Skoða flutning Hagskælinga í Korpuskóla Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. september 2022 06:40 Hluti nemenda Hagaskóla er nú í Ármúla 30. Já.is Til skoðunar er að flytja hluta nemenda í áttunda og níunda bekk Hagaskóla tímabundið í Korpuskóla. Þá er einnig möguleiki að húsnæðið sem Hagaskóli hefur haft til umráða í Ármúla verði tvísetið en fulltrúar Reykjavíkurborgar funduðu með fulltrúum skólans í vikunni um næstu skref. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Hagskælingar voru fluttir í húsnæðið í Ármúla í upphafi árs eftir að upp komst um myglu í einni álmu skólans síðasta vetur. Nýverið hafi þó komið í ljós að brunavörnum væri ábótavant í Ármúlanum en til stóð að nemendur yrðu þar fram yfir áramót. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, þar á meðal frá skóla- og frístundasviðið og umhverfis og skipulagssviði, funduðu með skólaráði Hagaskóla, foreldrafélagi og trúnaðarmönnum starfsfólks í vikunni þar sem fulltrúar slökkviliðsins kynntu niðurstöður sínar. Niðurstaðan fundarins var að skoða annað hvort flutning í Korpuskóla eða að húsnæðið í Ármúla yrði tvísetið, líkt og staðan var í gær. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í samtali við Morgunblaðið segir flutning í Korpuskóla síðri kostinn en að ákveðin vandamál fylgi einnig seinni valkostinum, enda hafi það í för með sér skerðingu á viðverutíma nemenda þar sem hópurinn er tvískiptur. „Aðalvandamálið í Ármúla er að það eru of margir nemendur miðað við rýmingarleiðir, sérstaklega á þriðju hæðinni og hluta annarrar hæðar. Það er mikið keppikefli hjá skólanum að nemendahópurinn sé ekki margskiptur,“ sagði Helgi en ákvörðun verði vonandi tekin bráðlega. Borgarráð samþykkti í sumar tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár. Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. 2. desember 2021 20:01 Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Frá þessu er greint í Morgunblaðinu. Hagskælingar voru fluttir í húsnæðið í Ármúla í upphafi árs eftir að upp komst um myglu í einni álmu skólans síðasta vetur. Nýverið hafi þó komið í ljós að brunavörnum væri ábótavant í Ármúlanum en til stóð að nemendur yrðu þar fram yfir áramót. Fulltrúar Reykjavíkurborgar, þar á meðal frá skóla- og frístundasviðið og umhverfis og skipulagssviði, funduðu með skólaráði Hagaskóla, foreldrafélagi og trúnaðarmönnum starfsfólks í vikunni þar sem fulltrúar slökkviliðsins kynntu niðurstöður sínar. Niðurstaðan fundarins var að skoða annað hvort flutning í Korpuskóla eða að húsnæðið í Ármúla yrði tvísetið, líkt og staðan var í gær. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs, segir í samtali við Morgunblaðið segir flutning í Korpuskóla síðri kostinn en að ákveðin vandamál fylgi einnig seinni valkostinum, enda hafi það í för með sér skerðingu á viðverutíma nemenda þar sem hópurinn er tvískiptur. „Aðalvandamálið í Ármúla er að það eru of margir nemendur miðað við rýmingarleiðir, sérstaklega á þriðju hæðinni og hluta annarrar hæðar. Það er mikið keppikefli hjá skólanum að nemendahópurinn sé ekki margskiptur,“ sagði Helgi en ákvörðun verði vonandi tekin bráðlega. Borgarráð samþykkti í sumar tillögu um stækkun á Hagaskóla samhliða endurnýjun á húsnæði skólans. Töluverð uppbygging er framundan í skólahverfinu og er búist við áframhaldandi fjölgun nemenda í skólanum á næstu árum. Áætlaður framkvæmdatími er þrjú ár.
Skóla - og menntamál Mygla Reykjavík Grunnskólar Tengdar fréttir Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07 Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. 2. desember 2021 20:01 Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Hagskælingar fluttir í Ármúla Miklar skerðingar eru á skólastarfi Hagaskóla vegna myglu sem fannst í einni álmu skólans í vetur. Það mun vera áfram það sem eftir er skólaárs og munu níundu bekkingar skólans sækja námið í Ármúla. 4. janúar 2022 13:07
Nemendur kippa sér lítið upp við breytingarnar í Hagaskóla Til greina kemur að rífa hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói. Nemendur kippa sér hins vegar lítið upp við þetta fyrirkomulag, og raunar líkar það bara ágætlega. 2. desember 2021 20:01
Tvö hundruð Hagskælingar nema á Hótel Sögu Reykjavíkurborg hefur samið við eigendur Hótel Sögu um að leigja af þeim um 1100 fermetra á 2. hæð hótelsins auk aðgangs að sameign. Þar munu um tvö hundruð nemendur í 8. bekk Hagaskóla nema á meðan framkvæmdir fara fram í norðausturálmu skólans hvar myglu hefur orðið vart. 22. nóvember 2021 08:12