Yngsta skólastigið þarf á raunhæfum lausnum að halda Jónína Hauksdóttir skrifar 8. september 2022 10:00 Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Leikskólar Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Skóli er svo mikið meira en eingöngu veggir. Ómissandi breytur í því sem skapa skóla eru nemendur og kennarar. Nemendur sem þroska og efla félagslegan-, siðferðilegan og vitsmunalegan vöxt sinn. Kennarar sem skapa gæði með sérfræðiþekkingu sinni og fagmennsku, þar sem samvinna, ígrundun, þekkingaröflun og þróun ræður ríkjum. Því miður er leikskólinn, fyrsta skólastigið samkvæmt lögum, kominn að þolmörkum jafnvel þrátt fyrir talsverða fjölgun leikskólakennara á síðustu árum. Óskir foreldra um skóladvöl eru því enn óuppfylltar haust eftir haust. Tillögur að lausnum misjafnar Tillögur að lausnum á vandanum ber sem betur fer oft á góma en því miður eru þær sem fara hvað hæst misvænlegar til árangurs. Oft er því til dæmis haldið fram að lausnin felist í opnun fleiri og fleiri leikskóla. Sú hugmynd fellur þó um sjálfa sig. Hún er eðli málsins samkvæmt óframkvæmanleg þegar ekki fást leikskólakennarar til starfa og nógu erfitt er að reyna að manna þá leikskóla sem þegar eru til. Þá er gjarnan stungið upp á því sem lausn að stytta nám leikskólakennara til að mæta mönnunarvandanum. Eins og áður sagði eru kennarar sérfræðingar. Mannekla er algengur vandi meðal sérfræðistétta, stétta eins og hjúkrunarfræðinga og lækna. Blessunarlega hefur þó ekki verið stungið upp á því varðandi þessar stéttir eða aðrar stéttir sérfræðinga að stytta nám þeirra til að flýta fyrir nýliðun, enda borðleggjandi að það sé ekki vænlegt til árangurs. Menntun tekur tíma en borgar sig margfalt til baka í auknum gæðum og fagmennsku. Leiðin felst ekki í því að blanda saman erfiðri stöðu foreldra sem óska eftir skóladvöl barna sinna og orðræðu um að stytta verði nám leikskólakennara svo hægt sé að mæta vandanum. Raunhæfar langtímalausnir sem mæta þörfum barna Skýrt er að foreldrar vilja börnum sínum allt hið besta og það sama á við um kennara og samfélagið í heild. Við sem samfélag verðum að finna raunhæfar lausnir saman. Lausnir sem hafa hagsmuni barna að leiðarljósi og taka tillit til þarfa foreldra á viðkvæmu skeiði í lífi barna sinna. Það þarf að finna lausnir til frambúðar, ráðast að rót vandans því plástrar hér og þar duga ekki, og á meðan tapa börnin í þessum leik. Skoða þarf starfsaðstæður og kjör kennara sem og viðhorf í samfélaginu til starfsins. Þar er hægt að bæta úr mörgum þáttum sem hafa áhrif á nýliðun. Börn eiga skilið skóla ríka af mannauði; kennurum, iðjuþjálfum, þroskaþjálfum, sálfræðingum og öðrum fagstéttum. Örugg geðtengsl eru veigamikill þáttur í þroska barna. Geðtengsl eru tilfinningatengsl milli barns og foreldra eða umönnunaraðila sem einkennast af gagnkvæmum tilfinningaböndum og löngun til að viðhalda nánd. Örugg geðtengsl eru mikilvæg velferð barna, þroska og geðheilsu. Í leikskóla mynda börn sín fyrstu geðtengsl við aðra en sína nánustu fjölskyldu, þess vegna þarfnast þau stöðugleika í starfsmannahópnum. Stöðugleika, sem tölur sýna að sé helst að finna hjá kennurum sem helga sig starfi á fyrsta skólastiginu. Því miður eru þessar kjöraðstæður ekki til staðar í dag. Til að bæta úr því þarf að leggja allt kapp á að fjölga kennurum og auka á þann stöðugleika sem börnin þarfnast og þar með bæta gæði skólastarfs. Þá gæti lausnin falist í því að láta fæðingarorlofskerfið og leikskólann tala saman, til að mynda væri hægt að skoða möguleikann á að lengja fæðingarorlof til átján mánaða aldurs og haga skóladvöl barnanna þannig í kjölfarið að hún lengist í áföngum til tveggja ára aldurs. Ég hvet sveitafélög til að hafa samráð og samvinnu við kennara og stjórnendur í því mikilvæga hlutverki að finna lausnir fyrir yngsta skólastigið. Höfundur er varaformaður Kennarasambands Íslands.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun