Ógleymanleg ferð til Kúbu með VITA Icelandair 30. september 2022 09:03 Kúbverjar eru þekktir fyrir afslappað viðmót og eru vindlar, romm og kaffi þeirra helsta söluvara og tónlistin eitt helsta tjáningarform. Tónlistin, vindlarnir, rommið og hvítar strendurnar á ævintýraeyjunni Kúbu eru nú loksins aftur innan seilingar því VITA býður nú beint flug með Icelandair. Farið verður þann 19. nóvember í vikuferð undir fararstjórn Kristins R. Ólafssonar og Stefáns Ásgeirs Guðmundssonar og gist bæði í höfuðborginni Havana og strandbænum Varadero. Heimsókn til Kúbu er engu lík og í ferðinni kynnumst við töfrandi suðupotti þeirra ólíku menningarheima sem einkenna samfélagið þar sem gætir áhrifa bæði frá Afríku og Spáni. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Kúbverjar eru þekktir fyrir afslappað viðmót og eru vindlar, romm og kaffi þeirra helsta söluvara og tónlistin eitt helsta tjáningarform. Tónlistin sveipar Havana bæði þokka og dulúð og njóta má tónlistarinnar um alla borg, á kaffihúsum og næturklúbbum. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Fortíðin lifir enn Heimsókn til Kúbu hefur löngum verið líkt við ferðalag aftur í tímann en yfirbragð sjötta áratugarins hefur einkennt eyjuna í kjölfar byltingarinnar sem hófst 1953. Þó lífið á eyjunni sé smám saman að færast í átt til nútímans er fortíðina enn að finna í húsabyggingum, sjarmerandi götumyndinni og misvel uppgerðum fornbílum sem aka um götur. Það er því sérstök tilfinning að ganga um elsta hluta Havana. Heimsókn til Kúbu hefur oft verið líkt við tímaferðalag. Göngutúr um Obispo-götuna með vindil í munnviki er nauðsynleg og að feta í fótspor rithöfunda eins og Hemingway og Graham Greene sem settu sterkan svip á borgina á sínum tíma og gera reyndar enn. Þá litar rómantísk ímynd byltingarforingjans Che Guevara borgina og hægt er að kynna sér skrautlega stjórnmálasögu Kúbu á Byltingarsafninu í gömlu forsetahöllinni. Falleg torg er einnig að finna í Gömlu Havana. Byggingum í kringum Stjórnarráðstorgið hefur verið vel viðhaldið og þykir gamla Landstjórahúsið frá tímum Spánverja sérlega glæsilegt. Á torginu er oft hægt að fylgjast með fornbókasölum að störfum og stundum bregður fyrir götulistamönnum. Við dómkirkjutorgið standa listagallerí, söfn og skemmtilegur veitingastaður, El Patio, þar sem hægt er að setjast niður, hlusta á tónlist og fá sér drykk. Vaðið í ylvolgum sjó við Varadero Hægt verður að gista í strandbænum Varadero sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Havana. Hvítar strendur og ylvolgur sjór einkenna Varadero en þar er sérlega aðgrunnt og hægt að vaða langt í sjó fram. Varadero er einnig paradís fyrir golfáhugafólk og þá sem stunda sjóíþróttir en þar er hægt að fara á sjóskíði, sigla á skútum og stunda stangveiði. Aðgrunnt er við strendur Varadero og hægt að vaða langt út í ylvolgum sjónum. Nánari upplýsingar um ferðina og bókanir er að finna hér á vefsíðu VITA. Ferðalög Kúba Icelandair Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira
