Hraun við það að renna út úr Meradölum Eiður Þór Árnason skrifar 10. ágúst 2022 14:11 Aðeins er eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Eldfjallafræði og náttúruvárhópur HÍ Lítið vantar upp á að hraun fari að flæða út úr Meradölum en hraunið hefur hækkað um sjö til átta metra þar sem skarðið er hvað lægst. Þetta sýna stikur sem settar voru upp austast í dölunum á föstudag, að sögn Magnúsar Tuma Guðmundssonar, prófessors í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. „Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
„Hraunið þykknar mjög ákveðið og það er farið að myndast helluhraun við jaðarinn sem flæðir mjög auðveldlega. Það er búið að hækka sig á tveim dögum um þó nokkra metra og ef svo heldur sem horfir þá styttist í að það fari að flæða út úr Meradölum til austurs.“ Ekki sé um dramatískan atburð að ræða heldur eðlilegan gang gossins. „Það er ekki víst að þetta gerist einn, tveir og þrír, það þarf að fylla betur í dalina fyrst en þetta er dálítið hröð atburðarás sem við erum að sjá núna,“ bætir Magnús Tumi við. Ekki hafi dregið úr gosinu og bara tímaspursmál hvenær hraunið nái upp að brúninni austast í Meradölum. Hann segir að mesta breytingin virðist hafi orðið á síðustu tveimur sólarhringum. Gæti runnið yfir skarðið í dag eða á morgun Fram kemur í Facebook-færslu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands það stefni í að hraunið renni út úr dölunum í dag eða á morgun og fari þá niður Einihlíðardal og í átt að Suðurstrandarvegi. Aðeins sé eftir um einn metri áður en hraunið fer að renna út úr dölunum. Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar föstudaginn 5. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ „Við settum stikur þarna á föstudaginn og núna erum við að fylgjast með breytingunni við jaðarinn með því að fylgjast með því hvernig hraunið hækkar sig og gleypir stikurnar,“ segir Magnús Tumi. Gígar hægt og rólega að myndast Greint hefur verið frá því að gígar séu byrjaðir að byggjast upp í Meradölum líkt og í eldgosinu í fyrra. Magnús Tumi segir gígrima smám saman vera að byggjast upp austanmegin en hann sé ekki kominn vestanmegin þar sem enn er hrauntjörn. „Þetta er bara svona hæg þróun í átt að því að það byggist þarna upp gígur. Það er svona hægt og rólega að þróast í þá átt sem er nákvæmlega það sem má búast við.“ Myndin sýnir samanburð milli stöðunnar sunnudaginn 7. ágúst og fyrr í dag, 10. ágúst.Jarðvísindastofnun HÍ Vísir sýnir nú beint frá eldgosinu í Meradölum. Hægt er að fylgjast með gangi gossins á Vísi sem og á Stöð 2 Vísi í sjónvarpi. Vefmyndavél Vísis er á Langhóli, þar sem fólk safnast saman við enda gönguleiðar A að gosinu, svo útsýni frá henni er eins og best verður á kosið. Horfa má á útsendinguna með því að smella á fréttina hér fyrir neðan. Fréttin hefur verður uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37 Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent Fleiri fréttir Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Sjá meira
Opna fyrir aðgengi að gosstöðvunum á ný Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í Meradölum. 10. ágúst 2022 09:37
Lögðu stikur í svartaþoku og snarvitlausu veðri Björgunarsveitin Þorbjörn lögðu stikur fyrir alla gönguleiðina að gosstöðvunum í Merardölum í svartaþoku og snarvitlausu veðri í gærkvöld. Ekki veitir af enda virðast ferðamenn enn hætta sér á gönguleiðina í vonskuveðri þvert á tilmæli björgunarsveita og lögreglu. 10. ágúst 2022 08:33