Þrettán íslenskar stuttmyndir keppa á RIFF í ár Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. september 2022 17:02 Stilla úr myndinni Bara við tvö. Bara við tvö „Stuttmyndasamkeppni RIFF er sérlega spennandi í ár, fjölbreytt viðfangsefni og ólík efnistök einkenna myndirnar sem valdar hafa verið í flokkinn,“ segir í nýrri tilkynningu frá RIFF. Keppnin fer fram í tveimur hlutum og horft er á hvorn þeirra í heilu lagi. Í flokknum eru sýndar íslenskar stuttmyndir, en leikstjórar þeirra hafa margir hverjir vakið verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðum um heiminn. Hátíðin fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár og sýndar verða um 200 myndir frá 40 löndum. Aðrir flokkar á RIFF 2022: Vitranir Fyrir opnu hafi Ísland í sjónarrönd Önnur Framtíð Heimildarmyndir Erlendar stuttmyndir Miðnæturtryllir Inúíta hryllir og tryllir Frumbyggjar í sviðsljósinu Hreyfimyndir Spænskar bylgjur Tónlistarmyndir Ung RIFF EFA stuttmyndir Stuttmyndir stúdenta Íslenskar stuttmyndir I Bara við tvö / Toutes les deux /Just the Two of Us Clara Lemaire Anspach FR, 2022, 20 min Alma veit að ef móðir hennar neitar að gangast undir læknismeðferð mun hún deyja. Alma ákveður því að fara í síðustu mæðgnaferðina til Suður Frakklands þar sem hún neyðist til að finna innri styrk til að kveðja móður sína. Clara Lemaire Anspach vann fyrst sem leikstjóri í Frakklandi og á Íslandi áður en hún sneri sér að skrifum eftir að hafa farið í nám í handritaskrifum. Síðan þá hefur hún unnið bæði sem handritshöfundur fyrir sjónvarp og bíómyndir, ásamt því að vinna sjálfstætt sem leikstjóri. Þegar trén koma / When the Trees Come Berglind Þrastardóttir IS, DE, 2022, 15 min Þar sem trén vaxa á berangrinum á Íslandi, fara orðrómar á flug á milli trjánna um að varúlfarnir séu að snúa aftur! Eftir að hafa lokið við meistaragráðu í klínískri sálfræði, sagði Berglind skyndilega skilið við skólabekkinn og ákvað að beita þekkingu sinni í skapandi miðlum. Verk hennar hvetja fólk til að sjá hlutina á margslunginn hátt, bæði innra og ytra. Berglind lærir nú leikstjórn við Deutsche Film- und Fernsehakademie í Berlín. Sprungur / Fractures Vala Ómarsdóttir, María Kjartans IS, 2021, 14 min Kona er að jafna sig á geðsjúkdómi. Hún hefur einangrað sig frá öllum í kringum sig og reynir að sjá um sig en eftir ótal tilraunir til að endurnýja sambandið við heiminn brotnar hún smám saman niður. Vala Ómarsdóttir útskrifaðist úr Goldsmiths með M.A í leikstjórn og gjörningalist frá Goldsmiths College, háskólanum í London, og M.A í sviðslist frá Royal Central School of Speech and Drama, líka í London. Hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir bestu leikstjórn árið 2022. María Kjartans útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2005 og með MFA gráðu úr Listaháskólanum í Glasgow árið 2007. Síðan þá hefur hún sýnt ljósmyndir og stuttmyndir í fjölmörgum hópsýningum, einkasýningum og listviðburðum um heim allan, meðal annars á Arken nýlistasafninu í Kaupmannahöfn, de Nervi safninu í Genova, Arsenal galleríinu í Poznan og Ljungberg safninu í Lyngby. María hefur unnið fyrstu verðlaun fyrir ljósmyndaseríur sínar á Magnum Photos, Ideas Tap, Art Elite