Vaxtahækkanir biturt meðal sem Seðlabankinn beiti ekki með glöðu geði Fanndís Birna Logadóttir skrifar 4. september 2022 12:55 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri bindur vonir við að verðbólga hafi náð hámarki en óttast að einhvers konar efnahagsþensla sé framundan. Vísir/Vilhelm Seðlabankastjóri segir ljóst að skarpar vaxtahækkanir bankans hafi borið árangur, þó um sé að ræða biturt meðal. Ísland hafi komið mun betur út en önnur lönd og vonandi hafi toppi verðbólgunnar verið náð. Slæmar horfur í Evrópu, og jafnvel kreppa þegar líða fer á veturinn, geti þó breytt þeirri stöðu. Allir þurfi að vera samstíga til að ná verðbólgunni niður, ekki síst í kjaraviðræðum. Verðbólga síðustu tólf mánuði lækkaði um 0,2 prósentustig í ágúst og stendur nú í 9,7 prósent en margir höfðu spáð því að hún færi yfir tíu prósent, þar á meðal Seðlabankinn sem hafði áður spáð að verðbólgan færi upp í ellefu prósent fyrir lok ársins. Til að bregðast við hefur Seðlabankinn gripið til vaxtahækkana og það sem af er ári hafa stýrivextir hækkað um 3,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði aðgerðir farnar að hafa áhrif en það taki nokkra mánuði og allt upp undir hálft ár að sjá árangurinn. „Við verðum að bregðast við til að halda stöðugleika í kerfinu. Það er alveg rétt að vaxtahækkanir eru biturt meðal og það er ekki með glöðu geði sem við erum að beita því, og þess vegna hefur þetta verið ákall verið frá Seðlabankanum til annarra aðila í samfélaginu að koma að þessu með okkur og hjálpa okkur með þetta verkefni,“ segir Ásgeir. Möguleg þensla í hagkerfinu Seðlabankinn hafi beitt ýmsum tækjum til að koma böndum á verðbólguna, til að mynda á fasteignamarkaði þar sem lántökuskilyrði hafa verið hert og aðgengi að verðtryggðum lánum verið takmarkað. Það hafi borið árangur þar sem merki séu um að markaðurinn sé farinn að kólna. Mikil óvissa sé þó fram undan. „Við óttumst það að við séum að lenda aftur í einhvers konar efnahagsþenslu sem að við þurfum að bregðast við. En ég bind samt vonir við það að verðbólga hafi náð hámarki, við séum að ná árangri, og að okkur heppnist að stýra þessu áfram,“ segir Ásgeir. Skiptir mestu máli að ná sátt Ísland hafi þrátt fyrir allt komið mun betur út en mörg önnur lönd en þó blasi við erfið staða í Evrópu. Að sögn Ásgeirs er ekki ólíklegt að Evrópa lendi í kreppu þegar líða fer í vetur sem geti haft áhrif hér heima. Þannig þurfi allir að koma saman að borðinu, bæði á alþjóðavettvangi og ekki síst hér heima nú þegar kjaraviðræður eru í nánd. „Það verður að koma til skilningur frá aðilum vinnumarkaðarins, líka ríkisvaldinu og að sama skapi frá atvinnulífinu. Við erum lítið land og það skiptir miklu máli að við náum sátt um hluti. Okkur hefur nú alltaf farnast best þannig, þannig höfum við náð niður verðbólgu með farsælum hætti, ef að það ríkir sameind sátt um það,“ segir Ásgeir. Hægt er að hlussta á Sprengisand dagsins í heild sinni hér fyrir neðan. Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði. 2. september 2022 09:51 Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. 1. september 2022 15:25 Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. 30. ágúst 2022 23:02 Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. 30. ágúst 2022 12:15 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði lækkaði um 0,2 prósentustig í ágúst og stendur nú í 9,7 prósent en margir höfðu spáð því að hún færi yfir tíu prósent, þar á meðal Seðlabankinn sem hafði áður spáð að verðbólgan færi upp í ellefu prósent fyrir lok ársins. Til að bregðast við hefur Seðlabankinn gripið til vaxtahækkana og það sem af er ári hafa stýrivextir hækkað um 3,5 prósent. Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri fór yfir stöðuna í Sprengisandi á Bylgjunni í morgun þar sem hann sagði aðgerðir farnar að hafa áhrif en það taki nokkra mánuði og allt upp undir hálft ár að sjá árangurinn. „Við verðum að bregðast við til að halda stöðugleika í kerfinu. Það er alveg rétt að vaxtahækkanir eru biturt meðal og það er ekki með glöðu geði sem við erum að beita því, og þess vegna hefur þetta verið ákall verið frá Seðlabankanum til annarra aðila í samfélaginu að koma að þessu með okkur og hjálpa okkur með þetta verkefni,“ segir Ásgeir. Möguleg þensla í hagkerfinu Seðlabankinn hafi beitt ýmsum tækjum til að koma böndum á verðbólguna, til að mynda á fasteignamarkaði þar sem lántökuskilyrði hafa verið hert og aðgengi að verðtryggðum lánum verið takmarkað. Það hafi borið árangur þar sem merki séu um að markaðurinn sé farinn að kólna. Mikil óvissa sé þó fram undan. „Við óttumst það að við séum að lenda aftur í einhvers konar efnahagsþenslu sem að við þurfum að bregðast við. En ég bind samt vonir við það að verðbólga hafi náð hámarki, við séum að ná árangri, og að okkur heppnist að stýra þessu áfram,“ segir Ásgeir. Skiptir mestu máli að ná sátt Ísland hafi þrátt fyrir allt komið mun betur út en mörg önnur lönd en þó blasi við erfið staða í Evrópu. Að sögn Ásgeirs er ekki ólíklegt að Evrópa lendi í kreppu þegar líða fer í vetur sem geti haft áhrif hér heima. Þannig þurfi allir að koma saman að borðinu, bæði á alþjóðavettvangi og ekki síst hér heima nú þegar kjaraviðræður eru í nánd. „Það verður að koma til skilningur frá aðilum vinnumarkaðarins, líka ríkisvaldinu og að sama skapi frá atvinnulífinu. Við erum lítið land og það skiptir miklu máli að við náum sátt um hluti. Okkur hefur nú alltaf farnast best þannig, þannig höfum við náð niður verðbólgu með farsælum hætti, ef að það ríkir sameind sátt um það,“ segir Ásgeir. Hægt er að hlussta á Sprengisand dagsins í heild sinni hér fyrir neðan.
Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaramál Tengdar fréttir Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði. 2. september 2022 09:51 Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. 1. september 2022 15:25 Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. 30. ágúst 2022 23:02 Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. 30. ágúst 2022 12:15 Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Telja ólíklegt að „svört“ verðbólguspá Seðlabankans muni ganga eftir Nýjustu hagtölur sem sýna að verðbólgan er tekin að hjaðna og hagvöxtur reyndist minni á árinu en Seðlabankinn var áður búinn að spá gefur væntingar um að peningastefnunefnd muni ekki fara í aðra skarpa vaxtahækkun. Ólíklegt er að „svört“ spá Seðlabankans um nærri 11 prósenta verðbólgu í í lok árs muni ganga eftir, að mati sérfræðinga á fjármálamarkaði. 2. september 2022 09:51
Telja lítils að vænta frá stjórnvöldum vegna komandi kjarasamninga Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, og Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, ræddu komandi kjaraviðræður í Pallborði Vísis og Stöðvar 2 nú síðdegis. 1. september 2022 15:25
Stjórnvöld geti gert meira en hlusti ekki: „Það þarf ekki bara að treysta á Seðlabankann til að glíma við verðbólguna“ Verðbólga minnkaði á milli mánaða í fyrsta sinn í rúmt ár og merki eru um viðsnúning á fasteignamarkaði. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir verðbólguna þó enn allt of háa og sakar stjórnvöld um áhugaleysi gagnvart því að ná verðbólgunni frekar niður. 30. ágúst 2022 23:02
Fyrstu merki um árangur í baráttunni gegn verðbólgunni Ársverðbólga hefur nú lækkað í fyrsta sinn frá því í fyrrasumar. Seðlabankastjóri fagnar þessu og segir þetta fyrstu merki um að þjóðin sé að ná tökum á verðbólgunni. 30. ágúst 2022 12:15
Verðbólga lækkar í fyrsta skipti í langan tíma Vísitala neysluverðs hækkar um 0,29% frá fyrri mánuði. Vísitalan hefur farið stöðugt hækkandi undanfarið ár en hækkunin á milli mánaða er þó sú lægsta yfir það tímabil. Verðbólgan lækkar úr 9,9 prósentum í 9,7 prósent miðað við síðustu tólf mánuði. 30. ágúst 2022 10:13