Heimsókn til Kúbu er engu lík og í ferðinni kynnumst við töfrandi suðupotti þeirra ólíku menningarheima sem einkenna samfélagið þar sem gætir áhrifa bæði frá Afríku og Spáni. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Kúbverjar eru þekktir fyrir afslappað viðmót og eru vindlar, romm og kaffi þeirra helsta söluvara og tónlistin eitt helsta tjáningarform. Tónlistin sveipar Havana bæði þokka og dulúð og njóta má tónlistarinnar um alla borg, á kaffihúsum og næturklúbbum. Á eyjunni ríkir einstakt andrúmsloft sem gaman er að upplifa. Fortíðin lifir enn Heimsókn til Kúbu hefur löngum verið líkt við ferðalag aftur í tímann en yfirbragð sjötta áratugarins hefur einkennt eyjuna í kjölfar byltingarinnar sem hófst 1953. Þó lífið á eyjunni sé smám saman að færast í átt til nútímans er fortíðina enn að finna í húsabyggingum, sjarmerandi götumyndinni og misvel uppgerðum fornbílum sem aka um götur. Það er því sérstök tilfinning að ganga um elsta hluta Havana. Heimsókn til Kúbu hefur oft verið líkt við tímaferðalag. Göngutúr um Obispo-götuna með vindil í munnviki er nauðsynleg og að feta í fótspor rithöfunda eins og Hemingway og Graham Greene sem settu sterkan svip á borgina á sínum tíma og gera reyndar enn. Þá litar rómantísk ímynd byltingarforingjans Che Guevara borgina og hægt er að kynna sér skrautlega stjórnmálasögu Kúbu á Byltingarsafninu í gömlu forsetahöllinni. Falleg torg er einnig að finna í Gömlu Havana. Byggingum í kringum Stjórnarráðstorgið hefur verið vel viðhaldið og þykir gamla Landstjórahúsið frá tímum Spánverja sérlega glæsilegt. Á torginu er oft hægt að fylgjast með fornbókasölum að störfum og stundum bregður fyrir götulistamönnum. Við dómkirkjutorgið standa listagallerí, söfn og skemmtilegur veitingastaður, El Patio, þar sem hægt er að setjast niður, hlusta á tónlist og fá sér drykk. Vaðið í ylvolgum sjó við Varadero Hægt verður að gista í strandbænum Varadero sem er í um tveggja klukkustunda akstursfjarlægð frá Havana. Hvítar strendur og ylvolgur sjór einkenna Varadero en þar er sérlega aðgrunnt og hægt að vaða langt í sjó fram. Varadero er einnig paradís fyrir golfáhugafólk og þá sem stunda sjóíþróttir en þar er hægt að fara á sjóskíði, sigla á skútum og stunda stangveiði. Aðgrunnt er við strendur Varadero og hægt að vaða langt út í ylvolgum sjónum. Nánari upplýsingar um ferðina og bókanir er að finna hér á vefsíðu VITA.
Ferðalög Kúba Icelandair Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Lífið Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Vestfjarðaglæpasaga sem kemur á óvart Bókakonfekt Forlagsins: Níu höfundar lesa upp í kvöld Ritdómur: Naskar mannlýsingar í misjöfnu verki Troðfull Smáralind af krökkum að fylgjast með Birgittu Bókaumfjöllun: Að hverfa í tómið Bókaumfjöllun: Kjarkmiklar og áræðnar konur Rauðvínsgljáður sviðakjammi og mysuglassúr á kleinu Höfundar lesa upp í beinni Upplifun og dýrmætar minningar í jólagjöf Bókaumfjöllun: Netflix áhrif í ljúfri jólaástarsögu Bókaumfjöllun: „Allt sem rafmagnið huldi“ Magnesíum kemur í mörgum mismunandi formum Jólaboð sem gleður og yljar á aðventunni Pantaðu sól og gleði með Úrval Útsýn Ritdómur: Gáskafull þeysireið Friðsemdar Ostaboxið frá EasyCheese hefur slegið í gegn Nýr og glæsilegur uppskriftavefur frá Nóa Síríus Ritdómur: Glæpasaga hlaðin leyndarmálum og rómans Ritdómur: Ekkert eins ljúffengt og minningin Þriggja daga veisla með Skálmöld í Hörpu Hrá upplifun í einstakri náttúruperlu Hlúa að heilsunni í infrarauðum hita í skammdeginu Óléttan breytir viðhorfum til innihaldsefna Allt í búðinni í boði - gjafabréf frá Maí stórsniðug jólagjöf Veldu Natracare – Hreinar og umhverfisvænar tíðarvörur fyrir heilbrigði kvenna Jólin byrja í Kjötkompaní Lærðu allt um kokteila í Kokteilaskólanum Afsláttur í BYKO fyrir fólk í framkvæmdum Fagnaðu 30 ára afmæli lakkrístoppsins „Að fá þykkt og fallegt hár hefur fyrst og fremst gefið mér aukið sjálfstraust“ Sjá meira