Hinn óþægilegi sannleikur: Um kynferðisofbeldi í nánum samböndum Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 9. september 2022 10:00 Orðræða, samtöl, skilgreiningar og skoðanir varðandi ofbeldi eru að gangast undir endurnýjun. Sögulegt og löngu tímabært uppgjör virðist vera að eiga sér stað, og þá sérstaklega gagnvart kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. Þetta uppgjör virðist hinsvegar koma illa við þá semað sér finnst vegið með valdeflingu þeirra sem brotið hefur verið á. Flestir taka vitsmunalegri framþróun fagnandi en á sama tíma virðist hún skekkja eða ógna heimsmynd þeirra sem óttast upplausn, uppgjör eða opinberun.Mannkostaskorturinn opinberar sig með offorsi. Við erum að byrja að gera okkur grein fyrir því að það eru til fleiri rými þar sem ofbeldishegðun hefur fengið að viðgangast afleiðingalaust. Þessi rými eru oft látin afskiptalaus því fáir voga sér að vega að oft fölskum heiðri húsanna í kringum sig. Hjónabönd, náin sambönd og samskiptin innan þeirra eru dæmi um heiður húsa sem margir tipla á tánum í kringum þótt óréttlætið og ofbeldið sé áþreifanlegt. Möguleikinn á ofbeldi innan hjónabands ofbýður barnalegri heimsmyndarósk okkar og raunveruleikaflótti ryður sér til rúms í hugrænum ferlum manna. Staðreyndir enda í stöðnun og ranghugmyndir stýra réttlætingarferli. Kynferðisofbeldi hefur fjölmörg birtingarform. Þegar talað er um kynferðisofbeldi er m.a. átt við: Nauðgun, kynferðisofbeldi gagnvart börnum, klám, vændi, stafrænt kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðislegar þvinganir. Konur og börn eru lang oftast þolendur og gerendurnir eru í yfirgnæfandi meirihluta karlar. Fullyrðing þessi er byggð á tölfræðilegum upplýsingum úr rannsóknum og gagnreyndri þekkingu en ekki geðþóttaskoðunum önugra kvenna. Vettvangur þessarar siðlausu og refsiverðu hegðunnar er víða að finna. Þetta getur gerst milli ókunnugra en mun algengara er að þetta eigi sér stað milli vina og kunningja, milli samstarfsfélaga, milli fjölskyldumeðlima og í nánum samböndum, þ.e. ástarsamböndum og innviði hjónabands. Ofbeldi gegn konum á heimsvísu er faraldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að tíðni ofbeldis gegn konum sé gríðarleg. WHO safnaði gögnum um tíðni ofbeldis á árunum 2000-2018 frá 161 mismunandi landi og svæðum. Greining þessara gagna sýndi að hægt væri að álykta að ein af hverjum þremur konum hafi upplifað ofbeldi og ofbeldi í nánu sambandi þar sem beitt var annaðhvort líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi. Gerðar hafa verið nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir á ofbeldi í nánum samböndum hér á landi og eru niðurstöður þeirra allar í samræmi við aðrar alþjóðlegar rannsóknir. Í einni slíkri rannsókn kemur fram að 33.3 % þeirra kvenna sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku LHS á tíma gagnasöfnunnar hafi verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og 21.9 % þeirra sem leituðu á Miðstöð Mæðraverndar. Aðrar rannsóknir áætla að 0,5% til 2,0% íslenskra kvenna séu á hverju ári beittar ofbeldi í nánu sambandi. Ofbeldi í nánum samböndum skerðir lífsgæði þolenda. Í rannsókn Dr. Brynju Örlygsdóttur og Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur frá 2007 kom fram að tæpur fjórðungur kvenna hérlendis hafi verið beittur líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka. Enn fremur leiddi rannsóknin í ljós að skýr tengsl eru á milli ofbeldisins og heilsufarsvanda kvennanna. Þolendur ofbeldisins voru m.a að glíma við þunglyndi, aukin gigtareinkenni, skaðlega streitu, kvíða og lágt sjálfsálit. Einnig kom í ljós fylgni á milli ofbeldisins og áhættuhegðunar þolenda í formi drykkju, lyfjamisnotkunar og vímuefnsneyslu. Það er því rökrétt að álykta að ofbeldi í nánum samböndum sé bæði samfélagslegt og skammarlegt vandamál hér á landi sem ógni bæði andlegri og líkamlegri heilsu kvenna. Rannsóknir byggjast á tölfræði sem túlka staðreyndir hvers tíma. Faraldsfræðingar fást við rannsóknir á orsökum, útbreiðslu og afleiðingum sjúkdóma og annarra áhrifaþátta á heilsufar samfélagshópa. Kynferðisofbeldi er einn áhrifaþátta á heilsufar samfélagshópa og mögulegar heilsufarsafleiðingar fyrir þolendur eru alvarlegar. Algengar afleiðingar af kynferðisofbeldi eru m.a áfallastreituröskun, kvíði, þunglyndi, átröskun, einangrun, erfiðleikar í samskiptum, erfiðleikar með svefn og einbeitingu, erfiðleikar í kynlífi og oft ögrandi kynferðisleg hegðun. Þá er algengt að þolendur glími við lélega sjálfsmynd í kjölfarið af kynferðisofbeldi, hafi líkamlega verki, stundi sjálfsskaða og upplifi sjálfsvígshugsanir. Tilfinningar eins og ótti, reiði, skömm og sektarkennd geta ásótt þolendur í miklum mæli og skert lífsgæði þeirra stórkostlega. Vettvangur glæps getur verið nær en þig grunar. Kynferðislofbeldi í nánum samböndum (Intimate Partner Sexual Violence/ IPSV) vísar til allrar tegundar kynferðisofbeldis sem á sér stað í nánum samböndum, þ.e ástarsamböndum og hjónaböndum. IPSV er skilgreint sem kynferðisofbeldi sem einstaklingur verður fyrir, eða hefur orðið fyrir af völdum sambýlisaðila eða þess sem hann er í nánu sambandi við.Þolendur IPSV geta verið af öllum kynjum. IPSV vísar til hegðunar gerenda þar sem notaðar eru valdbeitingar, hótanir og þvinganir til þess að knýja fram kynlíf eða kynferðislega hegðun og kynferðislegt sjálfræði þolanda er ekki virt. Dæmi um IPSV er t.d: Að neyða eða þvinga maka til kynmaka. Suð og tuð um kynlíf. Beiting líkamlegs ofbeldis áður, á meðan eða eftir að kynlífi líkur. Stundum réttlætir gerandi ofbeldi út frá BDSM væddri hegðun í kynlífi en skeytir engu um þær samskiptareglur og mörk sem þar gilda og eru grunnstoð. Neydd þátttaka til kynferðislegra athafna með öðrum en maka. Kynferðislegar snertingar eða athugasemdir í óþökk þolanda. Klámvædd hegðun í kynlífi í óþökk þolanda. Þvinguð þáttaka í vændi. Stafrænt kynferðislegt ofbeldi er nýtt til að valdbeita þolanda og myndefni og annað er oft notað gegn þolanda þegar hann drifist að valdeflast eða setur mörk. Siðlaus samskiptatækni (gaslýsing), s.s. upplifun þolanda í kynlífi er afvegaleidd og jafnvel sögð röng. Kúgunaraðferðir t.d. að kynferðislegt áhugaleysi þolanda endurspegli höfnun í sambandi og er það notað gegn honum til að knýja fram kynlíf. Ásakanir um framhjáhald. Samaburður við samlíf annara para. Tilfinningaleg fjarlægð er nýtt á þann hátt að þolandi upplifir sig tilneyddan til að stunda kynlíf til að forðast skapgerðarbresti geranda og til að upplifa nánd í eigin sambandi. Kynferðisofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt birtingarform ofbeldis. Það alvarlega við þessa tegund ofbeldis er að þolendur eiga það til að átta sig seint á alvarleika og jafnvel tilvist ofbeldisins. Taugakerfið í manneskjunni er ekki forritað til að meta hættur í innviði hjónabands eða í ástarsambandi. Þar eiga ekki að vera hættur. Ástarsambandið okkar á að vera griðarstaður og eðlilega göngum við út frá því að svo sé. Maki okkar á ekki að geta meitt okkur. Þegar hættumerki fara að gera vart við sig reynum við eftir fremsta magni sem vitsmunaverur að finna orsakir og útskýringar á allri hegðun, líka þeirri frávikshegðun sem ofbeldishegðun er. Við teljum okkur trú um að við séum að oftúlka, mistúlka eða rangtúlka aðstæður eða hegðun maka okkar. Þetta gerum við svo að úrvinnsla upplýsinga geti átt sér stað í taugakerfinu og svo við getum haldið áfram samkvæmt þeirri heimsmynd sem við eða samfélagið höfum ákveðið að sé rétt og óhagganleg. Heiður hússins ofar öllu. Mýtan um að sambýlisaðili eða sá sem þolandi á í nánu sambandi við á ekki að geta beitt okkur ofbeldi, þá sérstaklega kynferðislofbeldi er seig og því eru þolendur oft hikandi við að kalla þessa tegund ofbeldis réttu nafni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kynferðisofbeldi í nánum samböndum geti haft meiri langvarandi og alvarlegri afleiðingar en kynferðisofbeldi af hálfu ókunnugs aðila eða kunningja. Felst það m.a. í þeirri staðreynd að þolendur eru síðari til að leita sér aðstoðar vegna m.a. hinum órökrétta brotavettvangi, þ.e innviði ástarsambands og hjónabands. Þolandi getur orðið félagslega einangraður og fjárhagslega háður geranda sínum. Honum verður tamt að sýna óeðlilega undirgefna hegðun til að forðast deilur og átök. Tíðni áfallastreituröskunar er hærri og meiri hætta er á óútskýrðum líkamlegum verkjum. Kvíði einkennir líf þolandans og taugakerfið svarar ekki skynsemi. Hættan á líkamlegum meiðslum er meiri, s.b.r. kyrkingartök og sjálfsvígstíðni er hærri. Það er meiri hætta á endurtekningu brota og þolendur eru útsettari fyrir morði af hálfu maka. Bak við tjöldin, heiður hússins hnignandi fer. Stígamót eru miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem unnið er með afleiðingar af kynferðisofbeldi á forsendum þolenda og valdeflingu. Þolendur kynferðisofbeldis í nánu sambandi eru hjartanlega velkomnir á Stígamót til að fræðast og fá ráðgjöf og aðstoð við að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Höfundur er ráðgjafi á Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Hrafnhildur Sigmarsdóttir Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Skoðun Ritskoðun á heimsmælikvarða Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Íþróttir fyrir alla! Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Sjá meira
Orðræða, samtöl, skilgreiningar og skoðanir varðandi ofbeldi eru að gangast undir endurnýjun. Sögulegt og löngu tímabært uppgjör virðist vera að eiga sér stað, og þá sérstaklega gagnvart kynferðisofbeldi í íslensku samfélagi. Þetta uppgjör virðist hinsvegar koma illa við þá semað sér finnst vegið með valdeflingu þeirra sem brotið hefur verið á. Flestir taka vitsmunalegri framþróun fagnandi en á sama tíma virðist hún skekkja eða ógna heimsmynd þeirra sem óttast upplausn, uppgjör eða opinberun.Mannkostaskorturinn opinberar sig með offorsi. Við erum að byrja að gera okkur grein fyrir því að það eru til fleiri rými þar sem ofbeldishegðun hefur fengið að viðgangast afleiðingalaust. Þessi rými eru oft látin afskiptalaus því fáir voga sér að vega að oft fölskum heiðri húsanna í kringum sig. Hjónabönd, náin sambönd og samskiptin innan þeirra eru dæmi um heiður húsa sem margir tipla á tánum í kringum þótt óréttlætið og ofbeldið sé áþreifanlegt. Möguleikinn á ofbeldi innan hjónabands ofbýður barnalegri heimsmyndarósk okkar og raunveruleikaflótti ryður sér til rúms í hugrænum ferlum manna. Staðreyndir enda í stöðnun og ranghugmyndir stýra réttlætingarferli. Kynferðisofbeldi hefur fjölmörg birtingarform. Þegar talað er um kynferðisofbeldi er m.a. átt við: Nauðgun, kynferðisofbeldi gagnvart börnum, klám, vændi, stafrænt kynferðislegt ofbeldi, kynferðislega áreitni og kynferðislegar þvinganir. Konur og börn eru lang oftast þolendur og gerendurnir eru í yfirgnæfandi meirihluta karlar. Fullyrðing þessi er byggð á tölfræðilegum upplýsingum úr rannsóknum og gagnreyndri þekkingu en ekki geðþóttaskoðunum önugra kvenna. Vettvangur þessarar siðlausu og refsiverðu hegðunnar er víða að finna. Þetta getur gerst milli ókunnugra en mun algengara er að þetta eigi sér stað milli vina og kunningja, milli samstarfsfélaga, milli fjölskyldumeðlima og í nánum samböndum, þ.e. ástarsamböndum og innviði hjónabands. Ofbeldi gegn konum á heimsvísu er faraldur. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin (WHO) áætlar að tíðni ofbeldis gegn konum sé gríðarleg. WHO safnaði gögnum um tíðni ofbeldis á árunum 2000-2018 frá 161 mismunandi landi og svæðum. Greining þessara gagna sýndi að hægt væri að álykta að ein af hverjum þremur konum hafi upplifað ofbeldi og ofbeldi í nánu sambandi þar sem beitt var annaðhvort líkamlegu og/eða kynferðislegu ofbeldi. Gerðar hafa verið nokkrar faraldsfræðilegar rannsóknir á ofbeldi í nánum samböndum hér á landi og eru niðurstöður þeirra allar í samræmi við aðrar alþjóðlegar rannsóknir. Í einni slíkri rannsókn kemur fram að 33.3 % þeirra kvenna sem leituðu til slysa- og bráðamóttöku LHS á tíma gagnasöfnunnar hafi verið beittar ofbeldi í nánu sambandi og 21.9 % þeirra sem leituðu á Miðstöð Mæðraverndar. Aðrar rannsóknir áætla að 0,5% til 2,0% íslenskra kvenna séu á hverju ári beittar ofbeldi í nánu sambandi. Ofbeldi í nánum samböndum skerðir lífsgæði þolenda. Í rannsókn Dr. Brynju Örlygsdóttur og Erlu Kolbrúnar Svavarsdóttur frá 2007 kom fram að tæpur fjórðungur kvenna hérlendis hafi verið beittur líkamlegu, andlegu eða kynferðislegu ofbeldi af hálfu maka. Enn fremur leiddi rannsóknin í ljós að skýr tengsl eru á milli ofbeldisins og heilsufarsvanda kvennanna. Þolendur ofbeldisins voru m.a að glíma við þunglyndi, aukin gigtareinkenni, skaðlega streitu, kvíða og lágt sjálfsálit. Einnig kom í ljós fylgni á milli ofbeldisins og áhættuhegðunar þolenda í formi drykkju, lyfjamisnotkunar og vímuefnsneyslu. Það er því rökrétt að álykta að ofbeldi í nánum samböndum sé bæði samfélagslegt og skammarlegt vandamál hér á landi sem ógni bæði andlegri og líkamlegri heilsu kvenna. Rannsóknir byggjast á tölfræði sem túlka staðreyndir hvers tíma. Faraldsfræðingar fást við rannsóknir á orsökum, útbreiðslu og afleiðingum sjúkdóma og annarra áhrifaþátta á heilsufar samfélagshópa. Kynferðisofbeldi er einn áhrifaþátta á heilsufar samfélagshópa og mögulegar heilsufarsafleiðingar fyrir þolendur eru alvarlegar. Algengar afleiðingar af kynferðisofbeldi eru m.a áfallastreituröskun, kvíði, þunglyndi, átröskun, einangrun, erfiðleikar í samskiptum, erfiðleikar með svefn og einbeitingu, erfiðleikar í kynlífi og oft ögrandi kynferðisleg hegðun. Þá er algengt að þolendur glími við lélega sjálfsmynd í kjölfarið af kynferðisofbeldi, hafi líkamlega verki, stundi sjálfsskaða og upplifi sjálfsvígshugsanir. Tilfinningar eins og ótti, reiði, skömm og sektarkennd geta ásótt þolendur í miklum mæli og skert lífsgæði þeirra stórkostlega. Vettvangur glæps getur verið nær en þig grunar. Kynferðislofbeldi í nánum samböndum (Intimate Partner Sexual Violence/ IPSV) vísar til allrar tegundar kynferðisofbeldis sem á sér stað í nánum samböndum, þ.e ástarsamböndum og hjónaböndum. IPSV er skilgreint sem kynferðisofbeldi sem einstaklingur verður fyrir, eða hefur orðið fyrir af völdum sambýlisaðila eða þess sem hann er í nánu sambandi við.