Boðar til aðhaldsaðgerða í fjárlagafrumvarpi næsta árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. september 2022 13:55 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra boðar til aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra hefur ákveðið að draga úr stuðningi við stjórnmálaflokka um fimm prósent á næsta ári og grípa til annarra viðlíka aðhaldsaðgerða til að vinna bug á verðbólgunni. Ráðherrann mun kynna fjárlagafrumvarp næsta árs á mánudaginn. „Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að leiða verði leitað til að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, yfir á árið 2024. Dæmi um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið verður til, til að draga úr þenslu í hagkerfinu og styðja Seðlabankann í hans aðgerðum, er að auka gjaldtöku á umhverfisvænum bílum. Engar meiriháttar breytingar verði gerðar á skattamálum en krónutöluskattar hækki þó í takt við verðlag. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin. hraðar en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöðuna,“ segir Bjarni í viðtalinu. „Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Verðbólgan nemur nú 9,7 prósentum en í ágústmánuði lækkaði ársverðbólga í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Í júlímánuði nam verðbólgan 9,9 prósentum og lækkaði því um 0,2 prósent í ágúst. Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Að hluta er það kannski raunsæi. Það var ekki raunhæft að gera ráð fyrir því að við gætum framkvæmt jafn mikið og áður var áætlað,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra í viðtali við Morgunblaðið í dag. Þar segir hann að leiða verði leitað til að ýta nýjum útgjöldum, sem átti að stofna til á næsta ári, yfir á árið 2024. Dæmi um þær aðhaldsaðgerðir sem gripið verður til, til að draga úr þenslu í hagkerfinu og styðja Seðlabankann í hans aðgerðum, er að auka gjaldtöku á umhverfisvænum bílum. Engar meiriháttar breytingar verði gerðar á skattamálum en krónutöluskattar hækki þó í takt við verðlag. „Afkoma ríkissjóðs er að lagast töluvert þessi misserin. hraðar en við gerðum áður ráð fyrir, sem skiptir miklu fyrir skuldastöðuna,“ segir Bjarni í viðtalinu. „Það sem er sérstakt við fjárlagagerðina við þessar aðstæður er að við erum að koma úr djúpri efnahagslægð yfir í kraftmikinn hagvöxt. Þetta gerist á ofboðslega skömmum tíma. Áfram er það aðalmarkmið opinberu fjármálanna að ná niður verðbólgunni og stöðva skuldasöfnun.“ Verðbólgan nemur nú 9,7 prósentum en í ágústmánuði lækkaði ársverðbólga í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Í júlímánuði nam verðbólgan 9,9 prósentum og lækkaði því um 0,2 prósent í ágúst.
Verðlag Efnahagsmál Íslenska krónan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Tengdar fréttir Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54 Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55 Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Krónan gefur eftir samhliða auknum gjaldeyriskaupum lífeyrissjóða Eftir nánast samfellt styrkingarskeið um langt skeið hefur gengi krónunnar gefið talsvert eftir yfir sumarmánuðina og lækkað um rúmlega fimm prósent. Auknar erlendar fjárfestingar lífeyrissjóðanna eru meðal annars taldar skýra veikinguna og þá hefur gjaldeyrismiðlun Landsbankans staðið að talsverðum gjaldeyriskaupum fyrir viðskiptavini á síðustu vikum, að sögn sérfræðinga á markaði. 6. september 2022 18:54
Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. 5. september 2022 09:55
Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. 4. september 2022 12:55