaldinu. Einu sinni var þessi tala 1,65 tonn. En sé þetta margfaldað með magni áls sem Norðurál framleiðir á hverju ári, kemur í ljós að Norðurál framleiðir 315.182 tonn af áli á ári, sem þýðir að losun koltvísýrings hefur aukist umtalsvert og stendur núna í um 507 þúsund tonnum á ári. Með réttu myndi það kosta Norðurál rúmlega 200 milljónir á ári að kolefnisjafna sig ef miðað er við alþjóðleg viðmið um að CO2 kosti um 3 dollara á tonnið, sem er ansi varlega áætlað. Til gamans má geta að það tæki Sjóvá um 34 þúsund ár að kolefnisjafna árslosun Norðuráls með öllum sínum 30 tonnum. Það eru ansi margir rúðuplástrar og enn fleiri klunnalegar myndir af brotnum framrúðum. Svo ég tali nú ekki um dýrmætasta gjaldmiðilinn sem við eigum ekki lengur, tíma. Ekki slá handsprengju með sleggju! Svo við skiljum þetta rétt, þá er Norðurál að fá verðlaun úr höndum forsetans fyrir framúrskarandi árangur í umhverfismálum þrátt fyrir að hafa aukið koltvísýringslosun fyrirtækisins um rétt tæplega hundrað þúsund tonn á um einum áratug. Það er farið úr 411 þúsund tonnum á ári upp í 507 þúsund tonn. Skýringin er auðvitað sú að fyrirtækið framleiðir meira nú en fyrir áratug. Og losar þar af leiðandi meira út í andrúmsloftið. Semsagt, eitt fyrirtæki fær hvatningarverðlaun fyrir að kolefnisjafna næstum því barnlaus íslensk hjón, annað fyrirtæki fær heiðursverðlaun fyrir að vera umhverfisvænna en flest sambærileg álver í heiminum (sem er að mestu að þakka hreinni orku Íslendinga) en hefur samt aukið losun Íslendinga um tæp 100 þúsund tonn á ári af koltvísýringi á um einum áratug, eða um 23 prósent. Jafnvel náttúrufræðingurinn Charles Darwin hefði ekki haft hugarflugið til þess að ímynda sér að fyrirtæki framtíðarinnar myndu verðlauna hvort annað fyrir kjánaskap og að darwinískt náttúruval myndi að lokum ekki velta á hinum náttúrulega sterku, heldur almannatengslabrellum með forseta Íslands í forgrunni. Það er löngu kominn tími til þess að skera upp herör gegn yfirgengilegum blekkingum fyrirtækja sem skreyta sig allskonar furðulegum fjöðrum, stolnum og heimatilbúnum, til þess að fegra kolefnisfótsporið sitt. Sá blekkingarleikur endar með skelfingu. Þá skiptir engu hversu fínar grænþvottanir má finna á heimasíðum fyrirtækja sem þráskallast við að taka ábyrgð á eigin gjörðum í skjóli athafnaleysis stjórnmála - sem eru í lok dagsins auðvitað stærsti og alvarlegasti vandinn. Mörg fyrirtæki eru að gera vel og fjölmargir vilja gera betur líkt og Sjóvá. Það má að sjálfsögðu styðja og styrkja slíkt sem um nemur. En að verðlauna eitt mest mengandi fyrirtæki landsins fyrir framtakssemi í náttúruverndarmálum er hreinlega meinfyndið eins og Darwin-verðlaunin sjálf og vitsmunalega á pari við fólk sem slær handsprengjur með sleggjum. Það sýnir ennfremur hversu brengluð viðhorf atvinnulífið hefur til þessa stóra vandamáls sem losun gróðurhúsalofttegunda er fyrir samfélagið og heiminn allan. Kannski væri réttast að kalla þetta firringu, enda afhjúpa verðlaunin þá döpru staðreynd að atvinnulífið tekur vandann ekki mjög alvarlega. Ég hvet forseta Íslands til þess að hætta að taka þátt í þessu skaðlega leikriti atvinnulífsins. Því framtíðin mun minnast þessa verðlauna með sama hætti og við hugsum nú til Darwin-verðlaunanna ósmekklegu eða andrúmslofts hrunáranna þegar fyrrverandi forseti talaði upp óábyrgt viðskiptalíf Íslendinga fyrir hrunið. Nú eru það verðlaun til handa fyrirtækja eins og Norðuráls sem auka á loftslagsvandann á kostnað framtíðar Íslendinga með óheyrilegum skaða fyrir umhverfi og loftslag. Og til þess að gæta að öryggi allra - því það virðist vera fullt tilefni til - er rétt að benda atvinnulífinu á að það er hættulegt að leika sér með koparflugdreka í þrumuveðri og það er stórhættulegt að slá handsprengjur með sleggjum. Höfundur er ritstjóri.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar