Ábyrg verkalýðsbarátta? Björn Leví Gunnarsson skrifar 12. ágúst 2022 14:31 Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi. Mér finnst verkalýðsbarátta undanfarinna áratuga hafa verið verulega léleg. Ég veit svo sem ekki hverju er um að kenna, einhverri meðvirkni með valdi eða hvað ... það var að minnsta kosti kominn tími til þess að stokka þó nokkuð mikið upp á þeim vettvangi. Ég man eftir þeim nokkru skiptum sem fyrrverandi forseti ASÍ, Gylfi, kom inn til fjárlaganefndar og fór mikinn. Merkilegur var sá útblástur miðað við pípið sem heyrðist í honum opinberlega og þá sérstaklega í kringum launahækkanir æðstu ráðamanna árið 2016. Mikið hryllilega var það léleg frammistaða sem enn hefur áhrif á stöðuna í dag. Þannig að já, það þurfti að gera eitthvað. Ég hef að mestu leyti verið ánægður með þá þróun sem ég hef séð gerast innan verkalýðshreyfingarinnar á undanförnum árum. Það eru skref í rétta átt. En eins og ég sagði áður, ég hef skoðanir á ýmsu. Það eru bara mínar skoðanir og mér finnst að fólk eigi rétt á því að heyra þær skoðanir. Ég er bókstaflega "ráðinn í vinnu" við að hafa þessar skoðanir. Mér finnst sum skrefin hafa verið aðeins of stórstíg og farið yfir eðlileg mörk þess sem myndi teljast málefnaleg barátta. Ég áskil mér allan rétt til þess að gagnrýna slíkt því tilgangurinn helgar ekki meðalið. Ég skil það rosalega vel hvernig þetta gerist. Valdið sem er verið að berjast við svífst einskins. Bolabrögðin sem þau beita eru rosaleg og peningavaldið sem er þar á bak við lætur í sér heyra með öllum þeim krafti sem peningar bjóða upp á. Það er því mjög skiljanlegt að fólk freistist til þess að láta stál mæta stáli. Mín skoðun er að það sé slæm hugmynd. Það er ekki mín pólitík. Mín pólitík snýst um að opinbera þegar andstæðingarnir láta sjást í stálið. Afhjúpa þau, en ekki níða. Það sjá vissulega ekki allir muninn á því ... en ég vona að fólk sé smá saman að læra. Stál í stál aðferðafræðin grefur hins vegar undan því, það kemst ekkert annað að á meðan stríðið er í gangi - og það hentar sumum. Þar eru allir með eitthvað óhreint í pokahorninu sem enginn getur viðurkennt. Enginn getur opinberað neitt gagnvart hinum því nákvæmlega sömu ósvífni er að finna hjá þeim (almenn athugasemd, ekki álit mitt um það hvernig staðan er raunverulega í dag). Ég hef því áhyggjur af því ef þróunin heldur áfram í áttina að meira vopnaglamri. Sérstaklega af því að verkalýðshreyfingin hefur réttlætið með sér í liði. Staðan er mjög slæm fyrir mjög marga. Það hefur ekki tekist að búa til sátt og ef eitthvað þá höfum við fjarlægst möguleikann á sátt. Þar er ábyrgðin algerlega á herðum stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni í heilbrigðiskerfinu og kjaramálum stórra starfsstétta þar er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni á húsnæðismarkaði er stjórnvalda. Ábyrgðin á misskiptingu almannagæða í sjávarútvegi er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni í réttarkerfinu er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni í loftslagsmálum er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðu stjórnarskrármála er stjórnvalda. Og svo mætti lengi telja áfram. Hluti af vandamálinu er pólitíska menningin. Þetta er átakavettvangur þar sem fólk hefur allt of oft komist upp með óásættanlega hegðun í skjóli þess að það sé að vinna að göfugu markmiði - svona "tilgangurinn helgar meðalið". Eftir átökin er svo fólki klappað á bakið fyrir að hafa bókstaflega beitt ofbeldi í bæði vörn og sókn. Það ofbeldi hefur ýmsar birtingarmyndir. Það er tilfinningaleg kúgun, útilokun, gaslýsing og hvaðeina sem almennt einkennir andlegt ofbeldi. Ég held að fólk átti sig oft ekki einu sinni á því hvað það er að gera, þetta er svo inngróið í menninguna, og það er það kaldhæðnislegasta í þessu öllu. Fyrir mörgum er þetta nefnilega bara orðinn leikur. Ef það á að ná einhverju markmiði, að ná einhverju máli í gegn, þá er hægt að gera það með ákveðnum aðferðum. Hluti af þeim aðferðum sem eru "í boði" eru hreint og klárt ofbeldi. E það kemst auðvitað enginn upp með að beita þeim aðferðum fyrir framan alla. Slíkt gerist iðulega bak við luktar dyr þar sem hægt er að sverja af sér allt og kalla öll viðbrögð bara pólitíska árás eða eitthvað álika. Ein af aðferðunum sem er notuð í samningatækni er að ganga fram af andstæðingnum til þess að vekja upp ákveðin viðbrögð - að ögra. Enginn utan luktra dyra getur í raun sagt með vissu hver ber ábyrgð á því að allt fari í háaloft og situr uppi með að þurfa að vaða í gegnum ásakanir fram og til baka til þess að geta tekið einhverja afstöðu í málinu. Þá grípum við yfirleitt til fordóma okkar gagnvart deiluaðilum og styðjum þann aðila sem við erum í prinsippinu almennt sammála - þrátt fyrir mögulega ofbeldishegðun, því það voru hvort eð er bara "eðlileg" viðbrögð við yfirganginum í hinum ... eða þá að viðbrögðin voru einfaldlega blekking til þess að reyna að láta andstæðinginn líta út fyrir að hafa verið ósanngjarn. Utan frá er nánast ómögulegt að greina hvað er satt og rétt í slíku. En aftur að verkalýðshreyfingunni. Það þarf meiri hörku. Augljóslega og tvímælalaust. Ég þekki það sjálfur hvernig það er ekkert hægt að semja við fólk sem hlustar ekki. Við erum að glíma við stjórnvöld sem hafa bara ákveðna, mjög þrönga, hugmyndafræði um hvernig hlutirnir eiga að vera og líta svo á að allt sé leyfilegt til þess að sveigja almenningsálitið í eina eða aðra áttina. Við höfum séð hvernig fyrrum dómsmálaráðherra var sérfræðingur sem vissi allt um allt og var dæmd fyrir lögbrot í skipun landsréttardómara. Við höfum séð hvernig sóttvarnarbrot voru bara fyrir suma en ekki aðra. Við höfum séð hvernig landhelgisgæslan er notuð sem leigubíll fyrir ráðherra. Við höfum séð fjármálaráðherra sem fullyrðir að það sé bara í fína lagi að selja pabba sínum hlut í ríkisbanka ... og þar fram eftir götunum. Alltaf er bakkað í vörn og enginn viðurkennir að neitt hafi farið úrskeiðis. Það er valdið sem við er að etja og það er mjög skiljanlegt að það þurfi meiri hörku í baráttu gegn fólki sem sýnir ekkert nema óbilgirni gangvart eigin rugli. En. Og þetta er stórt en. Það er fín lína á milli þess að berjast af hörku og að verða að andstæðingnum. Ég berst af því að andstæðingurinn er óbilgjarn og veður yfir allt og alla. Ég vil ekki verða óbilgjarn og verða sá sem veður yfir allt og alla því tilgangurinn helgar EKKI meðalið. Ég skil að það sé verið að tilkynna um hörku framundan. Það er tilefni til þess. Því fyrr sem allir átta sig á því, því fyrr verður hægt að afstýra þeirri hörku. Ábyrgðin á því að það stefnir allt í hörku liggur ekki hjá verkalýðshreyfingunni heldur hjá hinum óbilgjörnu. Ábyrgðin á því að harkan endi ekki í að vera barátta um auga á móti auga liggur hins vegar hjá verkalýðshreyfingunni. Þar má ekki henta réttlætinu fyrir málstaðinn. Það er allavega mín skoðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Leví Gunnarsson Kjaramál Píratar Stéttarfélög Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Ég