Íslenskir gullgrafarar hafa fundið tíu tonn af gulli Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 7. september 2022 11:53 Frá einu af leitarsvæðum Amaroq Minerals. Mynd/AEX Gold. Íslenskir gullgrafarar í Grænlandi hafa staðfest mun meira gullmagn í námu sinni en áður hafði fundist. Heildarsöluverðmæti gullsins er nú áttatíu milljarðar króna en forstjórinn er viss um að mun meira gull leynist í námunni. Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur. Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fyrirtækið Amaroq Minerals hefur staðið að rannsóknum og leit að gulli á Suður-Grænlandi í sjö ár. Fyrirtækið er kanadískt en á meðal stærstu hluthafa þess eru íslenskir fjárfestar og forstjóri þess er Íslendingurinn Eldur Ólafsson. „Planið er núna að byrja vinnslu á næsta ári úr fyrsta partinum af fjallinu. Og við erum að horfa til að það verði um 15 þúsund til 30 þúsund tonn og erum þá að gera ráð fyrir á bilinu 15 til 30 þúsund únsum á næsta ári vonandi,“ segir Eldur. Nýjasta auðlindamat sýnir að áætlað heildarmagn gulls úr einni helstu námu svæðisins hafi hækkað úr 250 þúsund únsum í 320 þúsund únsur. 320 þúsund únsur jafngilda um 10 tonnum af gulli. Verðmæti gulls í námunni fer því úr 60 milljörðum íslenskra króna í 80 milljarða. Eldur Ólafsson er í forstjóri Amaroq Minerals.Vísir/Egill Eldur telur þó að mun meira gull leynist í námunni. „Við teljum að svæðið allt á þessari námu geti verið um milljón til tvær milljónir únsa. Á því bili. Það byggjum við upp yfir tímann á meðan við erum í vinnslu. Þannig við erum alltaf að auka við magnið til þess að geta verið með 20 til 30 ára líftíma námunnar sem er þarna,“ segir Eldur. Söluverðmæti tveggja milljarða únsa af gulli er í kring um tæpa 500 milljarða íslenskra króna. Langtímaverkefni Fyrirtækið mun hefja fulla vinnslu á svæðinu 2024, þegar búið er að koma upp vinnslustöð á svæðinu þar sem hægt er að vinna gullið. Eldur segir að gríðarlegur ágóði sé af verkefninu, fyrir fjárfesta en ekki síst grænlenskt samfélag. Hér er ljóst að einhverjir milljarðamæringar verði til úr verkefninu. „Munurinn á þessu og flestum þeim viðskiptum sem eru í dag og eru kannski einhver tæknifyrirtæki, vefsíður sem menn búa til á tveimur, þremur árum og svo verða menn milljarðamæringar, þá er þetta eitthvað sem tekur langan tíma. Og þú þarft að hafa gríðarlega vítt samskiptanet og góð samskipti við samfélagið, við umhverfismálin, markaði og svo framvegis. Þannig þetta er ekkert sem gerist hratt,“ segir Eldur.
Grænland Stóriðja Námuvinnsla Íslendingar erlendis Amaroq Minerals Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira