Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 11:35 Svo virðist sem óbreyttur borgari sem átti leið hjá hafi skorist í leikinn og komið í veg fyrir að frekara líkamstjón yrði. Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Sjá meira