„Það gerir mig reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. ágúst 2022 19:13 Móðir ungs manns sem varð fyrir lífshættulegri stunguárás í miðborginni í vor segir nýfallinn dóm í málinu skammarlegan. Hún lítur á árásina sem manndrápstilraun og skorar á saksóknara að áfrýja til Landsréttar. Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“ Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Árásin var gerð fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í mars. Meðal sönnunargagna í málinu voru myndbönd af árásinni sem birt voru í fjölmiðlum. Nú fyrir helgi var svo árásarmaðurinn, Daniel Zambrana Aquilar 23 ára, dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir stórfellda líkamsárás - og samverkamaður hlaut þriggja mánaða skilorð. Miskunnarlaus andlit árásarmannanna Daníel var hins vegar sýknaður af tilraun til manndráps. Bjarnheiði Öldu Lárusdóttur, móður unga mannsins sem ráðist var á, blöskrar sú niðurstaða. Hún lítur á árásina sem hreina manndrápstilraun. „Við sjáum andlitin á þeim. Og þeir eru miskunnarlausir í andlitinu. Þeir eru ekkert að fara að stoppa. Það er bara rosalegt að horfa á þetta. Það er mjög erfitt. Og maður horfir á þetta með trega,“ segir Bjarnheiður Alda. „Það var bara lukka að hann skyldi komast inn í sjúkrabíl. Og það var lukka líka að gangandi vegfarandi skyldi ná að stoppa og taka þá af honum.“ Viðtalið við Bjarnheiði Öldu í kvöldfréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum efst í fréttinni. Bolurinn sem sonur Bjarnheiðar Öldu klæddist þegar ráðist var á hann. „Heldur ekki vatni“ Bjarnheiður Alda telur allt eins líklegt að árásin hefði annars gengið lengra. Og áverkar sonar hennar hafi verið lífshættulegir; hann var stunginn minnst sex sinnum í bakið með skrúfjárni, lungu hans féllu saman og hann var í hættu á að fá hjartaáfall. Þá bendir hún á að dómari hafi talið framburð árásarmanna ótrúverðugan. „En á sama tíma þá hlustar hann á annan þeirra segja að hann [árásarmaður] hafi ekki gert sér grein fyrir því að hann væri kannski að fara að drepa hann [son hennar]. Myrða hann. En það þarf mikið afl til að stinga í gegnum svona fóðraðan gallajakka eins og hann var í. Í gegnum skinnið á honum, sex sinnum eða oftar. Þetta heldur ekki vatni.“ Hún spyr hvaða skilaboð verið sé að senda út í samfélagið að veita árásarmönnunum ekki þyngri dóm. Hún skorar á saksóknara að áfrýja dómnum til Landsréttar. „Það gerir mig bara reiða að það sé verið að niðurlægja strákinn minn svona með þessum dómi.“
Reykjavík Dómsmál Næturlíf Líkamsárás við 203 Club Tengdar fréttir Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Tvö og hálft ár fyrir stunguárásina við 203 Club Daniel Zambrana Aquilar, 23 ára karlmaður, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alvarlega stunguárás fyrir utan skemmtistaðinn 203 Club við Ingólfstorg í Reykjavík í mars síðastliðnum. Bæði lungu fórnarlambsins féllu saman við árásina en fórnarlambið fékk fleiri áverka. Daniel stakk hann að minnsta kosti sex sinnum með skrúfjárni. 26. ágúst 2022 11:26