Krefst þess ekki að „allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. september 2022 20:00 Sviðshöfundur með fötlun telur að sleppa hefði átt umdeildri persónu í nýjasta stórsöngleik Þjóðleikhússins. Þá sé leikaravalið ekki stóra málið, heldur hvernig fatlað fólk sé ítrekað smættað niður í staðalímyndir. Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir. Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira
Söngleikurinn Sem á himni var frumsýndur hér í Þjóðleikhúsinu á föstudag, hugljúf saga sem hverfist um kórstarf í smábæ, en hefur óvænt hrundið af stað áleitinni umræðu um fötlunarfordóma. Allt hófst þetta með óvæginni gagnrýni Nínu Hjálmarsdóttur í Víðsjá á Rás 1, sem fötlunaraktivistar og fleiri hafa tekið undir. Nína fann einkum einni persónu sýningarinnar allt til foráttu; Dodda. Þar væri um að ræða svokallað „cripface“, þegar ófötluð manneskja leikur fatlaða manneskju. Neikvæðar staðalímyndir í forgrunni. Af hverju fann leikhúsið ekki fatlaðan leikara til að túlka Dodda? spurði Nína. Og inntur eftir þessu sama segir Magnús Geir Þórðarson Þjóðleikhússtjóri raunar allt opið þegar kemur að ráðningum leikara. En: „Við gerum ekki þá kröfu að allir hafi upplifað allt sem þeir segja á sviðinu heldur hafa þeir hæfni til að setja sig í spor annarra og miðla því á sem árangursríkastan hátt, til þess að sagan skili sér og hafi tilætluð áhrif.“ Edda Björgvinsdóttir leikkona, sem fer með hlutverk í téðri sýningu, stígur skrefinu lengra á Facebook. Spyr hvort menntun skipti engu. „Það sem við erum að gera á Sólheimum er samt áhugamennska í leiklist. Ekki atvinnumennska,“ skrifar Edda. Fagnar allri umræðu Og Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir sviðshöfundur, sem einnig er með fötlun, bendir á að fatlaðir leikarar með tilskilda menntun séu einmitt af skornum skammti. Þá er hún ekki endilega á því að æskilegt væri að fá fatlaðan leikara í verkið. „En miðað við hvernig fatlað fólk birtist í verkinu þá held ég að það hefði kannski verið betra að sleppa þessari persónu, miðað við tímana í dag. Ég sá myndina 2004, þá sló mig hvernig þessi fatlaði einstaklingur birtist, sem barn að eilífu. Og spurningin er, af hverju er hann hafður í myndinni? Til þess að þjóna hvaða hlutverki?“ segir Kolbrún. „Þjóðleikhúsið þarf að geta tekið gagnrýni og ég skil alveg af hverju hún spyr: Hvernig gat þetta gerst og af hverju er þetta svona.“ En finnst Þjóðleikhússtjóra gagnrýnin sanngjörn? „Ég bara fagna allri umræðu og það er öllum frjálst að hafa sínar skoðanir á öllu sem við erum að gera hér. Og við bara fögnum því að það sé til umræðu,“ segir Magnús Geir.
Mannréttindi Málefni fatlaðs fólks Leikhús Menning Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sjá meira