Atvikið á Keflavíkurflugvelli flokkað sem alvarlegt flugatvik Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 16. september 2022 07:01 Flug Icelandair var að koma frá München í Þýskalandi. Vísir/Vilhelm Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur flokkað flugatvik sem varð á Keflavíkurflugvelli þann 31. ágúst síðast liðinn sem alvarlegt flugatvik. Flugmenn flugvélar Icelandair hættu þá skyndilega við lendingu vegna annarrar flugvélar Icelandair sem var á flugbrautinni. Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24 Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ragnar Guðmundsson, rannsakandi á flugsviði rannsóknarnefndarinnar, staðfestir í samtali við Vísi að nefndin flokki atvikið sem alvarlegt flugatvik. Formleg rannsókn sé því hafin. „Þetta uppfyllir skilyrði alvarlegs flugatviks af því að það er ákveðin árekstrarhætta þarna,“ segir Ragnar og vísar í skilgreiningu á alvarlegu flugatviki í reglugerð um starf rannsóknarnefndarinnar. Þar er alvarlegt flugatvik flokkað sem „[f]lugatvik sem verður við aðstæður sem benda til þess að legið hafi við slysi.“ Fjallað var um atvikið þegar það átti sér stað, sem var sem fyrr segir þann 31. ágúst síðast liðinn. Svo virðist sem að hætt hafi verið skyndilega við lendingu TF-ICB, Boeing 737 MAX 9, sem var sem fyrr segir á leið frá München í Þýskalandi, þar sem önnur flugvél Icelandair, TF-FIA, Boeing 757, á leið til Mílanó á Ítalíu, var á flugbrautinni sem TF-ICB var að koma inn til lendingar á. Segir Ragnar að rannsóknarnefndin hafi notað síðustu tvær vikur til að afla gagna um atvikið og fara yfir þau, til að meta hvort að atvikið krefðist þess að það yrði rannsakað sem alvarlegt flugatvik. Atvikið hefur nú verið flokkað sem slíkt og er formleg rannsókn á því verið hafin. Staðsetning TC-ICB, sem var að koma inn til lendingar, klukkan 15.54, samkvæmt Flightradar24. Flightradar24 Nú taki við hefðbundið rannsóknarferli sem ljúki með því að gerð verði skýrsla þar sem nánara ljósi verður varpað á það sem gerðist. Nefndin er þó á byrjunarreit í rannsókninni og því liggi ekki nákvæmlega fyrir á þessari stundu hver áhersluatriði rannsóknarinnar verði. „Við erum í frumfasa rannsóknarinnar núna þar sem við erum í frekari gagnaöflun, taka viðtöl og svo framvegis,“ segir Ragnar. Staðsetning TF-FIA klukkan 15.54 samkvæmt Flightradar 24.Flightradar24
Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Fréttir af flugi Icelandair Tengdar fréttir Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11 Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Afla upplýsinga vegna atviksins á Keflavíkurflugvelli Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur hafið upplýsingaöflun vegna flugatviks sem varð á Keflavíkurflugvelli í fyrradag, þegar hætt var við lendingu flugvélar Icelandair á leið frá München í Þýskalandi. 2. september 2022 11:11
Flugvél á flugbraut þegar önnur vél átti að lenda Flugvél á vegum Icelandair þurfti að hætta við lendingu á Keflavíkurflugvelli í gær þar sem önnur vél var á flugbrautinni. Atvikið er til skoðunar hjá rannsóknarnefnd samgönguslysa. 1. september 2022 22:39