Lífið

Leita að keppendum fyrir sjónvarpsþáttinn Krakkakviss

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss.
Mikael Emil Kaaber og Berglind Alda Ástþórsdóttir stjórna þættinum Krakkakviss. Stöð 2

Langar þig að keppa í sjónvarpsþættinum Krakkakviss? Stöð 2 leitar að þátttakendum á aldrinum 11–12 ára (í 6.–7. bekk) fyrir nýja þáttaröð af spurningaþættinum Krakkakviss.

Þrír keppendur eru saman í liði og keppa fyrir hönd þeirra íþróttafélaga sem þau styðja. Tökur á þáttunum fara fram í stúdíói Stöðvar 2 í nóvember og hefjast sýningar í janúar 2023. Stjórnendur Krakkakviss eru Berglind Alda Ástþórsdóttir og Mikael Emil Kaaber.

Það er einfalt að sækja um. Setjið saman þriggja manna lið og takið upp myndband þar sem þið segið stuttlega frá ykkur og liðinu. Í hverju liði þurfa að vera keppendur af fleiri en einu kyni.

Í myndbandinu er gott að þið kynnið ykkur með nafni, segið frá íþróttafélaginu ykkar og af hverju ykkur langar til að taka þátt í Krakkakviss. Svo viljum við endilega fá að heyra einn góðan brandara frá ykkur í lokin. 

Myndbandið þarf að vera innan við mínúta að lengd. Hlaðið því svo inn hér að neðan ásamt upplýsingum um liðið. Fyrir frekari fyrirspurnir er hægt að senda tölvupóst á [email protected].

Opið er fyrir umsóknir til 10. október.

Hér er hægt að senda inn umsókn.

Klippa: Langar þig að keppa í sjónvarpsþættinum Krakkakviss?

Tengdar fréttir

Met slegið í Kviss

Sextán liða úrslitin halda áfram í Kviss á Stöð 2 en á laugardaginn mættust Leiknismenn og Valsmenn í hörku viðureign.

Fögnuðu saman nýjasta samstarfinu

Lína Birgitta Sigurðardóttir, Sólrún Diego og Gurrý Jónsdóttir, þáttastjórnendur hlaðvarpsins Spjallið, hafa gefið út nýtt partýspil. Björn Bragi Arnarson gefur út spilið en hann gaf einnig út skipulagsdagbækur Sólrúnar, auk bókanna Heima og Skipulag.  

Þetta eru liðin sem keppa í þriðju þáttaröð af Kviss

Spurningaþátturinn Kviss hefur göngu sína á ný í kvöld undir stjórn Björns Braga Arnarssonar. Eins og í fyrri tveimur þáttaröðunum munu 16 lið mæta til leiks og keppa í útsláttarkeppni þar til eitt lið stendur uppi sem sigurvegari. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×