Innlent

Ekki náð að leysa út lyfseðla vegna bilunar

Eiður Þór Árnason skrifar
Tæknilegu örðugleikarnir hafa mikil áhrif á starfsemi apótekanna. 
Tæknilegu örðugleikarnir hafa mikil áhrif á starfsemi apótekanna.  Vísir

Margir hafa átt í erfiðleikum með að leysa út lyfseðla í dag vegna bilunar í tölvukerfi sem læknar nota til að senda frá sér rafræna lyfseðla. Bilunin kom upp hjá þjónustuaðila kerfisins seinnipart dags í dag og er unnið að viðgerð.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en lyfseðlar sem starfandi læknar þar hafa þegar sent í gegnum kerfið eigi að skila sér sjálfkrafa til apóteka þegar kerfið er aftur komið í gang.

„Þetta er auðvitað fyrst og fremst slæmt fyrir okkar skjólstæðinga sem treysta á að geta útleyst lyfin sín í apótekum,“ er haft eftir Jónasi Guðmundssyni, staðgengli forstjóra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, í tilkynningu.

„Svona bilanir eru sjaldgæfar og við treystum því að fyrirtækin sem reka þetta kerfi komi því í lag fljótt og örugglega. Vonandi hafa sem fæstir hafi orðið fyrir óþægindum vegna þessarar bilunar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×