RavlE og félagar í NÚ rúlluðu LAVA upp Snorri Rafn Hallsson skrifar 23. september 2022 14:00 Leið NÚ og LAVA lá í Mirage þar sem Funky tryggði LAVA hnífalotuna og réttin á að byrja í vörn. TripleG hóf skammbyssulotuna á þrefaldri fellu en þá lék Bl1ck sama leik og kom NÚ yfir strax í upphafi. NÚ tryggði sér snemma gott forskot þar sem leikmenn liðsins sýndu mikinn aga í hægum og vel æfðum aðgerðum sem Spike réð ekkert við með vappanum. LAVA hysjaði örlítið upp um sig buxurnar um miðbik hálfleiks. Stalz og Goa7er sóttu góðar opnanir til að skapa liðsfélögum sínum tækifæri og halda svæðum á kortinu. RavlE fór hins vegar fyrir NÚ í góðum spretti undir lok hálfleiks til að ljúka hálfleiknum með gott forskot. Staða í hálfleik: LAVA 5 – 10 NÚ LAVA nálgaðist NÚ hægt og rólega í upphafi síðari hálfleiks þar sem Goa7er varði sprengjuna vel. Það var þó of seint í rassinn gripið og NÚ raðaði hverri lotunni inn á fætur annarri. Enn var RavlE atkvæðamestur í að brjóta vörn LAVA á bak aftur og léku leikmenn liðsins hver af öðrum til að vinna öruggan sigur. Hápunktur síðari hálfleiks var í nítjándu lotu þar sem Pandaz átti stórleik og sótti bæði upplýsingar og fellur fyrir NÚ. Lokastaða: LAVA 9 – 16 NÚ Næstu leikir liðanna: LAVA – TEN5ION, fimmtudaginn 29/9 klukkan 19:30 SAGA – NÚ, fimmtudaginn 29/9 klukkan 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16. september 2022 14:01 Miskunnarlaus Minidegreez tryggði Þór sigur á LAVA Í öðrum leik Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO mættust Þór og LAVA, liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti á síðasta tímabili. 14. september 2022 16:00 TripleG: Frístundaleiðbeinandi með yfir 8.000 klukkustundir í CS:GO Gísli Geir byrjaði að spila Counter Strike: Global Offensive eftir að hann komst í tölvuna hjá eldri bróður sínum og á sérstakar lukkunærbuxur til að spila í. 13. september 2022 13:31
Leið NÚ og LAVA lá í Mirage þar sem Funky tryggði LAVA hnífalotuna og réttin á að byrja í vörn. TripleG hóf skammbyssulotuna á þrefaldri fellu en þá lék Bl1ck sama leik og kom NÚ yfir strax í upphafi. NÚ tryggði sér snemma gott forskot þar sem leikmenn liðsins sýndu mikinn aga í hægum og vel æfðum aðgerðum sem Spike réð ekkert við með vappanum. LAVA hysjaði örlítið upp um sig buxurnar um miðbik hálfleiks. Stalz og Goa7er sóttu góðar opnanir til að skapa liðsfélögum sínum tækifæri og halda svæðum á kortinu. RavlE fór hins vegar fyrir NÚ í góðum spretti undir lok hálfleiks til að ljúka hálfleiknum með gott forskot. Staða í hálfleik: LAVA 5 – 10 NÚ LAVA nálgaðist NÚ hægt og rólega í upphafi síðari hálfleiks þar sem Goa7er varði sprengjuna vel. Það var þó of seint í rassinn gripið og NÚ raðaði hverri lotunni inn á fætur annarri. Enn var RavlE atkvæðamestur í að brjóta vörn LAVA á bak aftur og léku leikmenn liðsins hver af öðrum til að vinna öruggan sigur. Hápunktur síðari hálfleiks var í nítjándu lotu þar sem Pandaz átti stórleik og sótti bæði upplýsingar og fellur fyrir NÚ. Lokastaða: LAVA 9 – 16 NÚ Næstu leikir liðanna: LAVA – TEN5ION, fimmtudaginn 29/9 klukkan 19:30 SAGA – NÚ, fimmtudaginn 29/9 klukkan 20:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Tengdar fréttir Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16. september 2022 14:01 Miskunnarlaus Minidegreez tryggði Þór sigur á LAVA Í öðrum leik Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO mættust Þór og LAVA, liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti á síðasta tímabili. 14. september 2022 16:00 TripleG: Frístundaleiðbeinandi með yfir 8.000 klukkustundir í CS:GO Gísli Geir byrjaði að spila Counter Strike: Global Offensive eftir að hann komst í tölvuna hjá eldri bróður sínum og á sérstakar lukkunærbuxur til að spila í. 13. september 2022 13:31
Leikmenn Fylkis bliknuðu í samanburði við Bl1ck Þrír fyrrum Dusty leikmenn mættust í viðureign NÚs og Fylkis í gærkvöldi. Hart var slegist í Nuke og þurfti þrefalda framlengingu til að skera úr um sigurvegarana. 16. september 2022 14:01
Miskunnarlaus Minidegreez tryggði Þór sigur á LAVA Í öðrum leik Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO mættust Þór og LAVA, liðin sem höfnuðu í 2. og 3. sæti á síðasta tímabili. 14. september 2022 16:00
TripleG: Frístundaleiðbeinandi með yfir 8.000 klukkustundir í CS:GO Gísli Geir byrjaði að spila Counter Strike: Global Offensive eftir að hann komst í tölvuna hjá eldri bróður sínum og á sérstakar lukkunærbuxur til að spila í. 13. september 2022 13:31
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti