Miskunnarlaus Minidegreez tryggði Þór sigur á LAVA Snorri Rafn Hallsson skrifar 14. september 2022 16:00 Liðin öttu hörðu kappi á síðasta tímabili og til að bæta gráu ofan á svart er fyrrverandi vappaleikmaður LAVA, Minidegreez, nú genginn til liðs við Rean og félaga hjá Þór. Goa7er, Spike og Stalz mynda enn kjarnann hjá LAVA en leikmaður vikunnar, TripleG,hefur bæst í hópinn. Þessi fyrsti leikur liðanna fór einnig fram í Ancient. Ætli Ancient sé að verða nýja Nuke? Þórsarar mættu sterkir til leiks strax frá upphafi, Dabbehh tryggði þeim hnífalotuna og byrjaði Þór því í vörn (Counter-terrorists). Fyrstu þrjár loturnar féllu með Þór, en LAVA náði í sitt fyrsta og eina stig í fyrri hálfleik í fjórðu lotu þar sem Stalz fór af öryggi um kortið. Leikur LAVA var heldur dapurlegur það sem eftir var. Liðið reyndi að leika hratt og sækja af krafti en þegar það skilaði ekki tilætluðum árangri var fátt annað sem þeir reyndu. Eitthvað vantaði upp á stemninguna og rónna í liðinu sem var mjög ólíkt sjálfu sér og tapaði. Minidegreez sýndi fyrrum liðsfélögum sínum enga miskunn og var fremstur meðal jafningja í liði Þórs með 19 fellur. Peterrr fór fyrir hröðum endurtökum Þórs og þannig nýttu Rean og félagar veikleika andstæðingsins til að tryggja sér stórsigur í upphafi tímabilsins. Lokastaða: Þór 16 – 2 LAVA Næstu leikir liðanna: SAGA – Þór, þriðjudaginn 20/9, kl. 20:30 LAVA – NÚ, fimmtudaginn 22/9, kl. 19:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands. Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Tengdar fréttir Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Lofa góðu en ná ekki að slá meistarana af stalli Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Þór öðru sæti deildarinnar á komadi tímabili. 13. september 2022 11:31 Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Reynslumikill hópur með nýtt nafn Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá LAVA fjórða sæti deildarinnar á komandi tímabili. 12. september 2022 14:32
Liðin öttu hörðu kappi á síðasta tímabili og til að bæta gráu ofan á svart er fyrrverandi vappaleikmaður LAVA, Minidegreez, nú genginn til liðs við Rean og félaga hjá Þór. Goa7er, Spike og Stalz mynda enn kjarnann hjá LAVA en leikmaður vikunnar, TripleG,hefur bæst í hópinn. Þessi fyrsti leikur liðanna fór einnig fram í Ancient. Ætli Ancient sé að verða nýja Nuke? Þórsarar mættu sterkir til leiks strax frá upphafi, Dabbehh tryggði þeim hnífalotuna og byrjaði Þór því í vörn (Counter-terrorists). Fyrstu þrjár loturnar féllu með Þór, en LAVA náði í sitt fyrsta og eina stig í fyrri hálfleik í fjórðu lotu þar sem Stalz fór af öryggi um kortið. Leikur LAVA var heldur dapurlegur það sem eftir var. Liðið reyndi að leika hratt og sækja af krafti en þegar það skilaði ekki tilætluðum árangri var fátt annað sem þeir reyndu. Eitthvað vantaði upp á stemninguna og rónna í liðinu sem var mjög ólíkt sjálfu sér og tapaði. Minidegreez sýndi fyrrum liðsfélögum sínum enga miskunn og var fremstur meðal jafningja í liði Þórs með 19 fellur. Peterrr fór fyrir hröðum endurtökum Þórs og þannig nýttu Rean og félagar veikleika andstæðingsins til að tryggja sér stórsigur í upphafi tímabilsins. Lokastaða: Þór 16 – 2 LAVA Næstu leikir liðanna: SAGA – Þór, þriðjudaginn 20/9, kl. 20:30 LAVA – NÚ, fimmtudaginn 22/9, kl. 19:30 Sýnt verður frá leikjunum á Stöð 2 Esport og á Twitch síðu Rafíþróttasamtaka Íslands.
Rafíþróttir Ljósleiðaradeildin Þór Akureyri Tengdar fréttir Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Lofa góðu en ná ekki að slá meistarana af stalli Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Þór öðru sæti deildarinnar á komadi tímabili. 13. september 2022 11:31 Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Reynslumikill hópur með nýtt nafn Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá LAVA fjórða sæti deildarinnar á komandi tímabili. 12. september 2022 14:32
Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Lofa góðu en ná ekki að slá meistarana af stalli Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá Þór öðru sæti deildarinnar á komadi tímabili. 13. september 2022 11:31
Leikmannaspá Ljósleiðaradeildarinnar: Reynslumikill hópur með nýtt nafn Leikmenn Ljósleiðaradeildarinnar í CS:GO spá LAVA fjórða sæti deildarinnar á komandi tímabili. 12. september 2022 14:32
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti