Framkvæmdir í Hvassaleiti gætu tekið allt að eitt ár Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. september 2022 17:00 Áfram er opin hola við lögnina sem gaf sig. Vísir/Vilhelm Verið er að vinna að því að endurnýja lögnina sem rofnaði í Hvassaleiti í byrjun september. Framkvæmdir gætu hafist öðru hvoru megin við áramótin ef einfaldasta leiðin er farin en næsta vor ef ákveðið verður að fara flóknari leiðina. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og lögnin tekin aftur í rekstur fyrir lok næsta árs. Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS. Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Nokkur þúsund tonn af vatni flæddu um Hvassaleiti niður að Kringlu þegar sextíu ára gömul kaldavatnslögn gaf sig föstudagskvöldið 2. september. Um var að ræða stóra stofnlögn sem flutti kalt vatn vestur í bæ en eftir að grafið var niður að lögninni kom í ljós að hún hafi rofnað á samskeytum vegna tæringar í burðarvirki lagnarinnar. Í tilkynningu Veitna til íbúa í síðustu viku kom fram að holan við lögnina væri enn opin og að hún yrði það áfram á meðan verið væri að ákveða hvernig best væri að endurnýja lögnina. Samkvæmt upplýsingum frá Veitum er verið að vinna í valkostagreiningu og má búast við niðurstöðu úr henni á næstu tveimur vikum. Tvær lausnir eru líklegastar en önnur þeirra myndi fela í sér að holan yrði áfram opin. Sú lausn væri tiltölulega einföld í framkvæmd og gæti farið af stað öðru hvoru megin við áramótin. Hin leiðin myndi fela í sér að grafið yrði fyrir nýjum lögnum en holunni yrði þá lokað og framkvæmdir gætu hafist næsta vor. Á meðan viðgerð stendur yfir er aukið álag á aðrar lagnir í kerfinu en hægt er að taka út lagnir í einhvern tíma án þess að það hafi áhrif á viðskiptavini. Búast má við því að framkvæmdir geti tekið allt að eitt ár og að lögnin verði þá tekin í rekstur fyrir lok næsta árs. „Þó að það sé ekki sjáanlegt fólk á staðnum vinnum við hörðum höndum að því að finna bestu lausnina fyrir íbúa hverfisins. Við minnum á að holan er af girt og vöktuð af okkur. Við munum einnig upplýsa ykkur um leið og ákvörðun hefur verið tekin um næstu skref,“ segir í tilkynningu til íbúa. Þá vinna Veitur að því með tryggingarfélagi sínu, VÍS, að því að meta umfang tjónsins, en ekki liggur fyrir hvort ábyrgðartrygging Veitna nái yfir tjónið. Ef svo er ekki munu Veitur þó bæta tjónið samkvæmt mati VÍS.
Rofin vatnslögn við Hvassaleiti Tryggingar Reykjavík Tengdar fréttir „Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20 Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40 Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Erlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Það flæddi hérna bara eins og beljandi stórfljót“ Ljóst er að heilmikið tjón hafi orðið þegar vatnslögn rofnaði í höfuðborginni í gær. Íbúar segjast aldrei hafa séð annað eins en ekki liggur fyrir hvað varð til þess að lögnin rofnaði. Þá liggur ekki heldur fyrir hver muni bera kostnaðinn vegna tjónsins. 3. september 2022 22:20
Aðrar orsakir en mannleg mistök Forstöðumaður vatns- og fráveitu hjá Veitum segir að nóttin hafi farið í hreinsa upp eftir stóran vatnsleka í Hvassaleiti. Nú sé fram undan hefðbundin vinna við að komast að því hvað orsakaði lekann. Engar framkvæmdir séu á svæðinu og því engin augljós orsök. 3. september 2022 10:40
Vatn flæddi inn í hús og bíla Vatn flæddi um götur í Hvassaleitinu í gærkvöldi eftir að 800 millimetra kaldavatnslögn fór í sundur. Vatnið flæddi inn í nokkur hús á svæðinu, kjallara, bílskúra og bíla. Ljóst er að nokkuð tjón varð. 3. september 2022 07:46