Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 16:27 Búist er við að á sjöundu milljón farþega leggi leið sína um Keflavíkurflugvöll áður en árið er úti. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að hin uppfærða farþegaspá geri ráð fyrir 1,6 milljón fleiri farþegum en sú spá sem gefin var út í upphafi árs. Þrátt fyrir mikla fjölgun hafi starfsfólki vallarins tekist að tryggja að þjónusta við farþega hafi gengið greiðlega í sumar. „Sumarið fór fram úr væntingum okkar. Nú í vetur stefna tuttugu flugfélög að því að heimsækja okkur, sem er mesti fjöldi sem hingað hefur flogið að vetri til. Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia. Fleiri í ágúst 2022 en 2019 Samkvæmt tilkynningunni gera bráðabirgðatölur ráð fyrir því að rúmlega 841 þúsund farþegar hafi farið í gegnum völlinn í ágúst, sem eru fleiri farþegar en í ágúst 2019, síðasta ágústmánuði fyrir faraldurinn. „Það eru tæplega 2,4 milljónir farþega í júní, júlí og ágúst í sumar samanborið við tæplega 2,5 milljónir sömu mánuði ársins 2019. Flogið var til 76 áfangastaða í ágúst og voru vinsælustu áfangastaðirnir Kaupmannahöfn, París, Boston, New York og Frankfurt,“ segir þá í tilkynningunni. „Þökk sé okkar frábæra starfsfólki hefur gengið vel að takast á við þessa hröðu fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og við höfum haldið okkar þjónustustigi uppi. Farþegatölur í júlí fóru fram úr sama mánuði fyrir heimsfaraldur, rétt eins og bráðabirgðatölur benda til að hafi verið í ágúst. Meðalbiðtími í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli hefur haldist í eða undir því viðmiði sem við setjum okkur og innritun hefur heilt yfir gengið vel þrátt fyrir miklar framkvæmdir á vellinum. Þannig skapaðist ekki það krefjandi ástand sem sagt hefur verið frá á flugvöllum víða annar staðar í heiminum. Öflugur og samhentur hópur starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á hrós skilið fyrir vaska framgöngu við að þjónusta ferðafólk,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia. Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að hin uppfærða farþegaspá geri ráð fyrir 1,6 milljón fleiri farþegum en sú spá sem gefin var út í upphafi árs. Þrátt fyrir mikla fjölgun hafi starfsfólki vallarins tekist að tryggja að þjónusta við farþega hafi gengið greiðlega í sumar. „Sumarið fór fram úr væntingum okkar. Nú í vetur stefna tuttugu flugfélög að því að heimsækja okkur, sem er mesti fjöldi sem hingað hefur flogið að vetri til. Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia. Fleiri í ágúst 2022 en 2019 Samkvæmt tilkynningunni gera bráðabirgðatölur ráð fyrir því að rúmlega 841 þúsund farþegar hafi farið í gegnum völlinn í ágúst, sem eru fleiri farþegar en í ágúst 2019, síðasta ágústmánuði fyrir faraldurinn. „Það eru tæplega 2,4 milljónir farþega í júní, júlí og ágúst í sumar samanborið við tæplega 2,5 milljónir sömu mánuði ársins 2019. Flogið var til 76 áfangastaða í ágúst og voru vinsælustu áfangastaðirnir Kaupmannahöfn, París, Boston, New York og Frankfurt,“ segir þá í tilkynningunni. „Þökk sé okkar frábæra starfsfólki hefur gengið vel að takast á við þessa hröðu fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og við höfum haldið okkar þjónustustigi uppi. Farþegatölur í júlí fóru fram úr sama mánuði fyrir heimsfaraldur, rétt eins og bráðabirgðatölur benda til að hafi verið í ágúst. Meðalbiðtími í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli hefur haldist í eða undir því viðmiði sem við setjum okkur og innritun hefur heilt yfir gengið vel þrátt fyrir miklar framkvæmdir á vellinum. Þannig skapaðist ekki það krefjandi ástand sem sagt hefur verið frá á flugvöllum víða annar staðar í heiminum. Öflugur og samhentur hópur starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á hrós skilið fyrir vaska framgöngu við að þjónusta ferðafólk,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia.
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Greiðsluáskorun Samstarf Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira