Hrafn krefst 124 milljóna vegna frelsissviptingar og seinnar krabbameinsgreiningar Eiður Þór Árnason skrifar 27. ágúst 2022 12:47 Hrafn Jökulsson í Árneshreppi. Stöð 2/Egill Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur höfðað tvö mál gegn íslenska ríkinu vegna frelsissviptingar og læknamistaka. Nemur heildarkrafa hans tæplega 124 milljónum króna. Önnur stefnan snýr að handtöku Hrafns í Hrútafirði þann 31. október árið 2020 og nauðungarvistun en sú seinni að krabbameini sem hann telur að læknar hefðu átt að greina fyrr. Stefnurnar verða lagaðar fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði sem Hrafn segir hafa verið óþarflega harkaleg. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ er haft eftir Hrafni í stefnunni. Hrafn Jökulsson vakti athygli sumarið 2020 þegar hann skór upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum.Vísir/Þórir Eftir að lögreglumenn hafi fært hann í handjárn og framkvæmt líkamsleit hafi heimilislæknir sem var með í för umsvifalaust staðfest að Hrafn væri „í maníu“. Í kjölfarið hafi Hrafn verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur og vistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum eftir að læknar mátu hann vera í „miklu örlyndi“. Hrafn kveðst ekki hafa verið upplýstur um réttarstöðu sína á meðan þessum aðgerðum stóð. Hrafn ræðir handtökuna og veikindin í helgarblaði Fréttablaðsins. Vistin einkennst af endurteknum mannréttindabrotum Um þremur dögum eftir að hann var vistaður á deild 32C samþykkti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að Hrafn yrði nauðungarvistaður í 21 dag og sú ákvörðun næst staðfest með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur. Sú vistun var síðar framlengd og lauk 7. desember 2020 eða samtals 37 sólarhringum eftir handtökuna. Hrafn fullyrðir að vist hans á deild 32C hafi einkennst af endurteknum og samfelldum brotum á mannréttindum hans. Hann hafi meðal annars verið þvingaður til lyfjainntöku, ekki fengið að fara út undir bert loft, ekki fengið að ráðfæra sig við verjanda sinn í einrúmi, ekki haft leyfi til að taka á móti heimsóknum eða eiga símtöl og ekki haft heimild til að hafa tölvu til afnota. Hafi verið mjög ógnandi og sveiflað hnífum Hrafn segir engar forsendur hafa verið fyrir hörðum aðgerðum lögreglu. Vísað er til lögregluskýrslu í stefnunni þar sem fram kemur að Hrafn hafi verið í miklu ójafnvægi, haldinn mikilmennskubrjálæði og haft í hótunum. Hann hafi verið sveiflandi hnífum, verið mjög ógnandi við fólk sem hann umgekkst, sveiflað stórum skiptilykli og haft í líflátshótunum við systkini sín og hótað ráðamönnum þjóðarinnar. Hrafn mótmælir þessu og kveðst ekkert kannast við þessar ásakanir. Hann telur allt benda til að lögregla hafi ráðist til aðgerða byggt á einhvers konar „stílfærslum lögreglu á þeim upplýsingum sem henni bárust eða jafnvel slúðursögum um stefnanda,“ eins og segir í stefnu Hrafns. Hrafn telur að brotið hafi verið á réttindum hans innan veggja Landspítalans.Vísir/vilhelm Hrafn fer fram á bætur fyrir handtökuna, ranga greiningu heimilislæknis, að vera járnaður niður í sjúkrabíl, færslu á sjúkrahús, nauðungarvistun í 37 daga, þvingaða lyfjagjöf, að fylgst hafi verið með símtölum hans við verjanda, tölvu, heimsóknar- og símabann og að lokum hindrun á útivist. Heildarkrafan nemur alls 65,5 milljónum króna og fer Hrafn einnig fram á greiðslu málskostnaðar. Stefnir Hrafn ráðherrum fyrir hönd íslenska ríkisins líkt og venja er í slíkum málum og beinist stefnan að dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra auk fjármála- og efnahagsráðherra. Ekki verið sendur í frekari rannsóknir Í annarri stefnu Hrafns gegn íslenska ríkinu kemur fram að hann hafi fundið fyrir langvarandi særindum í hálsi og óskað eftir því að læknir myndi skoða hann á meðan hann lá inni á bráðageðdeild Landspítalans í mars á þessu ári. Sá læknir hafi þreifað á honum og látið taka blóðsýni sem skilaði engri niðurstöðu. Í lok júní segist Hrafn svo hafa leitað á heilsugæslustöð vegna særindanna. Þar hafi heimilislæknir fljótlega áttað sig á alvarleika málsins og sent Hrafn í rannsóknir á Landspítalanum í Fossvogi sem leiddu í ljós að hann væri með lófastórt æxli í hálsinum. Um var að ræða flöguþekjukrabbamein af æðsta stigi sem hefur verið að vaxa um nokkurt skeið. Mögulega hægt að fjarlægja æxlið ef það hefði greinst strax Hrafn byggir stefnu sína á því að læknirinn á bráðageðdeildinni hafi gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi með því að framkvæma ekki fullnægjandi rannsókn né heldur fylgja henni eftir. „Hefði hann gert það hefði tilvist krabbameinsins án efa uppgötvast. Þessi vanræksla að greina æxlið hafi valdið stefnanda umtalsverðu tjóni. Hefði æxlið uppgötvast í mars hefði mögulega verið unnt að fjarlægja það eða halda því niður með mun áhrifaríkari hætti og með stórbættum lífslíkum frá því sem er í dag,“ segir í stefnunni. Hafi Hrafn við þetta orðið fyrir tjóni sem megi jafna til 100% örorku og 100% varanlegs miska. Fyrirséð sé að hann verði óvinnufær þar sem eftir lifi en hann er í dag 56 ára gamall. Fer Hrafn fram á bætur vegna varanlegrar örorku, varanlegs miska, þjáningarbætur, bætur fyrir annað fjártjón og bætur fyrir miska, samtals 58.211.465 króna auk málskostnaðar. Telur Hrafn að Landspítalinn beri ábyrgð á allri þessari atburðarás og stefnir heilbrigðisráðherra auk fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins. Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Hrafn Jökulsson ræðst gegn ruslinu í sveitinni þar sem vegurinn endar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur skorið upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hann hefur einsett sér að hreinsa víkina á næstu fjórum árum. 15. júní 2020 07:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Stefnurnar verða lagaðar fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í september. Sérsveit ríkislögreglustjóra og lögreglan á Norðurlandi vestra tóku þátt í aðgerðunum í Hrútafirði sem Hrafn segir hafa verið óþarflega harkaleg. „Í þann mund er stefnandi var að ganga til náða hafi birst honum vopnuð víkingasveit utan úr myrkrinu. Hafi sveitin ógnað honum með byssum, sem hann taldi vera vélbyssur, og hafi honum verið skipað að hafa hendur sýnilegar, ganga frá húsinu og í átt til lögreglunnar og fara niður á hnén,“ er haft eftir Hrafni í stefnunni. Hrafn Jökulsson vakti athygli sumarið 2020 þegar hann skór upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum.Vísir/Þórir Eftir að lögreglumenn hafi fært hann í handjárn og framkvæmt líkamsleit hafi heimilislæknir sem var með í för umsvifalaust staðfest að Hrafn væri „í maníu“. Í kjölfarið hafi Hrafn verið fluttur handjárnaður með sjúkrabíl til Reykjavíkur og vistaður gegn vilja sínum á bráðageðdeild 32C á Landspítalanum eftir að læknar mátu hann vera í „miklu örlyndi“. Hrafn kveðst ekki hafa verið upplýstur um réttarstöðu sína á meðan þessum aðgerðum stóð. Hrafn ræðir handtökuna og veikindin í helgarblaði Fréttablaðsins. Vistin einkennst af endurteknum mannréttindabrotum Um þremur dögum eftir að hann var vistaður á deild 32C samþykkti sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu að Hrafn yrði nauðungarvistaður í 21 dag og sú ákvörðun næst staðfest með úrskurði héraðsdóms Reykjavíkur. Sú vistun var síðar framlengd og lauk 7. desember 2020 eða samtals 37 sólarhringum eftir handtökuna. Hrafn fullyrðir að vist hans á deild 32C hafi einkennst af endurteknum og samfelldum brotum á mannréttindum hans. Hann hafi meðal annars verið þvingaður til lyfjainntöku, ekki fengið að fara út undir bert loft, ekki fengið að ráðfæra sig við verjanda sinn í einrúmi, ekki haft leyfi til að taka á móti heimsóknum eða eiga símtöl og ekki haft heimild til að hafa tölvu til afnota. Hafi verið mjög ógnandi og sveiflað hnífum Hrafn segir engar forsendur hafa verið fyrir hörðum aðgerðum lögreglu. Vísað er til lögregluskýrslu í stefnunni þar sem fram kemur að Hrafn hafi verið í miklu ójafnvægi, haldinn mikilmennskubrjálæði og haft í hótunum. Hann hafi verið sveiflandi hnífum, verið mjög ógnandi við fólk sem hann umgekkst, sveiflað stórum skiptilykli og haft í líflátshótunum við systkini sín og hótað ráðamönnum þjóðarinnar. Hrafn mótmælir þessu og kveðst ekkert kannast við þessar ásakanir. Hann telur allt benda til að lögregla hafi ráðist til aðgerða byggt á einhvers konar „stílfærslum lögreglu á þeim upplýsingum sem henni bárust eða jafnvel slúðursögum um stefnanda,“ eins og segir í stefnu Hrafns. Hrafn telur að brotið hafi verið á réttindum hans innan veggja Landspítalans.Vísir/vilhelm Hrafn fer fram á bætur fyrir handtökuna, ranga greiningu heimilislæknis, að vera járnaður niður í sjúkrabíl, færslu á sjúkrahús, nauðungarvistun í 37 daga, þvingaða lyfjagjöf, að fylgst hafi verið með símtölum hans við verjanda, tölvu, heimsóknar- og símabann og að lokum hindrun á útivist. Heildarkrafan nemur alls 65,5 milljónum króna og fer Hrafn einnig fram á greiðslu málskostnaðar. Stefnir Hrafn ráðherrum fyrir hönd íslenska ríkisins líkt og venja er í slíkum málum og beinist stefnan að dómsmálaráðherra, heilbrigðisráðherra auk fjármála- og efnahagsráðherra. Ekki verið sendur í frekari rannsóknir Í annarri stefnu Hrafns gegn íslenska ríkinu kemur fram að hann hafi fundið fyrir langvarandi særindum í hálsi og óskað eftir því að læknir myndi skoða hann á meðan hann lá inni á bráðageðdeild Landspítalans í mars á þessu ári. Sá læknir hafi þreifað á honum og látið taka blóðsýni sem skilaði engri niðurstöðu. Í lok júní segist Hrafn svo hafa leitað á heilsugæslustöð vegna særindanna. Þar hafi heimilislæknir fljótlega áttað sig á alvarleika málsins og sent Hrafn í rannsóknir á Landspítalanum í Fossvogi sem leiddu í ljós að hann væri með lófastórt æxli í hálsinum. Um var að ræða flöguþekjukrabbamein af æðsta stigi sem hefur verið að vaxa um nokkurt skeið. Mögulega hægt að fjarlægja æxlið ef það hefði greinst strax Hrafn byggir stefnu sína á því að læknirinn á bráðageðdeildinni hafi gerst sekur um saknæma og ólögmæta háttsemi með því að framkvæma ekki fullnægjandi rannsókn né heldur fylgja henni eftir. „Hefði hann gert það hefði tilvist krabbameinsins án efa uppgötvast. Þessi vanræksla að greina æxlið hafi valdið stefnanda umtalsverðu tjóni. Hefði æxlið uppgötvast í mars hefði mögulega verið unnt að fjarlægja það eða halda því niður með mun áhrifaríkari hætti og með stórbættum lífslíkum frá því sem er í dag,“ segir í stefnunni. Hafi Hrafn við þetta orðið fyrir tjóni sem megi jafna til 100% örorku og 100% varanlegs miska. Fyrirséð sé að hann verði óvinnufær þar sem eftir lifi en hann er í dag 56 ára gamall. Fer Hrafn fram á bætur vegna varanlegrar örorku, varanlegs miska, þjáningarbætur, bætur fyrir annað fjártjón og bætur fyrir miska, samtals 58.211.465 króna auk málskostnaðar. Telur Hrafn að Landspítalinn beri ábyrgð á allri þessari atburðarás og stefnir heilbrigðisráðherra auk fjármála- og efnahagsráðherra fyrir hönd íslenska ríkisins.
Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00 Hrafn Jökulsson ræðst gegn ruslinu í sveitinni þar sem vegurinn endar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur skorið upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hann hefur einsett sér að hreinsa víkina á næstu fjórum árum. 15. júní 2020 07:05 Mest lesið Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rússar segja til hvers annars líkt og á tímum Stalíns Erlent Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Innlent Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Innlent Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Erlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Fleiri fréttir Þingmaður Pírata vill í kærunefnd útlendingamála Segir fund ráðherra og lögreglustjóra til marks um spillingu Ný geðdeildarbygging utan Hringbrautarlóðar Milljónir ekki komið til Íslands þótt þær gætu það Tók hnífinn með af því að honum fannst hann „töff“ Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sjá meira
Hrafn Jökulsson með fjórða stigs krabbamein Hrafn Jökulsson, rithöfundur og fyrrverandi ritstjóri, hefur greinst með fjórða stigs krabbamein. Í færslu á Facebook-síðu sinni segir hann vera á leiðinni í lyfja- og geislameðferð. 13. júlí 2022 22:00
Hrafn Jökulsson ræðst gegn ruslinu í sveitinni þar sem vegurinn endar Hrafn Jökulsson rithöfundur hefur skorið upp herör gegn rusli í Kolgrafarvík á Ströndum á norðaustanverðum Vestfjörðum. Hann hefur einsett sér að hreinsa víkina á næstu fjórum árum. 15. júní 2020 07:05