Málsókn gegn Facebook fyrir brot á Íslenskum samkeppnislögum Ástþór Magnússon skrifar 27. september 2022 13:31 Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ástþór Magnússon Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon skrifar Sjá meira
Bílainnflutningsfyrirtækið islandus.is hefur í tvo áratugi boðið lægri verð á nýjum og nýlegum bílum frá erlendum bílaumboðum. Undanfarin ár hefur Islandus.is auglýst þjónustuna á Facebook eftir að bandaríski netmiðillinn tók flesta landsmenn til sín. Meira að segja Forseti Íslands valdi Facebook til samskipta við þjóðina fram yfir Íslenska bloggmiðla sem margir hverjir berjast í bökkum við erlent stórfyrirtæki sem heldur úti sjóræningja fjölmiðlun á Íslandi. Facebook er einn stærsti skattsvikari Íslands. Á átta árum hafa nær 50 milljarðar í auglýsingatekjum frá Íslenskum fyrirtækjum og stjórnvöldum flætt úr landinu að stórum hluta til Facebook sem heldur úti skúffufyrirtæki á Írlandi og greiðir ekki krónu til Íslensks samfélags, hvorki VSK né aðra skatta. Facebook er með enga starfsmenn á Íslandi þrátt fyrir að vera stærsti fjölmiðill landsins. Íslendingar eru hafðir að fíflum með engri þjónustu á móðurmálinu og tilviljanakenndum fasískum aðgerðum í gegnum hringrás frá erlendum EkkiMáSvara (NoReply) netföngum. Þannig hefur Facebook nú bannað Islandus.is að auglýsa sín góðu tilboð á Mercedes Benz bílum sem í sumum tilfellum geta sparað neytendum milljónir króna. Í síðustu einkaþotuferð sinni til Íslands mengaði Zuckerberg ekki aðeins Íslenska náttúru með CO2 útblæstri frá skattaskjóls olíukaupum sínum, hann er nú einnig að brjóta Íslensk samkeppnislög Nr. 44/2005 og hefur komist upp með það mánuðum saman. Facebook svarar engum fyrirspurnum um málið á málefnalegum nótum, einhver úrkynjuð tölvumenni eða Fésbókadraugur eins og sumir kalla það virðast alfarið stjórna fyrirtækinu. Bréfi lögmanns sem var sent 15 ágúst s.l. til Meta Facebook skúffufyrirtækisins á Írlandi sem sagt er bera ábyrgð á Íslensku starfseminni var ekki svarað. Starfsmenn Dómsmálaráðuneytisins í Reykjavík virðast standa á gati og segjast ekki vita hvernig þeir geti haft samband við Facebook. Nú lætur islandus.is reyna á þá leið að stefna Meta Facebook fyrir dóm á Írlandi. Í gegnum vefsíðu Evrópusambandsins og þarlendra stjórnvalda verður stofnað dómsmál með skaðabótakröfu fyrir hverja þá auglýsingu sem Facebook illmennið hefur lokað fyrir með ólögmætum hætti. Þetta er kannski eina leiðin til að ná einhverju vitrænu sambandi við þetta fáránlega fyrirtæki sem tröllríður hér húsum og blóðmjólkar Íslenskt samfélag. Íslensk stjórnvöld þurfa að grípa til aðgerða og koma lögum yfir sjóræningjastarfsemi Facebook sem með óábyrgri ritstjórnarstefnu ógnar bæði heilbrigðum viðskiptaháttum og lýðræðisumræðu í landinu. Facebook er í dag með ráðandi stöðu á auglýsingamarkaði og í þjóðfélagsumræðu á Íslandi. Þetta er gengið svo langt að samskipti Forseta Íslands, ráðamanna, ráðuneyta og margra Íslenskra stofnana bæði almennar tilkynningar og auglýsingar fara nú að stórum hluta um Facebook ritskoðun í bandaríkjunum. Á augnabliki geta illa uppalin tölvumenni Facebook tekið uppá því að loka fyrir samskiptin og einstaka stofnanir þjóðfélagsins. Þannig hefur t.d. Facebook ritskoðun í dag lokað fyrir fréttaflutning íslensks fjölmiðils frá Úkraníu. Höfundur er stofnandi Friðar 2000.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun