Nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar og vill tafarlausar aðgerðir Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. ágúst 2022 13:01 Kristín Tómasdóttir hvetur foreldra í svipaðri stöðu til þess að mæta með börnin sín í Ráðhúsið á morgun klukkan 8:45, korteri fyrir fund borgarráðs. Hún er langþreytt á innantómum orðum borgarfulltrúa um leikskólapláss. Vísir/samsett Móðir sautján mánaða gamals barns sem fær ekki leikskólapláss í Reykjavík í haust segir nóg komið af eftiráskýringum borgaryfirvalda um orsakir leikskólavandans og vill að borgin kynni lausnir og grípi til aðgerða. Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“ Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Í gær greindum við frá því að ekki væri útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust eins og stefnt var að. Kristín Tómasdóttir, móðir sautján mánaða barns segir fréttirnar slá sig illa. Hún segir nóg komið af eftiráskýringum borgarinnar um orsakir leikskólavandans og kallar eftir tafarlausum lausnum. „Það er búið að útskýra þetta margoft fyrir foreldrum að það eru allskonar skýringar sem liggja þarna að baki afhverju það sé ekki hægt að reka hér dagvistunarkerfi eins og í mörgum öðrum löndum sem virka en það er rosalega lítið fjallað um lausnir í þessu og hvað við getum gert til að breyta dagvistunarkerfinu þannig að það bara virki fyrir foreldra.“ Hún segir að borgin skuldi foreldrum lausnir og aðgerðir, strax í haust. „Það er t.d. gríðarlegur vandi að einhver lóð er ekki tilbúin við nýjan leikskóla við Nauthólsveg. Það má vel vera að ég sé naive en það tekur ekki þrjá mánuði að klára einhverja lóð sem ætti að vera í forgangi hjá borginni og það er hægt að reka leikskóla í þrjá mánuði án þess að lóðin sé tilbúin. Það eru kannski ekki kjöraðstæður, en það eru betri aðstæður en að vera ekki með leikskóla.“ Hún segir borgina of fasta í áætlanagerðum og trega við að vaða í verkin. „Það verða mótmæli í ráðhúsinu klukkan 8:45 á morgun sem er korter fyrir borgarráðsfund í Ráðhúsinu, þar sem foreldrar sem eru ekki með dagvistun fyrir börnin sín hyggjast mæta og gera kröfu á borgarráð að grípa til aðgerða núna í ágúst til að mæta þessari þörf okkar.“ Þá segir hún að í hópi þeirra foreldra sem hyggjast mæta á morgun sé fólk með víðtæka þekkingu. „Þarna eru smiðir og arkitektar, félagsráðgjafar, fjölskyldufræðingar og stjórnsýslufræðingar. Allt sem borgin gæti mögulega þurft á að halda til þess að leysa þennan vanda. Ég er alveg sannfærð um að fólk er til í að leggja borginni lið gegn því að fá leikskólapláss ef þetta snýst um að það vanti mannauð, þekkingu eða fólk á gröfu.“
Leikskólar Reykjavík Skóla - og menntamál Borgarstjórn Tengdar fréttir Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01 Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16 Mest lesið Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Innlent Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Innlent Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Erlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Fleiri fréttir Taldi vegið að æru sinni innan hundaræktarsamfélagsins Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Sjá meira
Leikskólinn byrjaður og sautján mánaða gömul börn sitja heima Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Móðir sautján mánaða barns sem fær ekki leikskólapláss í haust líkir leikskólamálum borgarinnar við frumskóg. 9. ágúst 2022 13:01
Munu ekki geta staðið við fyrirheit um pláss fyrir öll 12 mánaða börn Ekki er útlit fyrir að öll tólf mánaða gömul börn í Reykjavík fái leikskólapláss í haust, eins og stefnt var að. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs borgarinnar, segir nokkur pláss laus eins og er en ekki endilega í þeim hverfum þar sem eftirspurnin er mest. 9. ágúst 2022 07:16