Fátt um svör eftir margra ára töf á uppbyggingu í Vesturbugt Heimir Már Pétursson skrifar 2. september 2022 20:23 Samkvæmt áætlunum ættu þessi hús nú þegar að hafa verið risin. Nú er algjörlega óvíst hvenær framkvæmdir hefjast. Vísir/Kristján Ekkert bólar á uppbyggingu tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt á slippsvæðinu í Reykjavík þótt tilkynnt hafi verið með athöfn fyrir fimm árum að framkvæmdir ættu að hefjast innan átján mánaða. Deilur verktaka við borgina virðast tefja verkið en í vor hótaði borgarstjóri að lóðin yrði dregin til baka. Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Um fimmtán hús með tæplega tvö hundruð íbúðum eiga að rísa í Vesturbugt. Af þeim átti borgin að fá 74 íbúðir sem hún ætlaði síðan að deila út til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.Vísir/Kristján Í fréttum Stöðvar 2 hinn 17. september 2020 sagði talsmaður Kaldalóns fasteignaþróunarfélags sem er aðaleigandi Vesturbugtar að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar á áformunum vegna markaðsaðstæðna en framkvæmdir hæfust fljótlega. Ekkert hafði gerst tveimur árum síðar og hinn 29. apríl í vor hótaði borgarstjóri að borgin myndi kalla lóðina til baka. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf Kaldalóni frest út maí til að skila áætlunum um upphaf framkvæmda í Vesturbugt.Vísir/Vilhelm „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ sagði borgarstjóri hinn 29. apríl. Þrír mánuðir er frá því þessi frestur borgarstjóra rann út. Fátt er um nákvæm svör frá forráðamönnum Kaldalóns en í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Jón Þór Gunnarsson forstjóri félagsins þetta meðal annars: „Upphaf framkvæmda er háð afgreiðslu deiliskipulags og annarra lóðaupplýsinga frá Reykjavíkurborg.“ „Vesturbugt hefur unnið að útfærslu á skipulagi í samstarfi viðReykjavíkurborg en það hefur ekki verið afgreitt innan Reykjavíkurborgar.“ „Framkvæmdir geta hafist eftir að deiliskipulag og önnur nauðsynleg skjöl eru afgreidd af hendi Reykjavíkurborgar samhliða því að leyst hefur verið úr ágreiningsatriðum er varða túlkun á einstökum ákvæðum samnings á milli Vesturbugtar og Reykjavíkurborgar.“ Í ritinu Uppbygging íbúða í borginni sem kom út í nóvember 2019 kemur skýrt fram að búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturbugt.Vísir/Kristján Þetta rímar ekki að fullu við það sem fram kemur í riti Reykjavíkurborgar Uppbygging íbúða í borginni frá því í nóvember 2019. Þar kemur fram að deiliskipulag Vesturbugtar hafi verið samþykkt fyrir 114 almennar íbúðir og 74 íbúðir fyrir húsnæðisfélög. Nýr lóðarhafi í stað Vesturbugtar væri Kaldalón fasteingaþróunarfélag. Það lítur því út fyrir að Kaldalón sé ekki sátt við gildandi deiliskipulag fyrir byggingareitinn og sé að reyna að þrýsta á borgina að breyta því. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan. Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Kaldalón Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Í maí 2017 skrifuðu borgarstjóri, framkvæmdastjóri VSÓ og framkvæmdastjóri Vesturbugtar undir samkomulag um byggingu 176 íbúða í Vesturbugt og áttu framkvæmdir að hefjast haustið 2018. Ekkert hefur hins vega orðið að framkvæmdum. Um fimmtán hús með tæplega tvö hundruð íbúðum eiga að rísa í Vesturbugt. Af þeim átti borgin að fá 74 íbúðir sem hún ætlaði síðan að deila út til óhagnaðardrifinna húsnæðisfélaga.Vísir/Kristján Í fréttum Stöðvar 2 hinn 17. september 2020 sagði talsmaður Kaldalóns fasteignaþróunarfélags sem er aðaleigandi Vesturbugtar að nauðsynlegt hefði verið að gera breytingar á áformunum vegna markaðsaðstæðna en framkvæmdir hæfust fljótlega. Ekkert hafði gerst tveimur árum síðar og hinn 29. apríl í vor hótaði borgarstjóri að borgin myndi kalla lóðina til baka. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri gaf Kaldalóni frest út maí til að skila áætlunum um upphaf framkvæmda í Vesturbugt.Vísir/Vilhelm „Það eru að mér skilst góð samtöl í gangi. En við höfum gefið aðilum tíma út næsta mánuðinn til að ganga frá öllu og fara af stað á þessu ári,“ sagði borgarstjóri hinn 29. apríl. Þrír mánuðir er frá því þessi frestur borgarstjóra rann út. Fátt er um nákvæm svör frá forráðamönnum Kaldalóns en í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu segir Jón Þór Gunnarsson forstjóri félagsins þetta meðal annars: „Upphaf framkvæmda er háð afgreiðslu deiliskipulags og annarra lóðaupplýsinga frá Reykjavíkurborg.“ „Vesturbugt hefur unnið að útfærslu á skipulagi í samstarfi viðReykjavíkurborg en það hefur ekki verið afgreitt innan Reykjavíkurborgar.“ „Framkvæmdir geta hafist eftir að deiliskipulag og önnur nauðsynleg skjöl eru afgreidd af hendi Reykjavíkurborgar samhliða því að leyst hefur verið úr ágreiningsatriðum er varða túlkun á einstökum ákvæðum samnings á milli Vesturbugtar og Reykjavíkurborgar.“ Í ritinu Uppbygging íbúða í borginni sem kom út í nóvember 2019 kemur skýrt fram að búið er að samþykkja deiliskipulag fyrir Vesturbugt.Vísir/Kristján Þetta rímar ekki að fullu við það sem fram kemur í riti Reykjavíkurborgar Uppbygging íbúða í borginni frá því í nóvember 2019. Þar kemur fram að deiliskipulag Vesturbugtar hafi verið samþykkt fyrir 114 almennar íbúðir og 74 íbúðir fyrir húsnæðisfélög. Nýr lóðarhafi í stað Vesturbugtar væri Kaldalón fasteingaþróunarfélag. Það lítur því út fyrir að Kaldalón sé ekki sátt við gildandi deiliskipulag fyrir byggingareitinn og sé að reyna að þrýsta á borgina að breyta því. Fréttina má sjá í heild sinni hér að neðan.
Skipulag Reykjavík Húsnæðismál Kaldalón Tengdar fréttir Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30 Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20 Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Sjá meira
Reykjavíkurborg hótar að afturkalla lóð fyrir tæplega 200 íbúðir í Vesturbugt Reykjavíkurborg hefur gefið lóðarhöfum tæplega tvö hundruð íbúða í Vesturbugt frest út næsta mánuð til koma framkvæmdum af stað ella verði lóðin kölluð til baka. Framkvæmdir áttu að hefjast haustið 2018 en enn hefur ekki verið stungið niður skóflu. 29. apríl 2022 19:30
Styttist í framkvæmdir á einstakri lóð við slippinn Ef allt gengur eftir áætlun verður ný fimmtán húsa byggð með 190 íbúðum risin í Vesturbugtinni vestan við slippinn innan fimm ára. Almennur bílastæðakjallari verður undir húsunum. 17. september 2020 19:20
Borgin úthlutar lóðum fyrir 530 íbúðir Lóðirnar sem um ræðir eru við Stakkahlíð og Nauthólsveg. 12. október 2017 15:46