Fjarskafögur fyrirheit Hólmfríður Kristjánsdóttir skrifar 12. ágúst 2022 08:00 Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Borgarstjórn Leikskólar Börn og uppeldi Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Ísland 2074 Kjartan Magnússon Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen Skoðun Skoðun Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afsláttur af mannréttindum Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Útrýmum kjaragliðnun Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun 16 ára aldurstakmark á samfélagsmiðlum Skúli Bragi Geirdal skrifar Sjá meira
Enn einu sinni eru leikskólamálin í brennidepli. Fyrirheit borgarstjórnar um að öll 12 mánaða börn og eldri fái leikskólapláss í haust virðast ekki ætla að ganga eftir og foreldrar eru uggandi. En bíðum nú við. Langar alla foreldra að senda börnin sín svo ung á leikskóla? Umfjöllunin um þessi mál hefur lengi verið einhliða og því þarf að breyta. Málið er nefnilega að það vilja ekki allir foreldrar senda barnið sitt 12 mánaða gamalt í dagvistun. Sjálf er ég ein af þeim og ég veit að við erum mörg. Raunar er það svo að mig langar ekkert meira en að verja dögunum með 14 mánaða gömlu barni mínu og umfram það veit ég að barnið mitt þarf enn á mér að halda meginþorra dagsins. Ég er öryggið hennar. Ég er mamma hennar. Fengi ég einhverju ráðið yrði ég heima með hana til tveggja ára aldurs og aftur veit ég að margir foreldrar eru á sama máli. Ég spyr því fyrir hönd þeirra foreldra sem eru í sömu stöðu og ég en fyrst og fremst spyr ég fyrir hönd barnanna okkar; Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á þeim fjölda foreldra sem ekki vill setja börnin sín svo ung á leikskóla? Hvenær ætla stjórnvöld að taka mark á hagsmunasamtökum eins og Fyrstu Fimm og sérfræðingum eins og Sæunni Kjartans sem virkilega bera hag barnanna okkar fyrir brjósti? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin í lífi barnanna okkar? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að kulnun foreldra er ört vaxandi vandamál? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að börn þurfa tíma, ró og samveru með foreldrum til þess að vaxa, dafna og þroskast? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að tengslamyndun hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna til frambúðar? Hvenær á að taka mark á þeirri staðreynd að streita hefur bein áhrif á taugakerfi og heilaþroska barna og það til frambúðar? Hvenær ætlar fólk að átta sig á því að við lifum í samfélagi sem verður hraðara og hraðara og firrtara og firrtara með nánast hverjum deginum og börnin okkar verða sokknari og sokknari í tæki og tól og sömuleiðis uppgefnir foreldrarnir? Hvenær ætla stjórnvöld að opna augun fyrir því að geðheilbrigði á þessu landi fer versnandi og versnandi, sérstaklega hjá ungu fólki? Hvers vegna ætli það sé og hvar skyldi það byrja? Í æsku mögulega? Við búum í samfélagi sem ýtir undir aðskilnað og ýtir undir kvíða. Við búum í samfélagi sem er uppfullt af streitu. Ég get lofað því að ekkert 12 mánaða barn er tilbúið til þess að vera í burtu frá foreldrum sínum átta klukkustundir á dag í leikskóla innan um fjölda annarra barna. Ekki eitt einasta. Þessi endalausu loforð og tillögur um pláss á leikskóla fyrir kornung börn er löngu úrelt dæmi. Það er árið 2022 og það er tími til kominn að horfa fram á við, líta inn á við, hægja á og leggja við hlustir. Það er tími til kominn að setja börnin okkar í fyrsta sæti. Hvernig væri að bjóða foreldrum ungra barna greiðslur til þess að vera heima með börnin sín lengur, kjósi þau svo? Og viti menn, undur og stórmerki munu þá gerast - fögru fyrirheitin rætast og leikskólaplássin losna hvert af fætur öðru fyrir börn þeirra sem þurfa og/eða kjósa! Höfundur er grafískur hönnuður, ljósmyndari og móðir.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun