Neytendur eigi inni talsverðar lækkanir á eldsneytisverði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. september 2022 09:55 Runólfur Ólafsson segir olíufélögin vel geta lækkað eldsneytisverð enn frekar. Vísir/Baldur Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, FÍB, segir eldsneytisverð hér á Íslandi hæst í Evrópu. Neytendur eigi inni talsverðar verðlækkanir og kallar eftir því að stjórnvöld beiti sér fyrir lækkuðu verði. Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur. Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Hátt eldsneytisverð hefur verið milli tannanna á fólki undanfarin misseri en eldsneytisverð er nú þó komið niður fyrir þrjú hundruð krónur á lítrann. Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri FÍB segir að olíufélögin geti þó lækkað verðið enn miera. „Við erum með vöru sem er mikil eftirspurn eftir en það er fákeppni á markaði þannig að það virðst sem félögin komist upp með að vera að bjóða upp á óeðlilega álagningu, á sumum svæðum sérstaklega,“ sagði Runólfur í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Það er virklega lag að lækka eldsneytisverð almennt um land allt þó það séu litlar lækkanir undanfarið þá eru frekari undirliggjandi verðlækkanir og mér þætti ekkert óeðlilegt að seðlabankastjóri myndi tjá sig um þetta líka því þetta hefur áhrif á verðlag almennt, vísitölu og svo framvegis.“ Eldsneytið vegi þungt á vísitölu neysluverðs. „Þegar samkeppnin er ekki að skila neytendum eðlilegu vöruverði þá er það viðvörun til aðila á markaði að það sé ekki eðlilegt ástand,“ segir Runólfur. „Við eigum sem neytendur inni töluverða lækkun til viðbótar. Miðað við sögulega samlíkingu, og þá er ég samt að áætla mönnum hærri álagningu hér vegna fjarlægðar og minni markaðar, þá erum við að tala um tuttugu krónur sem við teldum eðlilegt að væri komið niður um þessar mundir.“ Eldsneytið sé hvergi hærra í Evrópu en á Íslandi. „Stjórnvöld í ákveðnum löndum hafa út af þessu orkuástandi lækkað álögur allavega tímabundið. En þó við séum að bera okkur saman við álíka eða hærri álögur þá erum við samt að bjóða neytendum okkar upp á hærra verð,“ segir Runólfur.
Neytendur Bensín og olía Verðlag Bítið Fjármál heimilisins Tengdar fréttir Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22 Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Fagnar því að olíufélögin séu farin að taka við sér en segir það löngu tímabært Bensínlítrinn er kominn undir 300 krónur hjá Costco og virðast önnur félög einnig lækka sín verð um þessar mundir. Framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeiganda segir þetta löngu tímabært þar sem Ísland sé með hæsta bensínverð í Evrópu. Þó undirliggjandi verðlækkanir séu til staðar sé mikil óvissa fram undan og viðbúið að eldsneytisverð verði enn hátt. 4. september 2022 16:22
Bensínlítrinn undir þrjú hundruð krónum hjá Costco Hækkun bensínlítrans hefur eflaust haft einhver áhrif á veski landsmanna en bensínlítrinn er nú kominn undir þrjú hundruð krónur á bensínstöð Costco og er 298,2 krónur. 3. september 2022 20:33
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13