Þolendur IPSV geta verið af öllum kynjum. IPSV vísar til hegðunar gerenda þar sem notaðar eru valdbeitingar, hótanir og þvinganir til þess að knýja fram kynlíf eða kynferðislega hegðun og kynferðislegt sjálfræði þolanda er ekki virt. Dæmi um IPSV er t.d: Að neyða eða þvinga maka til kynmaka. Suð og tuð um kynlíf. Beiting líkamlegs ofbeldis áður, á meðan eða eftir að kynlífi líkur. Stundum réttlætir gerandi ofbeldi út frá BDSM væddri hegðun í kynlífi en skeytir engu um þær samskiptareglur og mörk sem þar gilda og eru grunnstoð. Neydd þátttaka til kynferðislegra athafna með öðrum en maka. Kynferðislegar snertingar eða athugasemdir í óþökk þolanda. Klámvædd hegðun í kynlífi í óþökk þolanda. Þvinguð þáttaka í vændi. Stafrænt kynferðislegt ofbeldi er nýtt til að valdbeita þolanda og myndefni og annað er oft notað gegn þolanda þegar hann drifist að valdeflast eða setur mörk. Siðlaus samskiptatækni (gaslýsing), s.s. upplifun þolanda í kynlífi er afvegaleidd og jafnvel sögð röng. Kúgunaraðferðir t.d. að kynferðislegt áhugaleysi þolanda endurspegli höfnun í sambandi og er það notað gegn honum til að knýja fram kynlíf. Ásakanir um framhjáhald. Samaburður við samlíf annara para. Tilfinningaleg fjarlægð er nýtt á þann hátt að þolandi upplifir sig tilneyddan til að stunda kynlíf til að forðast skapgerðarbresti geranda og til að upplifa nánd í eigin sambandi. Kynferðisofbeldi í nánum samböndum er alvarlegt birtingarform ofbeldis. Það alvarlega við þessa tegund ofbeldis er að þolendur eiga það til að átta sig seint á alvarleika og jafnvel tilvist ofbeldisins. Taugakerfið í manneskjunni er ekki forritað til að meta hættur í innviði hjónabands eða í ástarsambandi. Þar eiga ekki að vera hættur. Ástarsambandið okkar á að vera griðarstaður og eðlilega göngum við út frá því að svo sé. Maki okkar á ekki að geta meitt okkur. Þegar hættumerki fara að gera vart við sig reynum við eftir fremsta magni sem vitsmunaverur að finna orsakir og útskýringar á allri hegðun, líka þeirri frávikshegðun sem ofbeldishegðun er. Við teljum okkur trú um að við séum að oftúlka, mistúlka eða rangtúlka aðstæður eða hegðun maka okkar. Þetta gerum við svo að úrvinnsla upplýsinga geti átt sér stað í taugakerfinu og svo við getum haldið áfram samkvæmt þeirri heimsmynd sem við eða samfélagið höfum ákveðið að sé rétt og óhagganleg. Heiður hússins ofar öllu. Mýtan um að sambýlisaðili eða sá sem þolandi á í nánu sambandi við á ekki að geta beitt okkur ofbeldi, þá sérstaklega kynferðislofbeldi er seig og því eru þolendur oft hikandi við að kalla þessa tegund ofbeldis réttu nafni. Rannsóknir hafa leitt í ljós að kynferðisofbeldi í nánum samböndum geti haft meiri langvarandi og alvarlegri afleiðingar en kynferðisofbeldi af hálfu ókunnugs aðila eða kunningja. Felst það m.a. í þeirri staðreynd að þolendur eru síðari til að leita sér aðstoðar vegna m.a. hinum órökrétta brotavettvangi, þ.e innviði ástarsambands og hjónabands. Þolandi getur orðið félagslega einangraður og fjárhagslega háður geranda sínum. Honum verður tamt að sýna óeðlilega undirgefna hegðun til að forðast deilur og átök. Tíðni áfallastreituröskunar er hærri og meiri hætta er á óútskýrðum líkamlegum verkjum. Kvíði einkennir líf þolandans og taugakerfið svarar ekki skynsemi. Hættan á líkamlegum meiðslum er meiri, s.b.r. kyrkingartök og sjálfsvígstíðni er hærri. Það er meiri hætta á endurtekningu brota og þolendur eru útsettari fyrir morði af hálfu maka. Bak við tjöldin, heiður hússins hnignandi fer. Stígamót eru miðstöð fyrir þolendur kynferðisofbeldis þar sem unnið er með afleiðingar af kynferðisofbeldi á forsendum þolenda og valdeflingu. Þolendur kynferðisofbeldis í nánu sambandi eru hjartanlega velkomnir á Stígamót til að fræðast og fá ráðgjöf og aðstoð við að vinna úr afleiðingum ofbeldisins. Höfundur er ráðgjafi á Stígamótum.
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Sjö spurningar sem fjölmiðlar verða að spyrja frambjóðendur um loftslagsmál Eyþór Eðvarðsson skrifar