Signature Art verðlaununum í London og Ljósmyndahátíðinni í Helsinki. Our Journey / Ferðin okkar Arnar Freyr Tómasson IS, 2021, 20 min Tumi er blindur maður sem ferðast á stað sem minnir hann á konu sína, sem hann hefur misst. Á leiðinni til baka lendir hann í hindrunum sem hann sá ekki fyrir. Arnar Freyr Tómasson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2017. Útskriftarmynd hans, Sif, vann verðlaun sem besta myndin í hans deild. Síðan þá hefur hann gert tvær stuttmyndir: Hvað höfum við gert (2019) og Ferðin okkar (2021). Hide / Feluleikur Margrét Seema Takyar IS, 2022, 15 min Eftir að hafa lesið yfirþyrmandi fréttir um heimilisofbeldi ákveður Sigurbjörg að deila svohljóðandi tilboði á Facebook: „Ef þú ert í vanda get ég komið til þín.“ Þegar hún fær skilaboð frá óþekktri manneskju um að koma strax, ákveður hún að hlýða kallinu. Margrét Seema Takyar er íslenskur-indverskur leikstjóri, kvikmyndatökukona og handritshöfundur sem býr í Reykjavík. Hún er með BA (hons) gráðu í sviðslistum og dans frá Middlesex University í London og MFA gráðu í leiklist og leikstjórn frá New School for Drama/Actors Studio í New York. Flest verk hennar snúast um að skilja fólk, dýr og aðstæður til að geta ögrað samfélagsnormum. Ómar / Guts Álfgerður Malmquist Baldursdóttir DE, IS, 2022, 22 min Á hverjum degi mætir Ómar klukkutíma fyrr í vinnuna og syngur þar í laumi. Á hverjum degi horfir hann einnig á eftir Kristínu á leið sinni í vinnuna. Þegar myndband af honum syngjandi ratar á netið, umturnast daglega lífi hans og verður til þess að Ómar þarf að takast á við gamalt óöryggi. Álfgerður Malmquist Baldursdóttir er kvikmyndatökumaður, leikstjóri og handritshöfundur frá Íslandi. Hún ólst upp í sveit á Austurlandi, umlukin náttúru og dýrum. Nú býr Álfgerður í Berlín, þar sem hún útskrifaðist nýlega með B.A gráðu í kvikmyndaframleiðslu í Catalyst Institute for Creative Arts and Technology. Í kvikmyndum sínum leitar hún skapandi leiða til að sýna einfaldleika lífsins. Flest verka hennar sýna sterk tengsl við náttúruna. Íslenskar stuttmyndir II Óvissuferð / Surprise Kolfinna Nikulásdóttir IS, 2022, 11 min Ragnar bindur fyrir augun á Hildi fyrir óvissuferð á afmælinu hennar. Það á að vera gaman en Hildur er stressuð og Ragnar er pirraður. Óvænti glaðningurinn breytist í hræðilega martröð. Kolfinna Nikulásdóttir er fjölhæfur listamaður frá Íslandi. Verk hennar sýna kvenlegan reynsluheim á sjálfsævisögulegum nótum. Kolfinna spyr spurninga til að endurhugsa samfélagið og hegðun fólks í gegnum sögur. Hún hefur verið tilnefnd og unnið til margra verðlauna fyrir verk sín. Óvissuferð, sem er hennar fyrsta mynd, var nýlega tilnefnd sem besta norræna stuttmyndin á Nordisk Panorama. Ástand breytinga / In a State of Change Donal Boyd, Frank Nieuwenhuis IS, 2022, 26 min Á meðan íslenskir jöklar minnka vegna hlýnunar jarðar, vandræðast ljósmyndari með að láta myndir sínar hafa áhrif í þágu málstaðarins. Hvernig miðlum við brýnasta vandamáli allra tíma? Hugleiðing um hlutverk fegurðar og vísbendingarnar um breytt landslag. Donal Boyd, náttúrulífsljósmyndari og náttúruverndarsinni, og Frank Nieuwenhuis, kvikmyndatökumaður, hafa unnið saman við þónokkur kvikmyndaverkefni sem tengjast baráttu fyrir náttúru og dýralífi. Verk þeirra beina sjónum að tengslum manna við merkilega atburði í náttúrunni, eins og sjá má í fyrstu mynd þeirra, Volcano for the People og þeirri nýjustu Ástand breytinga. A Gray Cat / Grár köttur Bergur Árnason IS, 2021, 5 min Ung kona lagar kaffi og sest niður með kærasta sínum til að tala við hann en henni reynist erfitt að orða tilfinningar sínar. Hún segir honum frá draumi sem hana dreymdi um kött. Bergur Árnason stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands frá 2017–2019. Þar gerði hann fyrstu stuttmyndir sínar: Gulrætur og Mánudag. Síðan hann útskrifaðist hefur hann unnið hjá RÚV við þáttagerð fyrir börn ásamt því að vinna við ýmis sjálfstæð kvikmyndaverkefni. Samræmi / Concord Kristín Eysteinsdóttir IS, 2022, 20 min Listamaðurinn Sigga fremur gjörning í teiti hjá fína fólkinu í útlöndum. Eftir gjörninginn fer hún á barinn á hótelinu og rekst þar á íslenska flugáhöfn og kvöldið tekur óvænta stefnu. Kristín Eysteinsdóttir lærði leikhúsfræði við Háskólann í Árósum og leikstjórn fyrir leikhús við Goldsmiths háskólann í London. Hún hefur leikstýrt meira en 20 leikverkum og árið 2008 vann hún verðlaun sem leikstjóri ársins á Grímuverðlaununum, en var tilnefnd til sömu verðlauna 2010, 2012 og 2013. Frá árunum 2014–2020 starfaði Kristín sem leikhússtjóri Borgarleikhússins. Eftir mörg árangursrík ár í leikhúsinu sagði hún starfi sínu lausu til að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd – sem er komin vel á veg í þróun. Hún lauk nýlega við sína nýjustu stuttmynd, Samræmi. Holes / Holur Oddur Sigþór Hilmarsson IS, 2022, 17 min Þegar Jón vaskar upp tekur hann eftir holum í höndunum á sér. Hann lætur það ekki á sig fá en áttar sig svo að holurnar dreifa úr sér. Jón reynir að fela þær, meðhöndla þær en án árangurs. Að lokum sættir hann sig við örlög sín – dauðann. Oddur S. Hilmarsson er leikstjóri frá Íslandi. Þegar hann var í menntaskóla leikstýrði hann nokkrum stuttmyndum, rómantíkinni A Love Song [Mansöngur] (2020), hasargamanmyndin Fantastic Violence [Stórkostlegt Ofbeldi] (2021) og Sci-Fi dystópíu, Róbot (2021). Í nýjustu myndinni Holum (2022), hans fyrstu hryllingsmynd, fjallar hann um trypophobiu, eða óttann við þétt pakkaðar litlar holur. Girðing / Fence Hegn Hilke Rönnfeldt DK, DE, 2021, 12 min Villisvín vilja vera með ræktuðu svínunum. Ástkona vill vera með ástinni sinni. Stuttmynd um það sem getur komið upp á milli. Hilke Rönnfeldt er handritshöfundur og leikstjóri sem fjallar um samfélög í dreifbýli, uppvaxtarárin, nánd, einangrun og sjóinn. Chasing Birds / Að elta fugla Una Lorenzen IS, 2022, 8 min Þegar heimurinn snýst á hvolf höfum við val um að halda fast í gamlar hugmyndir eða fagna nýtilkomnu útsýni. Saga um litla stelpu sem leikur sér að því að elta fugl í gegnum óreiðukennt tímabil umbreytinga. Una Lorenzen er kvikmyndaleikstjóri sem notar hreyfimyndagerð til að búa til sjónræna heima í kvikmyndum, heimildamyndum, tónlist og leikhúsi. Síðustu ár hefur hún unnið við heimildamyndir, til dæmis verðlaunamyndina Yarn (2016) og Rebel Hearts (2021). Verk hennar hafa verið sýnd á hátíðum eins og SXSWl, Fantasia, Animation Block Party NYC, TrickyWomen, Nordisk Panorama og á heimasíðunni Artforum. Sjálfstæð verk hennar hafa verið sýnd í listagalleríum og á viðburðum, til að mynda MoMA, Listasafni Íslands og Kro Art, Unsound Music Festival og Papaya Gyro Nights. Una lærði grafíska hönnun á íslandi og tilraunakennda hreyfimyndagerð við Calarts í Kaliforníu. Hún hefur auk þess unnið við margar kanadískar hreyfimyndir. Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september. 9. september 2022 11:01 Hugleikur Dagsson fer af stað með nýtt hlaðvarp Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur. 7. september 2022 12:50 Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Í flokknum eru sýndar íslenskar stuttmyndir, en leikstjórar þeirra hafa margir hverjir vakið verðskuldaða athygli á kvikmyndahátíðum um heiminn. Hátíðin fer fram í Háskólabíói við Hagatorg í ár og sýndar verða um 200 myndir frá 40 löndum. Aðrir flokkar á RIFF 2022: Vitranir Fyrir opnu hafi Ísland í sjónarrönd Önnur Framtíð Heimildarmyndir Erlendar stuttmyndir Miðnæturtryllir Inúíta hryllir og tryllir Frumbyggjar í sviðsljósinu Hreyfimyndir Spænskar bylgjur Tónlistarmyndir Ung RIFF EFA stuttmyndir Stuttmyndir stúdenta Íslenskar stuttmyndir I Bara við tvö / Toutes les deux /Just the Two of Us Clara Lemaire Anspach FR, 2022, 20 min Alma veit að ef móðir hennar neitar að gangast undir læknismeðferð mun hún deyja. Alma ákveður því að fara í síðustu mæðgnaferðina til Suður Frakklands þar sem hún neyðist til að finna innri styrk til að kveðja móður sína. Clara Lemaire Anspach vann fyrst sem leikstjóri í Frakklandi og á Íslandi áður en hún sneri sér að skrifum eftir að hafa farið í nám í handritaskrifum. Síðan þá hefur hún unnið bæði sem handritshöfundur fyrir sjónvarp og bíómyndir, ásamt því að vinna sjálfstætt sem leikstjóri. Þegar trén koma / When the Trees Come Berglind Þrastardóttir IS, DE, 2022, 15 min Þar sem trén vaxa á berangrinum á Íslandi, fara orðrómar á flug á milli trjánna um að varúlfarnir séu að snúa aftur! Eftir að hafa lokið við meistaragráðu í klínískri sálfræði, sagði Berglind skyndilega skilið við skólabekkinn og ákvað að beita þekkingu sinni í skapandi miðlum. Verk hennar hvetja fólk til að sjá hlutina á margslunginn hátt, bæði innra og ytra. Berglind lærir nú leikstjórn við Deutsche Film- und Fernsehakademie í Berlín. Sprungur / Fractures Vala Ómarsdóttir, María Kjartans IS, 2021, 14 min Kona er að jafna sig á geðsjúkdómi. Hún hefur einangrað sig frá öllum í kringum sig og reynir að sjá um sig en eftir ótal tilraunir til að endurnýja sambandið við heiminn brotnar hún smám saman niður. Vala Ómarsdóttir útskrifaðist úr Goldsmiths með M.A í leikstjórn og gjörningalist frá Goldsmiths College, háskólanum í London, og M.A í sviðslist frá Royal Central School of Speech and Drama, líka í London. Hún var tilnefnd til Grímuverðlaunanna fyrir bestu leikstjórn árið 2022. María Kjartans útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2005 og með MFA gráðu úr Listaháskólanum í Glasgow árið 2007. Síðan þá hefur hún sýnt ljósmyndir og stuttmyndir í fjölmörgum hópsýningum, einkasýningum og listviðburðum um heim allan, meðal annars á Arken nýlistasafninu í Kaupmannahöfn, de Nervi safninu í Genova, Arsenal galleríinu í Poznan og Ljungberg safninu í Lyngby. María hefur unnið fyrstu verðlaun fyrir ljósmyndaseríur sínar á Magnum Photos, Ideas Tap, Art Elite Signature Art verðlaununum í London og Ljósmyndahátíðinni í Helsinki. Our Journey / Ferðin okkar Arnar Freyr Tómasson IS, 2021, 20 min Tumi er blindur maður sem ferðast á stað sem minnir hann á konu sína, sem hann hefur misst. Á leiðinni til baka lendir hann í hindrunum sem hann sá ekki fyrir. Arnar Freyr Tómasson útskrifaðist úr Kvikmyndaskóla Íslands árið 2017. Útskriftarmynd hans, Sif, vann verðlaun sem besta myndin í hans deild. Síðan þá hefur hann gert tvær stuttmyndir: Hvað höfum við gert (2019) og Ferðin okkar (2021). Hide / Feluleikur Margrét Seema Takyar IS, 2022, 15 min Eftir að hafa lesið yfirþyrmandi fréttir um heimilisofbeldi ákveður Sigurbjörg að deila svohljóðandi tilboði á Facebook: „Ef þú ert í vanda get ég komið til þín.“ Þegar hún fær skilaboð frá óþekktri manneskju um að koma strax, ákveður hún að hlýða kallinu. Margrét Seema Takyar er íslenskur-indverskur leikstjóri, kvikmyndatökukona og handritshöfundur sem býr í Reykjavík. Hún er með BA (hons) gráðu í sviðslistum og dans frá Middlesex University í London og MFA gráðu í leiklist og leikstjórn frá New School for Drama/Actors Studio í New York. Flest verk hennar snúast um að skilja fólk, dýr og aðstæður til að geta ögrað samfélagsnormum. Ómar / Guts Álfgerður Malmquist Baldursdóttir DE, IS, 2022, 22 min Á hverjum degi mætir Ómar klukkutíma fyrr í vinnuna og syngur þar í laumi. Á hverjum degi horfir hann einnig á eftir Kristínu á leið sinni í vinnuna. Þegar myndband af honum syngjandi ratar á netið, umturnast daglega lífi hans og verður til þess að Ómar þarf að takast á við gamalt óöryggi. Álfgerður Malmquist Baldursdóttir er kvikmyndatökumaður, leikstjóri og handritshöfundur frá Íslandi. Hún ólst upp í sveit á Austurlandi, umlukin náttúru og dýrum. Nú býr Álfgerður í Berlín, þar sem hún útskrifaðist nýlega með B.A gráðu í kvikmyndaframleiðslu í Catalyst Institute for Creative Arts and Technology. Í kvikmyndum sínum leitar hún skapandi leiða til að sýna einfaldleika lífsins. Flest verka hennar sýna sterk tengsl við náttúruna. Íslenskar stuttmyndir II Óvissuferð / Surprise Kolfinna Nikulásdóttir IS, 2022, 11 min Ragnar bindur fyrir augun á Hildi fyrir óvissuferð á afmælinu hennar. Það á að vera gaman en Hildur er stressuð og Ragnar er pirraður. Óvænti glaðningurinn breytist í hræðilega martröð. Kolfinna Nikulásdóttir er fjölhæfur listamaður frá Íslandi. Verk hennar sýna kvenlegan reynsluheim á sjálfsævisögulegum nótum. Kolfinna spyr spurninga til að endurhugsa samfélagið og hegðun fólks í gegnum sögur. Hún hefur verið tilnefnd og unnið til margra verðlauna fyrir verk sín. Óvissuferð, sem er hennar fyrsta mynd, var nýlega tilnefnd sem besta norræna stuttmyndin á Nordisk Panorama. Ástand breytinga / In a State of Change Donal Boyd, Frank Nieuwenhuis IS, 2022, 26 min Á meðan íslenskir jöklar minnka vegna hlýnunar jarðar, vandræðast ljósmyndari með að láta myndir sínar hafa áhrif í þágu málstaðarins. Hvernig miðlum við brýnasta vandamáli allra tíma? Hugleiðing um hlutverk fegurðar og vísbendingarnar um breytt landslag. Donal Boyd, náttúrulífsljósmyndari og náttúruverndarsinni, og Frank Nieuwenhuis, kvikmyndatökumaður, hafa unnið saman við þónokkur kvikmyndaverkefni sem tengjast baráttu fyrir náttúru og dýralífi. Verk þeirra beina sjónum að tengslum manna við merkilega atburði í náttúrunni, eins og sjá má í fyrstu mynd þeirra, Volcano for the People og þeirri nýjustu Ástand breytinga. A Gray Cat / Grár köttur Bergur Árnason IS, 2021, 5 min Ung kona lagar kaffi og sest niður með kærasta sínum til að tala við hann en henni reynist erfitt að orða tilfinningar sínar. Hún segir honum frá draumi sem hana dreymdi um kött. Bergur Árnason stundaði nám við Kvikmyndaskóla Íslands frá 2017–2019. Þar gerði hann fyrstu stuttmyndir sínar: Gulrætur og Mánudag. Síðan hann útskrifaðist hefur hann unnið hjá RÚV við þáttagerð fyrir börn ásamt því að vinna við ýmis sjálfstæð kvikmyndaverkefni. Samræmi / Concord Kristín Eysteinsdóttir IS, 2022, 20 min Listamaðurinn Sigga fremur gjörning í teiti hjá fína fólkinu í útlöndum. Eftir gjörninginn fer hún á barinn á hótelinu og rekst þar á íslenska flugáhöfn og kvöldið tekur óvænta stefnu. Kristín Eysteinsdóttir lærði leikhúsfræði við Háskólann í Árósum og leikstjórn fyrir leikhús við Goldsmiths háskólann í London. Hún hefur leikstýrt meira en 20 leikverkum og árið 2008 vann hún verðlaun sem leikstjóri ársins á Grímuverðlaununum, en var tilnefnd til sömu verðlauna 2010, 2012 og 2013. Frá árunum 2014–2020 starfaði Kristín sem leikhússtjóri Borgarleikhússins. Eftir mörg árangursrík ár í leikhúsinu sagði hún starfi sínu lausu til að vinna að sinni fyrstu kvikmynd í fullri lengd – sem er komin vel á veg í þróun. Hún lauk nýlega við sína nýjustu stuttmynd, Samræmi. Holes / Holur Oddur Sigþór Hilmarsson IS, 2022, 17 min Þegar Jón vaskar upp tekur hann eftir holum í höndunum á sér. Hann lætur það ekki á sig fá en áttar sig svo að holurnar dreifa úr sér. Jón reynir að fela þær, meðhöndla þær en án árangurs. Að lokum sættir hann sig við örlög sín – dauðann. Oddur S. Hilmarsson er leikstjóri frá Íslandi. Þegar hann var í menntaskóla leikstýrði hann nokkrum stuttmyndum, rómantíkinni A Love Song [Mansöngur] (2020), hasargamanmyndin Fantastic Violence [Stórkostlegt Ofbeldi] (2021) og Sci-Fi dystópíu, Róbot (2021). Í nýjustu myndinni Holum (2022), hans fyrstu hryllingsmynd, fjallar hann um trypophobiu, eða óttann við þétt pakkaðar litlar holur. Girðing / Fence Hegn Hilke Rönnfeldt DK, DE, 2021, 12 min Villisvín vilja vera með ræktuðu svínunum. Ástkona vill vera með ástinni sinni. Stuttmynd um það sem getur komið upp á milli. Hilke Rönnfeldt er handritshöfundur og leikstjóri sem fjallar um samfélög í dreifbýli, uppvaxtarárin, nánd, einangrun og sjóinn. Chasing Birds / Að elta fugla Una Lorenzen IS, 2022, 8 min Þegar heimurinn snýst á hvolf höfum við val um að halda fast í gamlar hugmyndir eða fagna nýtilkomnu útsýni. Saga um litla stelpu sem leikur sér að því að elta fugl í gegnum óreiðukennt tímabil umbreytinga. Una Lorenzen er kvikmyndaleikstjóri sem notar hreyfimyndagerð til að búa til sjónræna heima í kvikmyndum, heimildamyndum, tónlist og leikhúsi. Síðustu ár hefur hún unnið við heimildamyndir, til dæmis verðlaunamyndina Yarn (2016) og Rebel Hearts (2021). Verk hennar hafa verið sýnd á hátíðum eins og SXSWl, Fantasia, Animation Block Party NYC, TrickyWomen, Nordisk Panorama og á heimasíðunni Artforum. Sjálfstæð verk hennar hafa verið sýnd í listagalleríum og á viðburðum, til að mynda MoMA, Listasafni Íslands og Kro Art, Unsound Music Festival og Papaya Gyro Nights. Una lærði grafíska hönnun á íslandi og tilraunakennda hreyfimyndagerð við Calarts í Kaliforníu. Hún hefur auk þess unnið við margar kanadískar hreyfimyndir.
Bíó og sjónvarp RIFF Tengdar fréttir Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september. 9. september 2022 11:01 Hugleikur Dagsson fer af stað með nýtt hlaðvarp Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur. 7. september 2022 12:50 Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31 Mest lesið Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Lífið Bjarki og Rósa orðin hjón Lífið Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Lífið Hjónabönd 50+: „Ekki gott ef gremjubankinn stækkar og stækkar“ Áskorun Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Lífið Sigríður Margrét orðin amma Lífið „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Lífið Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman Lífið Fleiri fréttir Sigríður Margrét orðin amma Bjarki og Rósa orðin hjón Skotheldar hugmyndir að góðri hlustun Fer ekki út úr húsi eftir greininguna Hversdagslegir hlutir urðu óyfirstíganlegir Krakkatían: Fossar, dýr og prinsessur Greitt úr leyfisvandræðum og tónleikarnir fara fram í kvöld Endurgreiða alla miða ef tónleikahald tekst ekki í kvöld „Ég þori alveg að fullyrða að ég er skítsæmileg móðir“ Frelsaði húsgögn Brynhildar Fréttatían: Mannlíf, ferðamenn og Trump Hundruðum svekktra tónleikagesta vísað frá Hvalasafninu Skellti sér á djammið Segir fjölskylduna flutta Fáir sáu íslenskar bíómyndir sem fengu 350 milljónir króna í styrk Stílhreinn glæsileiki og svartur marmari á Nesinu „Er ekki að fara fram á það lifa lífinu í bómull“ Conan O'Brien verður kynnir á Óskarnum Hafa bæði kvatt sín fyrrverandi og eru alsæl saman „Nýja heimsskipanin:“ Leynileg áætlun um heimsyfirráð í undirbúningi? Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Emilíana Torrini einhleyp Fólkið sem fer yfir tíu tonn af fatnaði á dag „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Sjá meira
Fyrsta sýnishornið úr frumraun Sigurjóns Sighvatssonar sem leikstjóra Sigurjón Sighvatsson, sem er hvað þekktastur sem kvikmyndaframleiðandi, er sestur í stól leikstjóra. Heimildarmyndin Exxtinction Emergency verður frumsýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni RIFF í Reykjavík nú í september. 9. september 2022 11:01
Hugleikur Dagsson fer af stað með nýtt hlaðvarp Hugleikur Dagsson heldur úti hlaðvarpsþáttunum RIFF-kastið sem hefjast 8. september. Þættirnir verða sendir út vikulega þar til RIFF hátíðinni lýkur. 7. september 2022 12:50
Of Monsters and Men myndin Tíu verður Íslandsfrumsýnd á RIFF Heimildamyndin Tíu, um hljómsveitina Of Monsters And Men, verður frumsýnd á Íslandi á RIFF í haust. Hátíðin fer fram 29. september til 6. október. 25. ágúst 2022 10:31