er í starfi sem snýst um það að hafa skoðanir. Það þýðir ekki að ég hafi skoðanir á öllu, alltaf. En ég hef ákveðnar skoðanir á því sem er að gerast í kjara- og lífsgæðamálum á Íslandi. Mér finnst verkalýðsbarátta undanfarinna áratuga hafa verið verulega léleg. Ég veit svo sem ekki hverju er um að kenna, einhverri meðvirkni með valdi eða hvað ... það var að minnsta kosti kominn tími til þess að stokka þó nokkuð mikið upp á þeim vettvangi. Ég man eftir þeim nokkru skiptum sem fyrrverandi forseti ASÍ, Gylfi, kom inn til fjárlaganefndar og fór mikinn. Merkilegur var sá útblástur miðað við pípið sem heyrðist í honum opinberlega og þá sérstaklega í kringum launahækkanir æðstu ráðamanna árið 2016. Mikið hryllilega var það léleg frammistaða sem enn hefur áhrif á stöðuna í dag. Þannig að já, það þurfti að gera eitthvað. Ég hef að mestu leyti verið ánægður með þá þróun sem ég hef séð gerast innan verkalýðshreyfingarinnar á undanförnum árum. Það eru skref í rétta átt. En eins og ég sagði áður, ég hef skoðanir á ýmsu. Það eru bara mínar skoðanir og mér finnst að fólk eigi rétt á því að heyra þær skoðanir. Ég er bókstaflega "ráðinn í vinnu" við að hafa þessar skoðanir. Mér finnst sum skrefin hafa verið aðeins of stórstíg og farið yfir eðlileg mörk þess sem myndi teljast málefnaleg barátta. Ég áskil mér allan rétt til þess að gagnrýna slíkt því tilgangurinn helgar ekki meðalið. Ég skil það rosalega vel hvernig þetta gerist. Valdið sem er verið að berjast við svífst einskins. Bolabrögðin sem þau beita eru rosaleg og peningavaldið sem er þar á bak við lætur í sér heyra með öllum þeim krafti sem peningar bjóða upp á. Það er því mjög skiljanlegt að fólk freistist til þess að láta stál mæta stáli. Mín skoðun er að það sé slæm hugmynd. Það er ekki mín pólitík. Mín pólitík snýst um að opinbera þegar andstæðingarnir láta sjást í stálið. Afhjúpa þau, en ekki níða. Það sjá vissulega ekki allir muninn á því ... en ég vona að fólk sé smá saman að læra. Stál í stál aðferðafræðin grefur hins vegar undan því, það kemst ekkert annað að á meðan stríðið er í gangi - og það hentar sumum. Þar eru allir með eitthvað óhreint í pokahorninu sem enginn getur viðurkennt. Enginn getur opinberað neitt gagnvart hinum því nákvæmlega sömu ósvífni er að finna hjá þeim (almenn athugasemd, ekki álit mitt um það hvernig staðan er raunverulega í dag). Ég hef því áhyggjur af því ef þróunin heldur áfram í áttina að meira vopnaglamri. Sérstaklega af því að verkalýðshreyfingin hefur réttlætið með sér í liði. Staðan er mjög slæm fyrir mjög marga. Það hefur ekki tekist að búa til sátt og ef eitthvað þá höfum við fjarlægst möguleikann á sátt. Þar er ábyrgðin algerlega á herðum stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni í heilbrigðiskerfinu og kjaramálum stórra starfsstétta þar er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni á húsnæðismarkaði er stjórnvalda. Ábyrgðin á misskiptingu almannagæða í sjávarútvegi er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni í réttarkerfinu er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðunni í loftslagsmálum er stjórnvalda. Ábyrgðin á stöðu stjórnarskrármála er stjórnvalda. Og svo mætti lengi telja áfram. Hluti af vandamálinu er pólitíska menningin. Þetta er átakavettvangur þar sem fólk hefur allt of oft komist upp með óásættanlega hegðun í skjóli þess að það sé að vinna að göfugu markmiði - svona "tilgangurinn helgar meðalið". Eftir átökin er svo fólki klappað á bakið fyrir að hafa bókstaflega beitt ofbeldi í bæði vörn og sókn. Það ofbeldi hefur ýmsar birtingarmyndir. Það er tilfinningaleg kúgun, útilokun, gaslýsing og hvaðeina sem almennt einkennir andlegt ofbeldi. Ég held að fólk átti sig oft ekki einu sinni á því hvað það er að gera, þetta er svo inngróið í menninguna, og það er það kaldhæðnislegasta í þessu öllu. Fyrir mörgum er þetta nefnilega bara orðinn leikur. Ef það á að ná einhverju markmiði, að ná einhverju máli í gegn, þá er hægt að gera það með ákveðnum aðferðum. Hluti af þeim aðferðum sem eru "í boði" eru hreint og klárt ofbeldi. E það kemst auðvitað enginn upp með að beita þeim aðferðum fyrir framan alla. Slíkt gerist iðulega bak við luktar dyr þar sem hægt er að sverja af sér allt og kalla öll viðbrögð bara pólitíska árás eða eitthvað álika. Ein af aðferðunum sem er notuð í samningatækni er að ganga fram af andstæðingnum til þess að vekja upp ákveðin viðbrögð - að ögra. Enginn utan luktra dyra getur í raun sagt með vissu hver ber ábyrgð á því að allt fari í háaloft og situr uppi með að þurfa að vaða í gegnum ásakanir fram og til baka til þess að geta tekið einhverja afstöðu í málinu. Þá grípum við yfirleitt til fordóma okkar gagnvart deiluaðilum og styðjum þann aðila sem við erum í prinsippinu almennt sammála - þrátt fyrir mögulega ofbeldishegðun, því það voru hvort eð er bara "eðlileg" viðbrögð við yfirganginum í hinum ... eða þá að viðbrögðin voru einfaldlega blekking til þess að reyna að láta andstæðinginn líta út fyrir að hafa verið ósanngjarn. Utan frá er nánast ómögulegt að greina hvað er satt og rétt í slíku. En aftur að verkalýðshreyfingunni. Það þarf meiri hörku. Augljóslega og tvímælalaust. Ég þekki það sjálfur hvernig það er ekkert hægt að semja við fólk sem hlustar ekki. Við erum að glíma við stjórnvöld sem hafa bara ákveðna, mjög þrönga, hugmyndafræði um hvernig hlutirnir eiga að vera og líta svo á að allt sé leyfilegt til þess að sveigja almenningsálitið í eina eða aðra áttina. Við höfum séð hvernig fyrrum dómsmálaráðherra var sérfræðingur sem vissi allt um allt og var dæmd fyrir lögbrot í skipun landsréttardómara. Við höfum séð hvernig sóttvarnarbrot voru bara fyrir suma en ekki aðra. Við höfum séð hvernig landhelgisgæslan er notuð sem leigubíll fyrir ráðherra. Við höfum séð fjármálaráðherra sem fullyrðir að það sé bara í fína lagi að selja pabba sínum hlut í ríkisbanka ... og þar fram eftir götunum. Alltaf er bakkað í vörn og enginn viðurkennir að neitt hafi farið úrskeiðis. Það er valdið sem við er að etja og það er mjög skiljanlegt að það þurfi meiri hörku í baráttu gegn fólki sem sýnir ekkert nema óbilgirni gangvart eigin rugli. En. Og þetta er stórt en. Það er fín lína á milli þess að berjast af hörku og að verða að andstæðingnum. Ég berst af því að andstæðingurinn er óbilgjarn og veður yfir allt og alla. Ég vil ekki verða óbilgjarn og verða sá sem veður yfir allt og alla því tilgangurinn helgar EKKI meðalið. Ég skil að það sé verið að tilkynna um hörku framundan. Það er tilefni til þess. Því fyrr sem allir átta sig á því, því fyrr verður hægt að afstýra þeirri hörku. Ábyrgðin á því að það stefnir allt í hörku liggur ekki hjá verkalýðshreyfingunni heldur hjá hinum óbilgjörnu. Ábyrgðin á því að harkan endi ekki í að vera barátta um auga á móti auga liggur hins vegar hjá verkalýðshreyfingunni. Þar má ekki henta réttlætinu fyrir málstaðinn. Það er allavega mín skoðun.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun