Sinfónían fær óháðan aðila til að skoða mál Árna Heimis Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. október 2022 18:48 Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands Stöð 2 Stjórn og framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands hafa ákveðið að fela óháðum fagaðila að skoða mál er varðar meint kynferðisbrot Árna Heimis Ingólfssonar gegn Bjarna Frímanni Bjarnasyni. Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því á fimmtudag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni segir Bjarni frá því að hann hafi greint stjórnendum Sinfóníunar frá ofbeldinu, en þeir hafi ekkert aðhafst. Meðal þeirra sem Bjarni kveðst hafa greint frá ofbeldinu er Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar. Bjarni kveðst hafa látið hana vita af málinu um leið og hún hóf störf hjá Sinfóníunni. Í kjölfar þess að Bjarni steig fram sendi Árni Heimir frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk og baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun. Að sama skapi sagðist hann vera staðráðinn í að vinna í sjálfum sér, eins og hann hefði gert síðustu tvö ár. Tjá sig lítið um málefni einstakra starfsmanna Í skriflegu svari Láru Sóleyjar við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að hendur SÍ séu að einhverju leyti bundnar, ef litið er til þess hversu mikið forsvarsmenn hennar megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Ég get hinsvegar staðfest að Árni Heimir, sem áður starfaði sem listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, er ekki starfsmaður hjá hljómsveitinni og sinnir engum verkefnum fyrir hana,“ segir í svari Láru Sóleyjar. Þá segir þar að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ taki ofbeldismál mjög alvarlega og að sárt hafi verið að heyra frásögn Bjarna Frímanns. „Þegar upp koma mál er varða einelti, áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru innleiddir hjá okkur 2017 og uppfærðir síðast árið 2021. Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við aðstoðar og ráðleggingar utanaðkomandi og óháðra sérfræðinga. Stjórnendur taka síðan ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum og eðli máls hverju sinni,“ segir þá í svarinu. Þá kemur fram að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að „skoða þetta mál í kjölinn.“ Sú vinna fari strax af stað. Í svarinu kemur ekki fram um hvaða óháða aðila er að ræða, né hvers konar vinnu viðkomandi muni ráðast í. Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því á fimmtudag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. „Árni Heimir Ingólfsson braut á mér kynferðislega á heimili sínu þegar ég var nemandi hans í Listaháskóla Íslands. Ég var 17 ára, hann var 35 ára. Hann var til langs tíma tónlistarstjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og um leið formaður verkefnavalsnefndar hennar,“ segir í færslu Bjarna Frímanns á Facebook. Í færslunni segir Bjarni frá því að hann hafi greint stjórnendum Sinfóníunar frá ofbeldinu, en þeir hafi ekkert aðhafst. Meðal þeirra sem Bjarni kveðst hafa greint frá ofbeldinu er Lára Sóley Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri Sinfóníunnar. Bjarni kveðst hafa látið hana vita af málinu um leið og hún hóf störf hjá Sinfóníunni. Í kjölfar þess að Bjarni steig fram sendi Árni Heimir frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa farið yfir mörk og baðst afsökunar á ósæmilegri hegðun. Að sama skapi sagðist hann vera staðráðinn í að vinna í sjálfum sér, eins og hann hefði gert síðustu tvö ár. Tjá sig lítið um málefni einstakra starfsmanna Í skriflegu svari Láru Sóleyjar við fyrirspurn fréttastofu um málið segir að hendur SÍ séu að einhverju leyti bundnar, ef litið er til þess hversu mikið forsvarsmenn hennar megi tjá sig um málefni einstakra starfsmanna. „Ég get hinsvegar staðfest að Árni Heimir, sem áður starfaði sem listrænn ráðgjafi hljómsveitarinnar, er ekki starfsmaður hjá hljómsveitinni og sinnir engum verkefnum fyrir hana,“ segir í svari Láru Sóleyjar. Þá segir þar að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ taki ofbeldismál mjög alvarlega og að sárt hafi verið að heyra frásögn Bjarna Frímanns. „Þegar upp koma mál er varða einelti, áreitni eða ofbeldi í vinnuumhverfinu þá förum við eftir ferlum sem voru innleiddir hjá okkur 2017 og uppfærðir síðast árið 2021. Í þeim ferlum felst að þegar slík mál koma inn á okkar borð þá leitum við aðstoðar og ráðleggingar utanaðkomandi og óháðra sérfræðinga. Stjórnendur taka síðan ákvörðun út frá fyrirliggjandi upplýsingum og eðli máls hverju sinni,“ segir þá í svarinu. Þá kemur fram að stjórn og framkvæmdastjóri SÍ hafi ákveðið að fela óháðum fagaðila að „skoða þetta mál í kjölinn.“ Sú vinna fari strax af stað. Í svarinu kemur ekki fram um hvaða óháða aðila er að ræða, né hvers konar vinnu viðkomandi muni ráðast í.
Sinfóníuhljómsveit Íslands MeToo Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48 Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55 Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Fleiri fréttir Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Sjá meira
Segir trausta verkferla innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands Framkvæmdastjóri Sinfóníu Íslands segir mjög trausta ferla og viðbragðsáætlanir vera innan Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Fyrrverandi hljómsveitarstjóri segir stjórnendur ekkert hafa aðhafst þegar hann greindi frá kynferðisofbeldi af hálfu lykilmanns hjá Sinfóníunni. 29. september 2022 20:48
Árni Heimir biðst afsökunar á ósæmilegri hegðun Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands segist hafa verið í mikill sjálfsvinnu undanfarin tvö ár og að hann biðji þá sem hann hefur hegðað sér ósæmilega gegn afsökunar. 29. september 2022 18:55
Segir Árna Heimi hafa brotið á honum kynferðislega Bjarni Frímann Bjarnason, fiðluleikari og hljómsveitarstjóri, greindi frá því í dag að Árni Heimir Ingólfsson, fyrrverandi tónlistarstjóri Sinfóníu Íslands, hefði brotið á honum kynferðislega þegar hann var sautján ára gamall og Árni Heimir 35 ára. 29. september 2022 17:25