Kanna sameiningu NTÍ og Bjargráðasjóðs Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. október 2022 09:09 Verið er að skoða tryggingavernd bænda vegna óvæntra áfalla í búskap. Vísir/Vilhelm Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleikann á því að sameinast Náttúruhamfaratryggingum Íslands, NTÍ. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem vísað er í að starfshópur um tryggingavernd bænda hafi nýverið skilað inn skýrslu til matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra, og var ætlað að greina stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og gera tillögur að úrbótum. Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals. Starfshópurinn lagði til þrjár tillögur. Sú fyrsta gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi en þó yrði ráðist í aðgerðir til að kynna betur fyrir bændum möguleika tryggingaverndar í núverandi mynd, auk setningar nýrrar reglugerðar og endurskoðunar á lögum um Bjargráðasjóð. Önnur tillaga setti fram tvo kosti sem meðal annars fól í sér að mat verði gert á sameiningu Bjargráðasjóðs við Náttúruhamfaratryggingu Íslands eða að sjóðurinn verði að deild innan NTÍ með sambærilegri iðgjaldainnheimtu. Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þriðja tillagan fól í sér umfangsmeiri uppstokkun á kerfinu, sem innifelur meðal annars í sér valkvæða uppskerutryggingu byggða á iðgjöldum. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleika á framkvæmd tillögu um sameiningu Bjargráðasjóðs og NTÍ og skili greinargerð að því loknu. Landbúnaður Náttúruhamfarir Veður Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins þar sem vísað er í að starfshópur um tryggingavernd bænda hafi nýverið skilað inn skýrslu til matvælaráðherra. Hópurinn var skipaður í fyrra, og var ætlað að greina stöðu tryggingaverndar bænda vegna óvæntra áfalla í búskap og gera tillögur að úrbótum. Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals. Starfshópurinn lagði til þrjár tillögur. Sú fyrsta gerir ráð fyrir óbreyttu fyrirkomulagi en þó yrði ráðist í aðgerðir til að kynna betur fyrir bændum möguleika tryggingaverndar í núverandi mynd, auk setningar nýrrar reglugerðar og endurskoðunar á lögum um Bjargráðasjóð. Önnur tillaga setti fram tvo kosti sem meðal annars fól í sér að mat verði gert á sameiningu Bjargráðasjóðs við Náttúruhamfaratryggingu Íslands eða að sjóðurinn verði að deild innan NTÍ með sambærilegri iðgjaldainnheimtu. Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða. Þriðja tillagan fól í sér umfangsmeiri uppstokkun á kerfinu, sem innifelur meðal annars í sér valkvæða uppskerutryggingu byggða á iðgjöldum. Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að Matvælaráðherra hefur farið þess á leit við stjórn Bjargráðasjóðs að hún kanni möguleika á framkvæmd tillögu um sameiningu Bjargráðasjóðs og NTÍ og skili greinargerð að því loknu.
Hvað er Bjargráðasjóður? Samkvæmt 8. gr. laga nr. 49/2009 um Bjargráðasjóð, er það hlutverk hans að veita einstaklingum og félögum fjárhagsaðstoð til að bæta meiri háttar beint tjón af völdum náttúruhamfara. Bjargráðasjóður fjallar einkum um umsóknir um styrki vegna beinna tjóna á girðingum, túnum og heyi. Beint tjón á túnum getur t.d. stafað af óvenjulegum kulda, þurrka, óþurrka og kals.
Hvað er Náttúruhamfaratrygging Íslands? Náttúruhamfaratrygging Íslands er opinber stofnun sem hefur það hlutverk að vátryggja helstu verðmæti gegn náttúruhamförum. NTÍ bætir beint tjón af völdum: eldgosa, jarðskjálfta, skriðufalla, snjóflóða og vatnsflóða.
Landbúnaður Náttúruhamfarir Veður Tryggingar Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Loftslagsmál Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira